Nokkrar skýringar á þessu góða gengi

Mál Hönnu Birnu hefur verið erfitt þannig að þetta góða fylgi er mikið ánægjuefni.

Almenningur er fyrst og fremst þakklát fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að einfalda VSK og lækka skatta.

Svo ætla þeir að afnema tolla og vörugjöld.

Svo hefur Illhugi staðið sig vel í að stytta framhaldsskólann..... og nú er grunnskólinn eftir.

Svo hefur Kristján Júlíusson stalað fyrir fjölbreyttari rekstri innan heilbrigðiskerfið sem mun auka frelsi og hagkvæmni ásamt því að tala fyrir því að afnema þessa refsistefnu í fíkniefnamálum. 

Þetta eru allt hlutir sem almenningur líkar vel við og þessvegan er XD að mæla stærstur á Íslandi og hann er að gefa í.

hvells


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Margar lýs munu koma sér fyrir á mínu höfði til þess að geta dottið þaðan dauðar ef þessir pésar afreka að afnema tolla og vörugjöld hérna.

Það væri of gott fyrir alþýðuna til þess að geta gerst.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.9.2014 kl. 04:43

2 identicon

"Almenningur er fyrst og fremst þakklát fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að einfalda VSK og lækka skatta."

Þessi einföldum á vsk munn hækka matarskattinn sem að munn koma sér ílla fyrir mig. Fatta ekki af hverju ég á að vera ánægður með þetta. Hvað lækkun á vorugjöldum og tollum varðar að þá munn enginn græða á því nema kaupmannadjöflanir sem að munnu klárlega nota tækifærið til að hækka álagningu. Frekar ætti að lækka tekjuskatta eða persónuafslátt. 

maður (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 05:35

3 identicon

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn er að auka fylgi sitt á kostnað Framsóknarflokksins enda er trúverðugleiki Sigmundar Davíðs síhrapandi og flokkurinn er kominn niður í 11% og þetta er þróun sem ég spái því að haldi áfram. Sjálfstæðsflokkurinn er næstum með 3falt meiri fylgi en Framsóknarflokkurinn. Fylgi flokksins er óbreytt frá síðasta mánuði enda er þessi "fylgisaukning" langt innan við vikmörk.

Því miður er þetta Hönnu Birnu máli alls ekki lokið og er ótrúlega klaufalegt. Algjör dómgreindarbrestur enda brot á stjórnskipunni. Það að yfir höfuð tala við lögreglustjóra um þetta mál er algjört "tabú" og hún fór óralangt yfir strikið með aðstoðarmönnum. Hálfsannleikur, orðhengilsháttur og annað er ekkert annað en PR katastrófa. Hún fer í yfirheyslur hjá Alþingi og sannleikurinn verður togaður upp úr henni smám saman. Í öðrum löndum segir fólk af sér, eða er látið segja af sér fyrir flokkinn. Á Íslandi hanga þeir eins og hundar á roði. Mál þessa innflytjanda er algjört aukaatriði í þessu máli.

Bjarni klárlega styrkir stöðu sína með þessu.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 07:16

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það sem ég les úr þessari bloggfærlsu er : Þeir ætla, þeir ætla, hann mun, þetta mun........

Hvar eru efndirnar. Ekkert hefur komið frá XD concrete. Bara orð.

Sleggjan fellur bara fyrir gjörðum, ekki orðum.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2014 kl. 08:28

5 identicon

Að tala um gott gengi Sjálfstæðisflokksins með 28% fylgi er að taka all mikið upp í sig fylgi flokksins er í sögulegu lágmarki.

Þetta sýnir í raun að núverandi stjórn er í raun kolfallinn þegar stjórnin er rétt 16 mánaða gömul. Yfirleitt spila menn út óvinsælustu aðgerðunum í byrjun kjörtímabilsins. Rífa upp plásturinn en hér fara menn aðra leið. Það er næstum víst að þetta verði ekki nema eins kjörtímabils ríkisstjórn. Það er flestum ljóst að menn komu illa undirbúnir í stólanna og voru augljóslega ekki búin að gera heimavinnuna. Nú á stjórnin ekki nema innan við 32 mánaða líf og síðasta kjörtímabil fyrir kosningar er venjulega erfitt að koma með erfiðar aðgerðir og freistingin að sópa málum undir teppið enda kallast fjárlög á kosningaári, kosningafjárlög.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 08:36

6 identicon

Spurningin er hvort menn ætla að reyna að rjúfa gjaldeyrishöftin á kosningaári, næsta vor er kjörtímabil núverandi stjórnar hálfnað. Væntanlega verður núverandi stjórnarandstaða ekkert mildari en fráfarandi stjórnarandstaða og fylgið hefur í raun fjarað undan núverandi stjórn og er nærri 1/3 þjóðarinnar sem styður stjórnina og allar erfiðu og óvinsælu aðgerðirnar eru eftir.

Menn náðu jafnvægi í ríkisbúskapnum með bókhalds"trikki" þeas nota "hagnaðinn" af Landsbankanum til að dekka gatið og hann byggist á að menn eru að skrá upp veðhæfni. Það getur vel verið að mönnum takist að veifa þessu fyrst um sinn. Ef menn fara að losa um höftin snarlækka veð þegar fasteignamarkaðurinn tekur dýfu með krónugenginu og það kemur þá niður á ríkissjóði þannig að menn eru svo óralangt frá að vera komnir út úr skóginum menn eru nú rétt að nálgast skógarjaðarinn eftir að hafa verið í skjóli í 6 ár.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 08:55

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar sjallar segjast ætla að ,,einfalda" skattakerfið o.s.frv. - þá þýðir það að þeir ætla að láta hina verr stæðu borga meira en áta hina betur stæðu borga minna.

Ennfremur er alveg ljóst og hefur verið lengi, að 25% er algjört fasta- og áskriftafylgi sjallaflokks.

Um 5-10% íbúa hérna eru elítan, auðmenn og sérhagsmunaskunkar, moldríkir sjallar og framsóknarmenn o.s.frv. Þeir kjósa alltaf sjalla. Alltaf. Enda sjallaflokkur pólitískur armur auðmanna og elítunnar.

Nú, önnur 5-10% eru frekar vel stæðir einstaklingar sem langar óskaplega að komast í elítuflokkinn.

Síðasti 5-10% hópurinn er svo pólitískir fábjánar sem halda að pólitík sé svipað og enska knattspyrnan. Þ.e. að menn haldi með ákv. liðum o.s.frv.

Þannig að sjallaflokkur hefur nákvæmlega ekkert, ekkert, með almenning að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2014 kl. 09:08

8 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að stjórnarandstaðan er í algerum ruslflokki, gjörsamlega laus við allan trúverðugleika.

Samfylking og Vg brugðust landsmönnum algerlega í síðustu stjórn, og björt framtíð fyrir sjálfa sig hefur engin markmið eða baráttumál önnur en að redda sjálfum sér þægilegri innivinnu.

Jú, og breyta klukkunni.

Sigmundur tætir sig svo niður með bulli á við að erlendur matur ógni heilsu heimsbyggðarinnar.

Það eina sem þarf að gera til að bera af innan um þetta rusl er að steinhalda kjafti.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 09:40

9 identicon

Ómar, þetta er nú ekki rótækari en svo að gamli Alþýðuflokkurinn hafði þetta á sinni stefnuskrá.

Spurningin er á hvaða vegferð er Samfylkingin? Ætla þau að verða eins og gamli Alþýðuflokkurinn eins og hann var fyrir 2 áratugum á línu við td. jafnaðarflokka Norðurlanda eða eins og gamla Alþýðubandalagið.

Klárlega er hér svigrúm fyrir alvöru hægri miðflokk sem augljóslega mun ekki taka fylgi frá FramsóknarSjálfstæðisflokknum en einnig frá Bjartri Framtíð, Pírötum og Samfylkingu.

Það að hækka barnabætur og hækka persónufrádrátt nýtist láglaunafólki best.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 09:44

10 identicon

Ómar minn það verður ekki beint sagt að það sé nein sérstök tiltrú á neinum stjórnmálaflokki og fyrrum stjórn var í raun sparkað af kjósendum og beið mesta kosningaósigur Lýðveldissögunnar.

Ég get ekki beint séð að þeir séu að ávinna sér traust þrátt fyrir furðufuglinn Sigmund Davíð en tiltrúin á honum er í raun á leið í ruslflokk og það kæmi mér ekki á óvart að hann kastaði inn handklæði enda virðist hann ekki þola mótlæti. Vestfirðingarnir Jón Baldvin, Ólafur Ragnar Grímsson nærðust og ÓRG nærist á mótlæti en SDG hefur ekki þann bakgrunn.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 09:52

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver var að tala um ,,rottækni"? Ekki eg. Eg var að segja hvað það þýddi þegar þið sjallar farið að tala um að,,einfalda skattakerfið". Það þýðir það sem eg hef lýst og þarf varla að endurtaka - og þó. Sennilega þarf að endurtaka það svona þúsund sinnum svo fylgismenn sjalla og framsóknarmanna skilji.

Nú, varðandi Jafnaðarstjórninna, að þá var henni bolað frá völdum með óskaparlygum og própaganda elítuflokkanna sem þið sjallar og framsóknarmenn böðluðu síðan til einvalda hérna aftur - með tilheyrandi hörmungum fyrir hinna verr stæðu í samfélagi. Tilheyrandi skaða fyrir land og lýð.

Framsjallavitlysingar sem þora ekki að skrifa undir nafni vegna þess að þeir skammast sín svo fyrir óþverraverk flokka sinna - þeir ættu að hafa vit á að halda helv. kjafti.

Aumkunarverðir vesalingar og ómenni þessi framsjallabjálfar og óþverrar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2014 kl. 10:04

12 identicon

Þú virðist með nokkuð sérstætt minni Ómar.

Það fjaraði undan stjórninni sem var í raun Þjóðvaki og Alþýðubandalagsarmur Samfylkingarinnar ásamt Vinstri Grænum sem festist á strandstað. Þau komu fram með loforðið "Skjaldborgin um heimilin" og allir bjuggust við miklu.

Þau tóku við hörmulegu búi en í raun gerðist fátt og smátt síðstu tvö árin meðan stjórnin breyttist í minnihlutastjórn þegar fjaraði undan þingstyrknum.

Þjóðinni var vafið inn í skuldir. Keyptu Landsbankann og tóku inn þrotabú Sparisjóð Keflavíkur og álíka gáfulegt.

Hið markþvælda Icesave málið varð þeirra Akkilesarhæll enda er þetta ör á íslenskri þjóðarsál og staðreyndir eru ekki beint það sem íslensk þjóðarsál og íslenskir kjósendur eru mest uppteknir af.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband