Ríkisstarfsmaður með upphlaup út af engu

Framkvæmdastjóri SA segir að launin hjá þeim séu 500 þúsund kr.

Ég las viðtalið. Framkvæmdastjórinn var að meina heildarlaun fyrir skatta. Kom mjög skýrt fram.

 

En Kristján er æfur. Talaði um að "grunnlaun" væru 250þúsund (sem er laun án vaktaálags og styrkja), það var enginn að tala um það. 

 

Svo segir Kristján seinna að laun með vaktaálagi og styrkjum sé 480þúsund kr. Sem er nákvæmlega eitthvað um fimmhundruðkallinn alveg eins og Framkvæmdastjóri SA sagði í Fréttablaðinu.

 

Mbl.is er að skrifa frétt um eitthvað upphlaup sem er ekki fréttnæmt þegar deiluaðilarnir eru svo gott sem sammála.

kv

Sleggjan


mbl.is „Þetta hleypir illu blóði í mitt fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fær Þorsteinn þá út að verið sé að fara fram á að 25,6% hækkun á mánaðarlaunum jafngildi 120-130 þúsund krónum? Það semur enginn um hækkun á heildarlaunum. Þorsteinn er augljóslega að blása út krónutöluna sem verið er að fara fram á, því að 25,6% hækkun á grunnlaunum myndi jafngilda um 62.500kr hækkun. Einhvers staðar er misræmi.

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 14:35

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú nefnir bara þetta með 25,6% , sem þýðir að annað stenst skoðun, hans athugsemdir og mín bloggfærsla.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 25.4.2014 kl. 19:01

3 identicon

Hvaða fjandans máli skiptir hvað laun eru fyrir þjófnað ríkis og lífeyrissjóða, það sem skiptir máli er sú upphæð sem útborguð er. Og já það er þjófnaður að taka skatta af launum þegar það er staðreynd að allt sem keypt er fyrir þau laun sem eftir standa er skattlagt. Og ekki má gleyma þeim 63 þjófum sem fá sjálfúthlutuð "laun" af sköttum þeirra sem vinna heiðarlega fyrir sér.

Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 23:48

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einar

Það  má mín vegna tala um laun eftir skatt. En þá skal allstaðar tala þannig og til að fá samanburðinn.

Nú er lenskan í fjölmiðlum og samfélaginu að tala um laun fyrir skatt, þá geri ég það líka til að hafa samanburðin goðan því ég er að benda á málflutning ýmissa aðila sem tala um laun fyrir skatt. Það mundi skapa misskilning ef ég mundi skipta yfir laun E. skatt en taka samanburðarmálflutning sem tala um laun F. skatt.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2014 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband