BVG á sleggjulínunni

http://bvg.is/blogg/2014/04/28/thau-plumma-sig-best

Af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist minnst óánægja vera með störf Eyglóar Þóru Harðardóttur félagsmálaráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt könnun Capacent var þriðjungur kjósenda ánægður með störf þeirra. Þó virðist enginn vita hvað þau hafa gert til að verðskulda ánægju svo stórs hóps kjósenda. Eygló Þóra og Kristján Þór hafa verið minnst áberandi allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og hvorugt þeirra hefur skandalíserað að neinu marki, ólíkt hinum. Hvorugt þeirra hefur gert mikið frá því þau tóku við ráðuneytum sínum, málaskrá þeirra er heldur fátækleg (Eygló og Kristján) og ekki er vitað til þess að nokkuð sé í bígerð af þeirra hálfu.
Kannski dugar það til vinsælda í þessum hópi að þegja og halda að sér höndum.
Jafnvel svo að vera talin til framtíðarleiðtoga á pari við heimsþekkta stjórnmálamenn.

 

 

BVG gleymir þó að segja að þegar Eygló fer í viðtöl í fjölmiðlum, þá lofar hún milljörðunum hægri vinstri. Aldrei spurð um hvenær það er á dagskrá sem hún er að gaspra um, eða hvar fjármunirnir eiga að koma. Svo er nákvæmlega ekkert sem Eygló gerir. Gjörðir fylgja ekki orðum. Sem ég tel vera mikill ókost í fari manna.

 

Hef talað um þetta í marga mánuði, gott að fleiri eru að sjá í gegnum Eygló.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef gott geingi eyglóar og kristjáns í skoðannakönunum er verkleisi hversvegna var seinasta stjórn svona óvinsæl. hún var nokkuð verklaus tókst ekki einusinni að ganga frá samníngum við e.s.b.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 10:43

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Greinilega eitthvað öðruvísi Kristinn.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2014 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband