BVG á sleggjulínunni

http://bvg.is/blogg/2014/04/28/thau-plumma-sig-best

Af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist minnst óánægja vera með störf Eyglóar Þóru Harðardóttur félagsmálaráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt könnun Capacent var þriðjungur kjósenda ánægður með störf þeirra. Þó virðist enginn vita hvað þau hafa gert til að verðskulda ánægju svo stórs hóps kjósenda. Eygló Þóra og Kristján Þór hafa verið minnst áberandi allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og hvorugt þeirra hefur skandalíserað að neinu marki, ólíkt hinum. Hvorugt þeirra hefur gert mikið frá því þau tóku við ráðuneytum sínum, málaskrá þeirra er heldur fátækleg (Eygló og Kristján) og ekki er vitað til þess að nokkuð sé í bígerð af þeirra hálfu.
Kannski dugar það til vinsælda í þessum hópi að þegja og halda að sér höndum.
Jafnvel svo að vera talin til framtíðarleiðtoga á pari við heimsþekkta stjórnmálamenn.

 

 

BVG gleymir þó að segja að þegar Eygló fer í viðtöl í fjölmiðlum, þá lofar hún milljörðunum hægri vinstri. Aldrei spurð um hvenær það er á dagskrá sem hún er að gaspra um, eða hvar fjármunirnir eiga að koma. Svo er nákvæmlega ekkert sem Eygló gerir. Gjörðir fylgja ekki orðum. Sem ég tel vera mikill ókost í fari manna.

 

Hef talað um þetta í marga mánuði, gott að fleiri eru að sjá í gegnum Eygló.

kv

Sleggjan


Hægri-frjálslynd lausn. Afnemum veiðigjaldið.

Hægri-frjálslynd lausn. Afnemum veiðigjaldið.

Umræða síðustu daga um veiðigjaldið sýnir einkar vel kosti uppboðs á veiðiheimildum. Uppboð er markaðslausn þar sem fyrirtækin sjálf gefa til kynna með boðum sínum hversu hátt gjald þau ráða við og hvað raunverulegt markaðsvirði þessara réttinda er sem þau væru þá að leigja.

 

Við hægri menn viljum fara þessa markaðslausn.

Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei fara þessa leið því LÍÚ sponserar hann. 

Ég legg vonir við nýja-sjálfstæðisflokkinn sem vill ganga í ESB, lækka tolla, taka á styrkjarkerfi landbúnaðarins og nota hægri frjálslynda lausn á kvótamálin. 

Alvöru hægri flokkur.

kv

Sleggjan


mbl.is Veiðigjöldin verða 9,45 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei-Sinnar með allt niðrum sig

http://www.dv.is/frettir/2014/4/29/engar-lagabreytingar-vegna-adildarvidraedna-M5CU2K/

Fimm af níu ráðherrum ríkisstjórnarinnar segja að engum lögum sem heyra undir verksvið þeirra hafi verið breytt vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í svörum þeirra við fyrirspurnum Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagði samhljóðandi fyrirspurn fyrir alla ráðherrana nýverið.

Í svörum ráðherranna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á grunni EES-samningsins sem hefði líka þurft að gera til að klára aðildarviðræður við ESB í ákveðnum köflum. Engar af þeim breytingum stafa hins vegar af viðræðunum einum saman.

 

 

slegg

 


Sjálfstæðisflokkurinn gegnum árin. %


 1991,,1995,,1999,,2003,,2007,,2009,,2013
Hlutfallsleg skipting, %       
Sjálfstæðisflokkur38,637,140,733,736,623,726,7

Viðskiptaráð les thrumubloggið

Við höfum tönglast á þessu í marga mánuði.

Fyrsta lagi koma ekki fjármunir frá vogunarsjóðunum beint eins og haldið var fram í kosningabaráttunni og af HH alla tíð.

 

Öðru lagi, ef ske kynni að eitthvað fé skolast til ríkissjóðs frá þessum aðilum, þá skal nota þá fjármuni að borga niður skuldir ríkissjóðs. Ekki splæsa á suma lántakendur.

 

Höfum fengið yfir okkur svívirðingarnar fyrir kosningar, eitthvað minna eftir kosningar. En nú eru fleiri og fleiri á þessari línu. Gott er að hafa áhrif.

kv

Sleggjan


mbl.is Greiði frekar niður skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveld skýring

Skýringin á málflutningi þessa manns er að hann býr þarna.

 

Það er til hugtak yfir þetta:

 

http://en.wikipedia.org/wiki/NIMBY

 

Einfalt. Og stimplar sig úr umræðunum.

kv

Sleggjan 


mbl.is Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Disaster í Harmageddeon

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP26468

 

17 mín viðtal við Sóley Tómasdóttir og Líf eins og hefur komið fram hér á blogginu.

Vitað er að Líf getur ekki verið ein í viðtali þannig gott að Sóley kom til að halda í höndina á henni. 

 

Á þessum 17 mínútum náðu þau ekki að segja hvernig á að fjármagna FRÍAN LEIKSKÓLA. Töluðu um að það sé millifært þessar upphæðir daglega í "bókhaldinu" og svona rugl.

 

Frosti þáttastjórnandi er barnslaus og sagði að þeir sem ættu börn ættu að greiða fyrir það hóflegt leikskólagjald (ath sveitafélög niðurgreiða meirhlutan eins og staðan er núna), hans spurning var svarað með "eigum við að hætta greiða í sjúkrastofnanir" (sagði Sóley), og "þú fórst í leikskóla á sínum tíma Frosti" (Sagði Líf).

Ég er ekki að grínast. Hlustið bara á þetta viðtal. 

Vandræðanlegt.

kv

Sleggjan 


Lögmál Ögmundar á ekki við

Ögmundur Jónasson segir að ferðamenn munu ekki koma til Íslands ef gjaldtaka verður á Geysissvæðinu.

 Hans lógík er að allir mega alltaf ferðast allstaðar á Íslandi án gjalds.

 

 

Á Everst kostar 10.000 dollara í startgjald til að ferðast. Svokallaður aðgangseyrir.

 

Kenning Ögmundar er að þá færi enginn upp á Everst. En svo er ekki.

kv

Sleggjan 


mbl.is Streyma niður af Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstarfsmaður með upphlaup út af engu

Framkvæmdastjóri SA segir að launin hjá þeim séu 500 þúsund kr.

Ég las viðtalið. Framkvæmdastjórinn var að meina heildarlaun fyrir skatta. Kom mjög skýrt fram.

 

En Kristján er æfur. Talaði um að "grunnlaun" væru 250þúsund (sem er laun án vaktaálags og styrkja), það var enginn að tala um það. 

 

Svo segir Kristján seinna að laun með vaktaálagi og styrkjum sé 480þúsund kr. Sem er nákvæmlega eitthvað um fimmhundruðkallinn alveg eins og Framkvæmdastjóri SA sagði í Fréttablaðinu.

 

Mbl.is er að skrifa frétt um eitthvað upphlaup sem er ekki fréttnæmt þegar deiluaðilarnir eru svo gott sem sammála.

kv

Sleggjan


mbl.is „Þetta hleypir illu blóði í mitt fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti leikur Framsóknar

Eftir að Guðni hætti er Framsókn í klemmu.

Best er að annar maður á lista framsóknar, Guðrún Bryndís, taki við keflinu.

Fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrsta lagi þá er almennt talið eðlilegt þegar fyrsti maður á lista fer út að aðilinn í öðru sæti taki þá við fyrsta sætinu. Annað ber vott um baktjaldamakk.

Svo vantar kvenmann í topp sæti í Reykjavík. Aðeins eitt framboð er með kvk eins og er.

Svo er Guðrún alveg ágætlega frambærileg. Hef samt ekki góðar skoðanir á henni pólitískt, hún er blaut bakvið eyrun, hefur þannig séð ekki mikið fram á að færa. Hún var í Hægri Grænum á sínum tíma, hún er fyrst og fremst lánaniðurfellingarmanneskja sem er að troða sér í sveitastjórnarmálin.

Tek það skýrt fram að ég er einungis að velta fyrir mér möguleikum sem framsókn getur notað til að fá sem mest fylgi. Sleggjan vill sjá Framsókn fá 1% í borginni þrátt fyrir það.

 Enn eitt ókeypis ráð frá Sleggjunni, notist að vild, ekkert að þakka.

kv

Sleggjan


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband