Nei-Sinnar með allt niðrum sig

http://www.dv.is/frettir/2014/4/29/engar-lagabreytingar-vegna-adildarvidraedna-M5CU2K/

Fimm af níu ráðherrum ríkisstjórnarinnar segja að engum lögum sem heyra undir verksvið þeirra hafi verið breytt vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í svörum þeirra við fyrirspurnum Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagði samhljóðandi fyrirspurn fyrir alla ráðherrana nýverið.

Í svörum ráðherranna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á grunni EES-samningsins sem hefði líka þurft að gera til að klára aðildarviðræður við ESB í ákveðnum köflum. Engar af þeim breytingum stafa hins vegar af viðræðunum einum saman.

 

 

slegg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestu sæmilega viti bornu fólki, sem fylgist vel með, er löngu orðið ljóst að almennt er ekkert að marka helstu nei-sinnana.

Það á ekki síst við um bloggsíðurnar sem bera út sínar blekkingar með styrkjum frá ríkinu.

Jafnvel forystumenn stjórnarflokkanna eru undir sömu sökina seldir eins og skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ sýndi eftirminnilega.

Samningurinn sem að lokum verður kosið um, hvenær sem það verður, mun því koma mörgum gleðilega á óvart.  Honum verður tekið fagnandi.

Þess vegna er talin nauðsyn á að slíta viðræðunum jafnvel þó að það séu mestu svik íslenskra stjórnmála, allavega á lýðveldistíma.

Þannig er komið í veg fyrir ESB-aðild um langa framtíð. Einnig er mikils um vert að aldrei komist upp um allar blekkingarnar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 21:29

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Furðulegt hvað nei sinnarnir hafa náð miklum árangri í sínum áróðri.

Lætur mig efast um greindarvísitölu þjóðarinnar.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 29.4.2014 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband