Viðskiptaráð les thrumubloggið

Við höfum tönglast á þessu í marga mánuði.

Fyrsta lagi koma ekki fjármunir frá vogunarsjóðunum beint eins og haldið var fram í kosningabaráttunni og af HH alla tíð.

 

Öðru lagi, ef ske kynni að eitthvað fé skolast til ríkissjóðs frá þessum aðilum, þá skal nota þá fjármuni að borga niður skuldir ríkissjóðs. Ekki splæsa á suma lántakendur.

 

Höfum fengið yfir okkur svívirðingarnar fyrir kosningar, eitthvað minna eftir kosningar. En nú eru fleiri og fleiri á þessari línu. Gott er að hafa áhrif.

kv

Sleggjan


mbl.is Greiði frekar niður skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hæ Sleggja, þú virðist því miður hafa misskilið þetta. Það sem þú vísar til að hafi verið haldið fram í einhverri kosningabaráttu er HH óviðkomandi enda hefur HH aldrei verið í kosningabaráttu og slíkt er ekki fyrirhugað af neinum.

Sko sjáðu til, þegar gengistryggðu lánin voru dæmd ólögleg og lækkuð um hundruðir milljarða þá fóru engir fjármunir frá neinum vogunarsjóðum, heldur þýddi það einfaldlega að þeir myndu ekki fá eins mikið í viðbót af fjármunum og fasteignum heimilanna eins og þeir gerðu sér hugsanlega einhverjar væntingar um á einhverjum tímapunkti.

Sömu aðferð er núna verið að beita á restina og HH hafa ekki lagt áherslu á neitt nema það síðan leiðréttingar hófust, að til þess að leysa skuldavandann þurfi fyrst og fremst að horfa á réttarfarshliðina. Nú væri örugglega lærdómsríkt fyrir kjósendur að kanna hvaða flokkar voru með slíkar áherslur á stefnuskránni og jafnframt hverjir þeirra hafa fylgt þeirri stefnu eftir í verki.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2014 kl. 00:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Aðgerðir Framsóknarmanna núna eiga lítið skylt við réttarfarshliðina.

Ég styð HH fyllilega ef Hæstiréttur dæmir lánin ólögleg og fer þá þetta mál sama farveg og gengislánin. Við skulum hafa þetta alveg á hreinu og halda þessum málum aðskyldum.

Ég er að tala um að einhverjir fjármunir skolast í ríkissjóð frá kröfuhöfum (sem gerist ekki, segi þetta bara til þess að þá hættir marr að rífast við þá sem segja að það gerist pottþétt) þá skal nota það í að lækka ríkisskuldir en ekki lækka lán sumra.

Svo þessi bankaskattur á þrotabúin. Nota hann í að lækka ríkisskuldir.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2014 kl. 11:49

3 identicon

Gaman að sjá hvað margir, sem fyrir síðustu kosningar töluðu um að þetta væri ekki hægt, tala nú um að nota þetta fé í eitthvað annað en það sem lofað var.

Sleggjan er í þessum hóp.

Sigurður (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 22:43

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sagði reyndar skýrt í sviga að ég spái þvi að það skolast ekkert í ríkissjóð frá einhverjum kröfuhöfum eða það sem þið voruð að segja fyrir kosningar.

Ég einfaldlega segi EF eitthvað skolast til (sem eg veit að gerist ekki) þá á að sjálfsögðu að borga niður skuldir ríkisins.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2014 kl. 00:01

5 identicon

Ok,

"EF" þetta er hægt, þá á að nota féð í annað en var lofað.

Kosningaloforð einskis virði hjá Sleggjunni, enda bara ætluð til þess að ljúga inn atkvæðum.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 19:15

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er á móti þeirri pólítik að lækka verðtryggð lán.

Það kemur mér ekkert við að flokkar lofa því, er það nokkuð?

Er ég þá að líta niður á kosningaloforð?

Nú er VG með loforð um að bjóða uppá gjaldfrálsa leikskóla. Ég er móti þeirri pólítík. Finnst mér þá kosningaloforð einskis virði?

Ef þér finnst það. Þá er það bara frekar furðulegt viðhorf Sigurður. Til þess að vera að þínu mati samþykkur kosningaloforðum þá þarf maður víst að samþykkja öll loforð í öllum flokkum til þess að þau sé ekki einskis virði.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2014 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband