Ennþá hægt að hætta við

Það er enn hægt að hætta við mesta glapræði Íslandssögunnar.

 

Það þarf hinvegar stjórnmálamenn með bein í nefinu. Ég horfi til Sjáflstæðismanna.

 

Ein leið og sú áhrifaríkasta er auðvitað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og taka upp samstarf við aðra flokka eða boða til kosninga.

Hin leiðin er bara að greiða atkvæði á móti þessu. Framsóknarflokkurinn verður bara take it or leave it. Flokkurinn hefur engan áhuga að ganga til kosninga með 11% fylgi skv nýjustu könnun.

 

 

Þessi millifærlsa á almannafé til sumra er glapræði og ég kalla þetta versta meðferð á almannafé í manna minnum.

kv

Sleggjan


mbl.is 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta glapræði. Þetta var kosnaðurinn að fara í stjórn. Minnir óneitanlega á Íbúðarlánasjóðsbullið og 90% lánin sem eiga eftir að bitna á íslenskum skattgreiðendum næstu áratugi.

Það var og eru engir aðrir raunverulegir kostir á borðinu fyrir Sjálfstæðismenn sem stjórnarflokkur ef menn vildu loka Evrópubandalagsaðild bæði Samfylkingin og Björt Framtíð hafa væntanlega sett það sem skilyrði. Ég held að það sé gríðarleg persónuleg óvild milli margra Sjálfstæðismanna og Samfylkingar og Vinstri Grænna sem sést af umræðunni. Menn eru hreinlega búnir að læsa sig utan í Framsóknarflokknum.

Ef efnt yrði til kosninga yrði staðan í raun sú sama nema það að Framsóknarflokkurinn krumpar niður að 10%. Ég efast um að kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins verði þá miklu meiri en 25% þegar talið verður úr kössunum. Eina von hægrimanna er að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og byrja með nýja kennitölu, alvöru og segja skilið við FramsóknarSjálfstæðisflokkinn enda er sóknarfærið þarna enda óánægðir Samfylkingarmenn með hægri arm Alþýðuflokksins fyrverandi, fylgi Pírata, óánægðir og fyrrum Framsóknarmenn úr frjálslynda hluta hans auk þess stór sneið úr Sjálfstæðisflokknum.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 18:13

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gott pólítíkst nef sem Gunnr er með.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2014 kl. 19:49

3 identicon

Hvað hefði kostað að fara leið sjalla, sem lofuðu 20% flatri leiðréttingu handa öllum fyrir síðustu kosningar?

Er ekki ágætt að framsókn náði að bremsa sjallana í því rugli?

Held það.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband