Ísland er svo sérstakt

Í fyrsta lagi þá finnst mér þessi regla glórulaus. Ástæðan fyrir hruninu var vegna þessara ríkisábyrgðar. Stjórnendur bankana tóku alltof stóra áhættu vegna þess að þeir vissu að gróðinn væri einkavæddur og tapið ríkisvætt. Það skapaði stórann umboðsvanda.

Hvað vilja möppudýrin gera?

Jú auka ríkisábyrgðina....  auka lagasetninguna sem leyddi til hrunsins.

Velg gert. Þetta er merki um það að stjórnmálamenn hafa aldrei stundað atvinnurekstur eða starfað í einkageiranum.

En rökin sem Guðlaugur kemur með heldur ekki vatni. Við Íslendingar getum ekki staðið við þetta. En hverju ætti önnur lönd frekar að standa við þetta? Bankakerfið er ekkert umfangsminna í Evrópu. 

hvells


mbl.is Ný tilskipun rædd í byrjun ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er með þrjá banka. Tryggingar ganga út á að dreifa áhættu. Kerfið er með uppruna sinn í USA og dugar þar sem um er að ræða marga tiltölulega smáa banka.

Það má síðan deila um hvort að þetti eigi við um lönd ESB sérstaklega smærri löndin, en eitt er víst að við getum ekki bætt þessum ríkisábyrgðum á okkur.

Guðlaugur Þór Þórðarson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 10:36

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað á ekki að vera Ríkisábyrgð á starfsemi einkabanka, til þess eru tryggingarsjóðir.

Ef það á að vera Ríkisábyrgð á starfsemi bankana, afhverju ekki annara fyrirtækja?

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 27.6.2014 kl. 10:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til þess að þetta geti virkað þarf innstæðutryggingasjóður að hafa slitastjórnarvald. Þannig er það í Bandaríkjunum og þó svo að hundruðir banka hafi fallið þar í landi frá byrjun bankakreppunnar fréttum við yfirleitt ekki einu sinni af því, vegna þess að fyrirkomulagið virkar.

Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er slitastjórnarvaldi hér á landi komið fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu, sem hefur notað það vald til að stofna nýja banka og skipa þeim stjórnendur, sem gerir að verkum að nýir bankar eru á framfæri Fjármálaeftirlitis og það er því vanhæft til að hafa eftirlit með. Sönnun þess liggur í því að ef við hefðum raunverulegt Fjármálaeftirlit væri búið að loka þessum bönkum sem stunda ekkert annað en skipulagða glæpastarfsemi.

Fjármálaeftirlitið hefur líka beinlínis misnotað slitastjórnavald sitt, til dæmis þegar það stofnaði Dróma án þess að fyrir því væri nein lagaheimild, með hörmulegum afleiðingum fyrir fyrrum viðskiptavini SPRON og Frjálsa. Þannig hefur Fjármálaeftirlitið sýnt í verki að því er ekki treystandi fyrir þessu valdi. Stofnunin á að hafa eftirlit með, en ekki vera gerandi og virkur þáttakandi í fjármálastarfsemi, því hún getur ekki haft eftirlit með sjálfri.

Varðandi tilskipunina um innstæðutryggingar þá ætluðu þáverandi þingmenn að innleiða hana haustið 2010  með lagafrumvarpi. Þetta var í miðri Icesave deilunni, og virtist frumvarpið vera lagt þannig upp að það væri beinlínis liður í tilraunum þáverandi meirihluta til að koma á ríkisábyrgð á innstæðutryggingum. Hópur sem ég á aðild að sendi efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um málið. Ég var í kjölfarið boðaður á fund nefndarinnar þar sem ég útskýrði í þaula fyrir þeim að okkur væri fulljóst hvað þau væru að reyna að gera og að séð yrði til að þau kæmust ekki upp með það án afleiðinga fyrir pólitískt orðspor þeirra í framtíðinni. Eftir þetta var málið svæft og aldrei afgreitt út úr nefnd.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað núverandi meirihluti gerir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2014 kl. 12:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

...getur ekki haft eftirlit með sjálfri sér. - átti auðvitað að standa þarna

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2014 kl. 12:38

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eru tvær meginvillur í þessu hjá honum.

1. Fjármálastofnanir borga innstæðutrygginguna. Það að ríkisvald eða stofnanir þess þurfi að koma inn tímabundið er önnur umræða.

2. Það er ekkert öðruvísi við almenning á Íslandi en í öðrum löndum að því leiti að almenningur á alveg rétt á sömu neytendavernd og aðrir ESB borgarar.

En það er alltaf sama sagan með þá sjallanna og afleggjara þeirr framsóknarmenn. Það eina sem þeir hugsa um er að svifta almenning öllum réttindum svo þeir geti seilst ofan í vasa almúgans og flutt undir elíturassa.

Eg veit nú ekki betur en þessi guðlaugur hafi verið pungsveittur ásamt brynjari níelsar við að ausa fjármunum almennings úr landskassanum til vel stæðra einstaklinga aðallega á reykjavíkursvæðinu á kostnað hinna verst stæðu í samfélagi.

Þá vantar ekki peninga hjá þeim framsjöllum!

Svo ættu þeir framsjallar að fara að andskotast að grjótahalda kjafti og andskota sér á hrægammaskytterí og koma með þessa 800 milljarða sem þeir lofuðu þegar þeir lugu g sviku sig til einvalda hérna með ofbeldisprópaganda.

Það eina sem þetta getur er að ljúga og svíkja ásat seilast í vasa alþýðunnar á milli þess sem þetta bullar eins og fífl á Sjallastöðinni ÍNN eða framsóknarfordómastöðinni ÚS.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2014 kl. 16:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Svo ættu þeir framsjallar að grjótahalda kjafti og andskota sér á hrægammaskytterí og koma með þessa 800 milljarða sem þeir lofuðu þegar þeir lugu og sviku sig til einvalda hérna með ofbeldisprópaganda."

Ps. eg hef fengið nóg af ofbeldisprópaganda, bulli og níðingsskap framsjalla gagnvart þjóðinni.

Miklu meira en nóg.

Þetta er þvílíkt skítahyski og pakk að 1/100 vri miklu meira en nóg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2014 kl. 16:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Bjarki, þú ferð sennilega að hrökkva upp af af einberum eigin æsingi.

En fráleitt er að leggja þessa ábyrgð (nær fimmfalt meiri en átti að hvíla á tryggingasjóðunum) á ríkið og þar með á herðar landsmanna. Ný kreppa gæti riðið yfir og hefði þá enn hrikalegri afleiðingar, ef þessi ESB-regla væri orðin regla hér!!!

Það væri ljót hefnd ESB-skakklappa- og þverhausaliðsins í Armani-deildinni ef þeim tækist að koma þessu á hér, eftir að hafa tapað fyrir okkur og réttlætinu í Icesave-deilunni.

Jón Valur Jensson, 27.6.2014 kl. 21:51

8 identicon

það var að vísu engin ríkisábyrgð á bönkunum fyrir hrun.

En eftir hrunið var sú skoðun ráðandi að það þyrfti að koma upp kerfi þar sem bankarnir mættu falla án þess að það lenti á skattgreiðendum, það væri ótækt að banksterar fengju að haga sér að vild, vitandi að ef ílla fer þá tekur ríkið skellinn.

Niðurstaðan er sem sagt sú að fimmfalda innstæðutrygginguna og skella á hana ríkisábyrgð?????????

Hafi banksterar verið glannalegir fyrir hrun, þá geta menn nú ímyndað sér leikinn framundan þegar veðmálin þeirra eru komin með ríkisábyrgð.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 13:26

9 identicon

Ekki er síður furðulegt að horfa á þingmanninn kvarta undan tilskipunum sem er búið að ákveða af ESB, og vera á sama tíma að reyna að telja okkur trú um að það væri afsal fullveldis að setjast við borðið og taka þátt í því að móta þessar reglur.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 13:29

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Voðalega geta framsjallar verið takmarkaðir. Hlýtur að stafa af heimsku í sambland við þjóðníngsskap. Vilja sífellt níðast á sinni eigin þjóð og berja alþýðu manna, seylast í vasa hennar til að moka undir elíturassa.

Eg barasta skil ekki svona hegðun.

Það er engin ríkisábyrgð - nema þá að þeir framsjallar vilji það sérstaklega í sínu einveldisfyrirkomulagi.

Fjármálastofnanir borga trygginguna. Halló.

Ef þeir framsjallar geta ekki framkvæmt svona einfallt atriði - þá verður bara að fá ESB til að taka við hérna.

Og reyndar er augljóst að það væri best. Framsjallar hafa aldrei haft neitt fjármálavit og haffa alla tíð sett allt lóðbeint á hausinn sem þeir koma nálægt eftir að hafa gjörtæmt alla sjóði sem þeir mögulega komast í.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2014 kl. 13:47

11 identicon

Eru ekki til einhver úrræði í heilbrigðiskerfinu handa þessum Ómari Bjarka....?

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 14:44

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt orðalagi núgildandi tilskipunar 94/19 er það skylda aðildarríkja að koma á fót innstæðutryggingasjóði, sem ber ábyrgð á að tryggja innstæður. Hér á Íslandi var farin sú leið að stofna sjálfeignarstofnun sem nýtur ekki ríkisábyrgðar, og hefur sú leið verið viðurkennd af EFTA-dómstólnum.

Nýja tilskipunin er aftur á móti orðuð þannig að aðildarríkjum beri að tryggja að innstæðueigendur njóti verndar upp að 100.000 EUR. Athugið að fjárhæðin er jafnframt gengistryggð, svo þetta hækkar í krónum ef gengið lækkar.

Ef aðildarríkjunum ber að tryggja þessar fjárhæðir, er það ríkisábyrgð.

Slíkt fyrirkomulag getur ekki gengið upp hér á landi, og þess vegna þarf að leggjast gegn því að þetta verði innleitt án nokkurra fyrirvara.

Látum svo vera hvort þetta gengur upp í ESB ríkjunum, það er þeirra mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2014 kl. 15:06

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigi kemur á óvart að sjá framsjalla æða fram hamslausa af bræði gagnvart réttindum almennings og vilja moka fjármunum undir elíturassa og jafnframt vilja alls-ekki að fjármagnsöflin þurfi á nokkurn hátt að bera ábygð á einu né neinu.

Já já, segja framsjallar, fjármagnsöflin mega bara stela frá almenningi eftir behag.

Þetta kemur eigi á óvart.

Komandi frá mönnum sem réðust á ríkiskassann með ofbeldi og mokuðu úr honum til vel stæðra stóreignamanna á reykjavíkursvæðinu á kostnað sjúkra og hinna alverst settu í samfélagi.

Framsjallar kunna einfaldlega ekki að skammast sín. Siðlaust skítapakk og hyski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2014 kl. 15:18

14 identicon

jahérna....

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 17:26

15 identicon

Ef menn deila ekki sömu skoðun og ÓBK, þá eru menn stimplaðir

af honum sem "framsjallar", "þjóðrembingar", "skítapakk", "hyski",

"þjóðníðingar" og í versta falli "rasistar".

Er nema von, að ekki sé hægt að halda uppi málefnalegri

umræðum við svona fólk, þegar þeir gefa sér sjálfum það

fyrir víst, að vera yfir aðra hafðir með vitsmunum og þekkingu.

Eflaust, eftir þessa yfirlýsingu, uppfylli ég allt sem ÓBK

hefur óþol á. 

En þetta er því miður, oftast nauðvörn þeirra, sem 

hafa ekkert uppbyggilegt til málanna að leggja, nema

að nota illkvittin lýsingarorð til að fegra sína heimsku.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 00:20

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gamli Icesave-samninga-trúboðinn Ómar Bjarki Kristjánsson virðist engan veginn kunna að skammast sín.

Jón Valur Jensson, 29.6.2014 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband