Ekkert nema villimenn

Hamas eru villimenn, virða ekki vopnahlé. Kemur reyndar ekki á óvart.

Þetta eru hryðjuverkasamtök (skilgreining frá ESB og USA). Fela sig innan um borgara. Inn í skólum og sjúkrahúsum.

Hatrið skín í gegn.

 

Svo eru Íslendingar að verja þetta lið! 

kv

Sleggjan 


mbl.is Hamas virtu ekki vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ef Íslendingar væru kúgaðir, pyntaðir, fangelsaðir, drepnir og svívirtir af nágrönnum sínum á sama hátt Palestínumenn af Ísraelum þá væri hver sá sem ekki tæki upp vopn föðurlandssvikari.  Hamas eru andspyrnusamtök á sama hátt og andspyrna Frakka í seinni heimsstyrjöldinni beitti sér gegn ofríki þjóðverja.

Óskar, 26.7.2014 kl. 22:23

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Óskar

Þarna ferður með staðlausa stafi. 

Bara bull. Það sem kallað er rant á ensku.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2014 kl. 22:44

3 identicon

Ad líkja Hamas vid andspyrnuhreyfingua i seinni heymstyrjoldinn, er módgun fyrir alla thá sem í henni voru. Hamas eru ofga hrydjuverkamenn sem hika ekki vid ad forna konum og bornum fyrir thennan hrylling sem their telja sig vera ad standa fyrir. Thad gerdi andspyrnuhreyfinginn ekki, enda allt annad sem their stodu fyrir heldur en thessi althjóda vidurkenndu hrydjuverkasamtok Hamas ,sem sumir uppá Íslandi elska.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 22:48

4 identicon

Sleggjan tekur afstöðu með barnamorðingjum:

http://www.dv.is/blogg/gunnar-waage/2014/7/25/32-israelskir-barnamordingar/

Nonni (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 22:57

5 Smámynd: Óskar

Sleggja, staðlausir stafir ?  Hvað af þessu er rangt ?  Hefur þú búið í helli undanfarna áratugi ?

Sigurður nei,  Ísraelar hafa kúgað Palestínumenn í áratugi, stolið svo til öllu landi þeirra, drepið tugi þúsunda, þar af nokkur hundruð börn bara á síðustu 3 vikum, sprengt sjúkrahús og skóla, sprengt börn að leik á ströndinni.  Hverjir eru svo hryðjuverkamennirnir í þínum augum ?  Þeir sem svara þessum fjöldamorðum!  Taktu til í kollinum á þér vinur.

Óskar, 26.7.2014 kl. 22:59

6 identicon

Vinsamlega horfið á þetta myndband, hugsið í 5 mínútur og segið mér álit ykkar á þessum þremur viðmælendum spyrilsins. Þessi vinkill bætir ákveðinni vídd í skilning á þessu mál, sem er nauðsynlegt að hafa til að geta sagt neitt af viti. Megi friður og bræðralag ríkja milli gyðinga og araba.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

Pax Oriental (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 23:30

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hamasliðar eru víst ekki það sama og Palestínubúar, ef ég hef skilið rétt. Eða hvað? 

Hverjir eru þessir Hamasliðar? Hverjir eru Palestínustjórnendur?

Það verður að rjúfa þennan heimsveldis-hertökuvítahring.

Páfaveldið heimshertakandi (bæði fyrr og nú), hleður kannski vopnabúnaðinn og gefur fyrirskipanir til æðstu manna, báðu megin við landamærin sem á að hundsa? Og stýrir jafnvel æðstu toppum Sameinsuðuþjóða-samtakanna líka, að því er virðist.

Það kæmi mér ekki á óvart, eftir að hafa fylgst með þróuninni í dálítinn tíma.

Þeir sem vilja frið, rjúfa ekki vopnahlé og friðartilraunir. Gildir um báðar hliðar. 

Ísraelsstjórinn (hver sem hann er bak við tjöldin), hefur fyrir nokkrum mánuðum rofið vopnahlé líka, ef ég man rétt. Hvers vegna?

Það verða allir hertökustjórar að svara fyrir svona helfarir, sem látnar eru ganga yfir fjölda fólks í mörgum ríkjum. Það gleymist stundum að tala um helfarirnar í: Líbýu, Sýrlandi, Líbanon, Úkraínu, Írak, Íran, Afganistan, Rúanda, og restina af heiminum. Og ekki síst Afríku og Asíuríki. Malasía?

Helsjúkir bankaræningjar og verðbréfa-spilafíklar haga sér eins og hundar með hundaæði, sem fá að ganga lausir. Þeir verða að fá einhverskonar stopp á sig og sín voðaverk, og læknishjálp við fíknisjúkdómnum. Þetta er sjúkt heimsfjármálakerfi, sem drepur saklaust varnarlaust fólk eins og skepnur í sláturhúsi, með sjúku fólki! Eins og í helförinni! Skepnur í sláturhúsi eru meðhöndlaðar á mannúðlegri hátt sumstaðar í heiminum.

Páfinn gæti tekið fyrsta skrefið í að fordæma/banna hertöku/slátrun/landrán og þjóðar/útrýmingarhelfarir, ef hann vill bjarga einhverju öðru en villimennskunni. Ekki skortir hann auð og völd til að beita sér fyrir friði. Kannski skortir hann raunverulega kærleiks-friðarhugsjón, og ódrepandi sálarviljastyrk? Nú reynir á hann og hans templaralið, að sýna í verki hver hann og hans valdalið raunverulega er!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2014 kl. 00:07

8 identicon

Það voru engir sjúklingar eða starfsfólk í sjúkrahúsinu þegar ísraelsmenn sprengdu það.Það eru til upptökur af því þegar herinn talar við yfirmann sjúkrahússins áður en þeir létu til skarar skríða.Hamas menn voru með sprengjur þar og önnur vopn sem þeir notuðu til að fela.

Sömuleiðis voru UN menn búnir að segja að hamas geymdi vopn og sprengjur í höfuðstöðum UN.

Kristín (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 00:14

9 identicon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir spyr hvers vegna Ísraelar hafi ekki fallist á vopnahlé? Það er afþví að skilyrðin að hálfu Hamas voru sakauppgjöf allra Hamasliða í fangelsum og að sleppa þeim öllum úr haldi strax, þar á meðal ófáum sjálfsmorðsárásarmönnum og öðrum lífshættulegum mönnum. Ef þú heldur það sé óþægilegt að búa nálægt barnanýðingi, reyndu þá að fara skrefinu lengra og ímynda þér hvernig er að búa nálægt barnamorðingja, sem hefur mest yndi af því að myrða börn af öllu.

Má ég kynna fyrir þér einn slíkan, einn af mörgum. Sjónvarpsstjörnuna, milljónamæringinn og "þjóðhetjuna" Ahlam Tamimi sem hefur það meðal annars á afrekaskránni að vera mastermindið bak við fjöldamorð á pizzastaðnum Sbarro þar sem voru bara fjölskyldufólk, óbreyttir borgarar, margir af þeim ísraelskir arabar og ferðamenn frá ýmsum löndum, og var fyrir vikið lýst "þjóðhetja" af óhuggulega stórum hluta Palestínumanna.

Ungfrú Tamimi montar sig af hryðjuverkunum: http://www.youtube.com/watch?v=Iq28f0VztYw

Um hinn nýja sjónvarpsþátt Ahlam Tamimi á sjónvarpsstöð Hamas samtakanna. http://www.jewishpress.com/tag/ahlam-tamimi/

Ofsafenginn gleðihlátur Ahlam Tamimi fyrst þegar hún frétti henni hefði tekist að myrða fleiri börn en ætlunin var: http://www.youtube.com/watch?v=xLXAwETtu0Q

Palestínska sjónvarpið heiðrar sjálfsmorðsárásarmann sem réðst á fjölskyldufólk á Sbarro og myrti börn og foreldra (sama Sbarro og var í Kringlunni?): http://www.youtube.com/watch?v=0_IxSlbDTBI Sá maður var samverkamaður Ahlam Tamimi við ódæðisverk.

Í lok þessa viðtals við Ahlam Tamimi er viðtal við foreldra þessa samverkamanns hennar sem lýsa stollti og gleði yfir syni sínum og ánægju með hans verk og "píslarvotts" dauða hans og hve mörg börn hann hafi myrt: http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

Hamas heimtar nú að fá fjölda slíka lausa í viðbót við þessa nýju Ophruh Winfrey Palestínumanna ef svo má segja (í kaldhæðni), og þið skiljið kannski frekar núna hvers vegna Ísraelar geta ekki auðveldlega fallist á slíkt vopnahlé.

Frú Tamimi er bara ein af mörgum, mörgum.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

Þannig að afhverju, Frú Anna Sigríður? Svarið er einfalt. Ísraelar hafa lært af reynslunni og hafa ekki efni á að fleiri fjöldamorðingjar verði stórstjörnur í Palestínu! Frá Ahlam er heigull sem boðar Jihad og réttlætir morð á börnum og sakleysingjum. Hennar fylgjendur hafa aldrei ráðist á lögreglumann, hermann eða ráðherra. Þetta eru heiglar sem ráðast kerfisbundið á veikustu meðlimi samfélagsins og einbeita sér einkum að rútum, strætisvögnum, skólum og dansstöðum táninga. Mestu heiglarnir er fólkið eins og Ahlam sem velur Jihadista og veitir sálfræðilega þjálfun og undirbúning til verksins en gengur ekki sjálft í opinn dauðan þegar það sendir ódæðismennina til helvítis.

Hvað finnst þér Anna Sigríður? Hefði Ísrael bara átt að fallast á skilyrði Hamas og fá fleiri svona lausa?

Sannleikurinn er hér, en þorirðu að kynna þér hann? (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 01:10

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar IP (þú hefur nú vonandi líka eitthvert nothæft nafn?). Ég er ekki Frú, svo þú getur sparað þann "virðingar" titil fyrir framan mitt nafn.

Ég hræddari við afleiðingar ofbeldis og lygasamfélagsins, en afleiðingar þess að leita sannleikans og heiðarlegs ofbeldislauss réttlætis, eftir fremsta megni. Ef þú getur gefið mér ráð og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að bæta mig í leitinni að sannleikanum og ófbeldislau réttlæti, þá er það vel þegið. Ef þú hefur fylgst með, þá veistu að ég er ekki stuðningsmanneskja pyntinga/ofbeldis af nokkru tagi, né barnamorða. En ekki reikna ég með að heiðarleikinn og sannleiksleitin færi mér neitt annað en eitthvað slæmt, frá þeim sem vilja þagga niður allar umræður, sem ekki eru skipulagðar af æðsta peningavaldinu.

Það er víst ekki áhættulaust, að gera sitt besta í að komast til botns í öllu þessu trúarbragða-stríðsbrjálæði, og gera þá kröfu að fólk hagi sér eins og það sé sæmilega siðmenntað.

Það má ekki gleymast, að allir eru mannlegir. Engin öfgafull trúarbrögð né stríð  bæta hegðun og hugarfar fólks.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2014 kl. 17:15

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...fyrirgefið prentvillurnar, en þetta skilst...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2014 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband