Það vantar ekki dramatíkina hér á bæ

"

Stjórnmálamennirnir koma nú fram hver á fætur öðrum og fordæma að landeigendur innheimti nokkur hundruð króna aðgangseyri af þeim sem vilja skoða land í einkaeign með tilheyrandi átroðningi.

Á sumum þeirra er helst að skilja að það séu nánast mannréttindi að fólk geti skoðað þessi svæði sér að kostnaðarlausu.

Má þá ekki treysta því að skattar á bensín og bíla verði lækkaðir verulega? Tugþúsunda aksturskostnaður fyrir Ísfirðing sem ætlar að skoða Kerið með börnunum er væntanlega hærri þröskuldur en nokkur hundruð krónur í aðgangseyri.

"

andriki.is

hvells


mbl.is Líkir gjaldtökunni við þjófnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli yrði ekki annað hljóð í Ögmundi ef hundruðir þúsunda ferðamann tækju upp á því að þramma í kringum húsið hans í skoðunarferð.

Grímur (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 16:00

2 identicon

Punkturinn með bensíngjöldin er stórskemmtilegur. Hann (ásamt ofurtollum á sjálfrennireiðar) skerðir ferðafrelsi mitt innanlands meira en allt annað til samans.

Ég er t.a.m. allslyngur í að taka myndir af norðurljósum. Til að ná skemmtilegum forgrunni (og komast fjarri borgarbjarma) er hins vegar langbest að koma sér á staði sem eru ekki aðgengilegir nema stærri bílnum megnið af þeim hluta ársins sem almennileg norðurljós eru í boði. Ég þyrfti að neita mér um MJÖG margt til að kaupa og reka slíkt tryllitæki.

Umfang og þyngd þeirra tækja og tóla sem ég tek með mér í flest verkefni er líka slíkt að það gerir almenningssamgöngur mjög ófýsilegan kost. Hvernig ætli tekjudreifingin sé m.t.t. hversu vel hentar fólki að nota almenningssamgöngur? Er svo sem ekkert mál fyrir flesta sem vinna miðsvæðis á skrifstofu frá 8 til 5...

Er þetta ekki ansi regressíf skattheimta?

Eyjólfur (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 20:12

3 identicon

Sæll.

Þeir hjá andríki eru oft ansi góðir. Stjórnmálamenn eru upp til hópar hræsnarar og hér lukkast mjög vel að benda á það.

Helgi (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 06:02

4 identicon

Nú er Geysissvæðið ekki í einkaeigu (sameign ríkis og landeigenda) og Geysir sjálfur er á landi ríkisins. Þarna er því verið að rukka fólk sem gengur yfir land í sameign til að skoða eitthvað sem er á ríkislandi.

Tjörvi Fannar (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 15:43

5 identicon

"land í einkaeign"

Einkaaðilar eiga ekki geysir. 

gaur (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband