Ekki þau einu

Það er nú oft þannig að þeir sem væla hæst eru ekki að borga krónu.

 

Nota öll úrræði sem til eru til að fresta uppboði, fresta öllum aðgerðum. 

Nota allt sem hið opinbera býður uppá sem eru fjölmargar stofnanir.

 

Væla svo hæst þegar þau eru borin út (sem gerist alltof sjaldan) og kenna öllum um nema sjálfum sér. Bankaklíkan tók húsið mitt ösrka þau. Nei, það gerðu þau ekki. Þú misstir húsið þitt því þú borgar ekki af húsinu síðan í hruni.

kv

Sleggjan


mbl.is Hafa ekki greitt af skuldum í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki bara það heldur taka þau allt úr húsinu , ljós hurða húnaog fleirra sem á að fylgja íbúðinni og svo reynir íbúðalánasjóður eða þeir sem taka þessar íbúðir upp í skuld að selja hana einsog hún sé í lagi en er í rústi eftir að þessi ógaungu lið fá að eiðilegja íbúðir því þau hætta að hugsa um eigninna og fara mjög illa með þær .

það þarf að henda fólki út áður en það skuldar allt verðgildi íbúðar . 1 milljon eignar hluti þá á þér að vera hent út strax + ef þú ert samvinnu þíður og eigninn í lagi þá færðu þessa milljon annars ekki .

ragnar (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 21:15

2 identicon

Það er mikil einföldun að kenna fólki um seinagang kerfisins, þ.e. umboðsmanns skuldara í þessu tilfelli.

Einnig vil ég minna á að fjármálafyrirtækin eru ekki enn búin að ljúka endurútreikningum á öllum lánum. Það ætti frekar að svipta þau fjármálafyrirtæki starfsleyfi sem enn draga það að endurreikna lánin en að henda fólki út úr húsnæði sínu.

Ragnar - á þá að henda fólki út úr húsnæði sínu ef markaðsvirði fasteigna lækkar skyndilega? Jafnvel þó fólk sé í skilum? Ég vona að þú verðir ekki forsætisráðherra í bráð.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 22:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta fer nú að lagast núna þegar ,,heimsmetið" er komið fram.

Auk þess eru lyklalög og afnmám verðtryggingar á leiðinni.

En talandi um lyklalög svokölluðu, að þá er yfirleitt vísað til Bandaríkjanna þar og manni skilst að sé alþekkt þar í landi o.s.frv. Og þá hefur umræðan oftast verið þannig að að fólk barasta skili lyklunum og laust allra mála etc.

En hefur einhver kynnt sér hvernig þetta lykladæmi er í Banaríkjunum?

Eg held nefnilega að það sé langt í frá svo einfalt dæmi sem látið er í veðri vaka hér uppi.

Eg held að þetta í Bandaríkjunum sé ósköp venjuleg gjaldþrot í grunninn. Það er bara framkvæmdin sem er með sérstökum hætti.

Eg held líka að mismunandi sé eftir ríkjum hvort og hvernig þetta er nákvæmlega framkvæmt.

Eg efa líka að td. ef húsnæði hafi fallið í verði og eignin standi ekki undir upphaflega láninu - að þá sé fólk sjálfkrafa laust undan mismuninum með því að skila lyklunum.

Ef svo er, held eg að það skýrist frekar af því að lánið var ekki veitt með veði í húsinu (en flest íbúðarlán á Íslandi eru með veði í húsnæðinu, að eg tel.)

Jafnframt er eitt atriði í þessum Bandarísku lyklalögum sem, ef eg skil rétt, að er krúsíalt fyrir lánveitandann (ekki lántakendann)

Nefnilega, að lánveitandinn sér hugsanlega hag í því að ef lántaki hættir að borga eða getur ekki borgað einhverra hluta vegna og við tekur ferli hefðbundins gjaldþrots sem allt tekur tíma o.s.frv. - þá sjái lánveitandinn sér hag í því að semja við lántakann um að hann skili lyklunum og yfirgefi húsið og að lánveitandinn jafnvel gefi eitthvað eftir af skuldum oþh. Jafnvel að lánveitandi borgi lántakaendanum einhverja upphæð í cash fyrir að skila lyklunum. Vegna þess að lánveitandinn lítur á það sem sér í hag að hús í defálti verði yfirgefið sem fyrst til að m.a. forðast skemmdir og ýmsan kostnað, tíma og fyrirhöfn sem fylgir hefðbundnu gjaldþroti.

Eg efa stórlega að það að skila lyklunum í BNA sé = lántaki frír allra mála. (eins og látið er í veðri vaka hér uppi.)

það er frekar, að eg tel, mjög mismunandi og fer eftir eðli lánsins. Ef td. veð er í húsinu - eg efa að lánveitandi gefi si sona allt eftir sem útaf kann að standa við endursölu. Efa það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2014 kl. 01:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir eru búnir að vera í "greiðsluskjóli" í fimm og hálft ár innan gjaldborgar helferðarstjórnarinnar og undir verndarvæng Fjármála(stöðugleika)eftirlitsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2014 kl. 03:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er líka rangt að bankarnir ,,í nútímanum búi til peninga úr engu". Eins og hver önnur þvæla.

Það er ekkert ,,nútímalegt" við bankakerfið. Það hefur verið svona langa lengi. Brotaforðakerfi þar sem margföldunar teorían skýrir út megin fúnksjón kerfisins.

Það sem framsóknarmenn (sem eru núna með allt á hælunum vegna drullosokksháttar síns og sögulegra svoka á heimsmælikvarða) að vísa í einhverja grein eftir 3 menn á BoE - breytir engu varðandi ofangreinda staðreynd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2014 kl. 09:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg ótrúlegt hve framsóknardrulluskokkar eru ofsafengnir í própagandaofbeldi sínu og barsmíðum á þjóðinni. Og ritskoða grimmt. Fv. forsprakki ,,hagsmunasamtaka heimilanna" fjarlægir allt þar sem bent er á þá staðreynd að hann er léttvægur vikasnáði framsóknarfjóssins. Spunaþvæla framsóknarmanna er svo yfirgengileg og heimskuleg ásamt uppfull af drullusokkahætti - að eigi er skrítið þá þessi lágkúra sé allsstaðar fyrirlitin.

Veit fólk hverjar tillögur svokallaðra hagsmunasamtaka framsóknarheimila voru?

18.7% flöt niðurfelling - og meðal annars átti að færa innstæður yfir 15 milljónir niður í sama hlutfalli!

Hvar eru þessir framsóknardrullusokkar með þá tillögu sína núna?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2014 kl. 10:04

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bankarnir voru búinir að reikna öll lánin

Svo kom annar dómur og þau þurftu að reikan öll lánin uppá nýtt.

Nú er 90% af lánunum reiknuð...   bankarnir hafa semsagt reiknað öll gegnsilánin TVISVAR SINNUM.

Mér hlakkar til að sjá hvað ríkið verði lengi að reikna út þessa svokallaða "leiðréttingu"

Þeir hafa meiriséa einfaldað verkið uppá sitt einsdæmi með því að miða við almanaksárið 2008 og 2009 ÚTAF ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ REIKNA ÞAÐ ÚT.

Ekki heyrði ég þetta fyrir kostningar.

Og eitthvað mundi stjórnmálamenn segja ef bankarnir ákveddu eitthvað tímabil til að reikna vegna þess að það er "auðveldara"

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2014 kl. 15:32

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

annars væri ég alveg til í að greiða ekki neitt af mínum lánum í 4ár.

ég væri búinn að fara nokkrum sinnum til Kanarí

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2014 kl. 15:33

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo verður ríkisstjórnin að fara að svar því, hvað hún ætlar að gera ef útfærslan á verðtryggigu á íbúðarlánum verður dæmd ,,ólögleg". Ríkisstjórnin verður að vera eitthað plan.

Kannski er planið það sem svokölluð ,,hagsmunasamtök heimila" var með hérna um árið.

,,Hagsmunasamtök heimilanna" lögðu til að innstæður yrðu færðar niður í sama hlutfalli og niðurfelling lána!

Þeir ætluðu að stela innstæðum fólks!

Þetta sögðu þeir að væri einhver ,,leiðrétting" vegna ,,forsendubrests" sem orsakaðist hefði af verðbólgu og verðtryggingu.

Nú er það nýjasta hjá framsóknardrullusokkum og hagsmunasamtökum þeirra í lygaspunaþvælunni - að lán hækki ekki í verðbólgu vegna verðtryggingar! Nei nei segja framsóknarmenn núna. þau standa í stað.

Og hver var þá forsendubresturinn og hvað er verið að leiðrétta?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2014 kl. 17:23

10 identicon

Hvells,

Ef það væri raunverulegur vilji hjá bönkunum þá væru þeir löngu búnir að endurreikna þessi lán.

Það er reyndar alveg með ólíkindum að stjórnvöld grípi ekki í taumanna og feli einhverjum óháðum aðilum að reikna þessi lán, enda virðast bankarnir ekkert ætla að klára þessa útreikninga.

Það er kannski heldur ekkert skrýtið þar sem bankar eins og Landsbankinn eru með mannskap í því að skoða hverja einu og einustu færslu á bankareikningum fólks til þess að kanna hvort að það hafi nokkuð skroppið til Kanarí eða keypt sér of marga sígarettupakka á meðan það var hjá umboðsmanni skuldara.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 18:26

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Til hvers ættu bankarnir að gera það? Framsóknarmenn ætla að láta almenning, aðallega hina verst stæðu, borga þetta allt saman uppí topp. Framsóknarmenn eru búnir að ráða sérstaklega sjalla til að ausa úr ríkiskassanum og sameiginlegum sjóðum til hrægamma og vogunarsjóða útí heimi. vo bankarnir eru bara hinir rólegust og panta sér pítsu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2014 kl. 18:59

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skúli

Ég hef núna komist að því að þú ert algjör hálviti.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2014 kl. 22:40

13 identicon

Hvells - málefnalegur að vanda!

Drullar yfir allt og alla í skjóli nafnleyndar, lýgur ítrekað um endurútreikninga.

það breytir því ekki að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir eru ekkert að klára endurútreikningana. Það breytir því heldur ekki hvernig Landsbankinn vinnur og stundar persónunjósnir.

Mæli með því að þú kynnir þér mannasiði og skellir þér í íslensku nám í leiðinni.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 00:04

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Moggabloggið er aldrei nafnlaust, af hverju er flókið að skilja það.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2014 kl. 10:52

15 identicon

vissu bankarnir ekki hvernig lán þeir voru að lána .hvellur. ómar: en hitt er annað hvernig bankar búa til benínga ef ég skil þettað rétt að ef þú setur inn 100.kr. lána þeir út 90.kr.sem koma inní bankan og þá lána þeir 80.kr. og svo koll af kolli enn grunurin er fyrsti 100.kr. síðan gétur ómar reiknað sig hvað hænan verður að mörgum hænum í lokin það verður ekki einn hæna það verður reykjagarður

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 17:59

16 identicon

Slegg - Nafn hvells kemur ekki fram á síðunni. Einungis skoðanir hans. Ekkert erfitt að skilja það.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 19:55

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Um Höfun", nafn kemur fram þar.

sleg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2014 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband