Hægri-frjálslynd lausn. Afnemum veiðigjaldið.

Hægri-frjálslynd lausn. Afnemum veiðigjaldið.

Umræða síðustu daga um veiðigjaldið sýnir einkar vel kosti uppboðs á veiðiheimildum. Uppboð er markaðslausn þar sem fyrirtækin sjálf gefa til kynna með boðum sínum hversu hátt gjald þau ráða við og hvað raunverulegt markaðsvirði þessara réttinda er sem þau væru þá að leigja.

 

Við hægri menn viljum fara þessa markaðslausn.

Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei fara þessa leið því LÍÚ sponserar hann. 

Ég legg vonir við nýja-sjálfstæðisflokkinn sem vill ganga í ESB, lækka tolla, taka á styrkjarkerfi landbúnaðarins og nota hægri frjálslynda lausn á kvótamálin. 

Alvöru hægri flokkur.

kv

Sleggjan


mbl.is Veiðigjöldin verða 9,45 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlaut að koma að því að einhvern tíman yrðum við sammála um eitthvað.

Sjálfstæðisflokkurinn er hreint enginn hægri flokkur í dag, þetta er varðhundur sérhagsmuna og á ekkert skylt við frjálst markaðshagkerfi.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 21:08

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hlaut að koma að því Sigurður. Stefnuskrá XD er kannski svipað til hægri stefnu, en þegar gjörðirnar eru skoðaðar 20 ár aftur í tímann kemur einfaldlega annað í ljós. Þá spyr ég einfaldlega.

Hvort er betra að taka mark á, orðum eða efndum?

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 29.4.2014 kl. 22:43

3 identicon

Sæll.

Hugmyndin er alls ekki slæm en hvernig ætlar þú að koma aflaheimildunum í hendur hins opinbera? Á að taka þær af útgerðum og láta þær síðan bjóða í þær?

Vandinn í dag er að alltof margir (og ábyggilega allir stjórnmálamenn) líta á einkageirann og sennilega sérstaklega útgerðina sem skúffu sem stjórnmálamenn fara í þegar þá vantar peninga. Menn sjá ekkert athugavert við að mjólka fyrirtæki. Gamla veiðigjaldið hefði sett útgerðir á hausinn og leitt til samþjöppunar heimilda. Svo eru sömu aðilar furðu lostnir yfir atvinnuleysi (athugum vel að núverandi atvinnuleysistölur eru tóm della). Nánast allir stjórnmálamenn sjá ekki fyrir afleiðingar gjörða sinna. Svo sit sakleysingi eins og ég uppi með klúður þeirra.

Við þurfum engin veiðigjöld. Hugtakið "sameign" hefur enga lagalega merkingu þó menn séu stöðugt að reyna að gæða það einhverri merkingu. Þetta er algert grundvallaratriði sem flestum sést þó yfir.

Hvaða fiska í sjónum á t.d. Steingrímur J? Það á enginn einn eða neinn fisk í sjónum fyrr en viðkomandi hefur haft fyrir því að veiða hann. Veiðigjöld á að leggja af eins og lagt er til að ofan, við höfum tekjur af auðlindinni í gegnum skatta og þjónustu við útgerðina. Hvaðan halda menn annars að stór hluti gjaldeyristekna okkar komi?

Helgi (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 15:08

4 identicon

Já,það á að taka þær af útgerðinni, og láta þær síðan bjóða í þær.

Ekkert flókið.

Verðið ræðst á markaði, ekki í ráðuneyti.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 20:26

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi.

Rétt hjá þér að benda á það að það sé erfitt að taka af útgerðinni. Eignarrétturinn er sterkur.

Við skulum þá bara byrjá á fyrsta siginu. Láta bjóða í allan nýja kvóta. T.d. MAKRÍLINN. svo allan aukakvóta sem gefinn er út í öllum fisktegundum.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2014 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband