Gott mál fyrir okkur hægri menn sem viljum lægri skatta

Þetta er jákvætt skref fyrir okkur hægri menn sem viljum lægri skatta.

Þeir sem stunda lögbrot á við svarta starfsemi skekkja samkeppnisumhverfið.

Því fleiri lögleg starfsemi, því meiri skattur í ríkiskassann, þá skapast meiri hvati til skattalækkana sem er jákvætt fyrir okkur.

Endamarkmiðið er þó alltaf að hafa skatta svo lága að það borgi sig ekki (ekki áhættunnar virði) að svindla á skattinum og allt gefið upp.

kv

Sleggjan


mbl.is Varað var við eftirliti lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna er ekki búið að loka öllum öldur húsum , veitingahúsum og mörgum hótelum í 101 Reykjavík ?

Allir rekstrar aðilar eru kennitöluflakkarar  !

Allir hafa stolið peningum !  Sköttum, launum starfsfólks og lífeyrisgreiðslum  starfsfólks ! 

Allt er þetta gert með góðum vilja Samtaka atvinnulífsins , sem eru samtök atvinnurekenda !

Auðvitað eiga þeir sem framkvæa svona gjörninga aldrei að fá aftur tækifæri á að stela aftur og þess vegna aldrei að fá að stofna neinn rekstur !

JR (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 20:36

2 identicon

Gallinn við skattalækkanir ríkisstjórnarinnar er að þær eru fyrst og fremst fyrir hátekju- og stóreignafólk. Þær auka því ójöfnuðinn.

Í stað þess að afnema hátekjuskattinn, mætti skoða hvort ekki væri rétt að bæta enn einu skattþrepi við fyrir þá sem hafa tekjur vel yfir milljón á mánuði.

Skv Vikipedia er launamunur á Íslandi tiltölulega lítill og jafnvel minni en á hinum Norðurlöndunum. En þegar tekið er tillit til skatta og bóta er munur á rástöfunartekjum mestur hér af öllum norðurlöndunum vegna þess að skattkerfið er ekki sama tekjujöfnunartækið hér og þar.  

Ójöfnuður hefur tilhneigingu til að aukast ef ekki er gripið í taumana. Einfaldasta og öflugasta leiðin til þess eru stighækkandi skattar eftir því sem launin eru hærri og eignir meiri.

Þannig er unnið gegn algjöru auðræði með skelfilegri misskiptingu og mikilli glæpatíðni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 20:36

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það á enginn að svíkja undan skatti eða svíkja út bætur.

Það er í raun þjófnaður af peningum þjóðarinnar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.6.2014 kl. 21:08

4 identicon

Tekjuskattur sama prósenta. Svo má hækka persónuafsláttinn eftir atvikum.

Annars má alveg byrja að grisja gjalda og tollafrumskóginn líka.

@JR

Er ekkert að segja að það sé í lagi að barirnir séu að svindla, og kennitöluflakk sé ég ekki virka til langs tíma (bankarnir hljóta að fara hætta lána kennitöluflökkurum, annað væri bara heimskulegt).

kv

slegg

sleggjan (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 21:19

5 identicon

Sæll.

Ertu virkilega svo barnalegur að halda að með auknum tekjum muni stjórnmálamenn lækka skatta? Veist þú ekkert um skuldir og skuldbindingar hins opinbera hérlendis?

@1: Hvernig getur þú alhæft svona?

@2: Frakkar eru að reyna þá leið sem þú lýsir. Skattar eru sömuleiðis mjög háir í mörgum öðrum löndum. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Hvers vegna er metfjöldi Bandaríkjamanna að afsala sér ríkisborgararéttinum árlega? Þeir sem eiga peninga flýja land sem leiðir til þess að tekjur hins opinbera dragast saman og störfum fækkar. Það er jú ríka fólkið sem býr til störf. Hefur þú heyrt um að fólk vinni hjá fátæklingum? Það sem þú lýsir virkar ekki. Hvers vegna eigum við að refsa þeim sem standa sig vel með enn hærri gjöldum? Af hverju ekki að læra af sögunni? Einn punktur: Ójöfnuður bæði í USA og Evrópu hefur aukist frá 1971. Hvers vegna? Hvað gerðist árið 1971 sem olli þessu?

@3: Hvers vegna heldur þú að fólk svíki undan skatti? Skattar hér og víða annars staðar eru alltof háir og er það auðvitað hvati að skattsvikum. Heldur þú að ef skattur á fyrirtæki og einstaklinga væri t.d. 9% að mikið væri um skattsvik? Hvað ef vsk væri líka 9%? Með verulegum skattalækkunum má bæði aukja tekjur hins opinbera og gera líf venjulegs fólks betra. Hefur kynnt þér Laffer kúrfuna? Kynntu þér hana. 

Ég þekki ekki smáatriðin en ég held að ýmislegt sé gert til að halda nýjum aðilum frá m.a. ferðamannageiranum. Hverjir græða á því?

Helgi (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 06:50

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Helgi

Ég sagði að þá myndast hvati til skattalækkanna. Myndast svigrúm. Ef ég þekki suma stjórnmálaflokka rétt þá mun það gerast ekki, en til eru dæmi.

Varðandi þetta uppnefni sem þú gafst mér, læt það liggja milli hluta, ekki svaravert.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 26.6.2014 kl. 02:42

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Annars væri frábært ef allir skattar væri um 9%. Gætu dekkað gunnþjónustuna. Löggæslu, dómstólana, alþingið og hluta af stjórnsýslunni. Annað má vera þannig fyrirkomulag að þeir borga sem nýta sér.

Með þennan lága tekjuskatt (þessir venjulegu launamenn), ætti að vera leikur einn að leyfa sér margt og borga nauðsynlega þjónustu eins og skóla og heilbrigðis....

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 26.6.2014 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband