Ótrúleg frekja í kennurum

"í framangreindri skýrslu „Í aðdraganda kjarasamninga". BHM er ósátt við þá launastefnu sem ríkt hefur á tímabilinu og hefur haft það að markmiði að lægstu laun hækkuðu umfram hærri laun. Í skýrslunni kemur fram að laun félagsmanna ASÍ hjá ríkinu, en það er lægst launaði hópurinn sem jafnframt hefur hækkað mest, hafi hækkað um 58,5% frá 2006-2013 en laun félagsmanna BHM um 50,0%. Munurinn sé 8,6% og hann þurfi að „leiðrétta""

"Svona er þá birtingarmynd íslenska vinnumarkaðslíkansins. Kennarar hafa dregist aftur úr BHM sem hefur dregist aftur úr láglaunafólkinu sem flestir voru sammála um að fyrst og fremst þyrfti að vernda í kjölfar hrunsins. Hver hópurinn á fætur öðrum sækir sér viðmiðunarhópa sem hentar hverju sinni með þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að allir hafa dregist aftur úr einhverjum öðrum."

http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/6110/

 

hvells


mbl.is Áfram fundað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Vel má vera að kennarar séu frekir og gráðugir en þeir gera í það minnsta gagn. Sama má segja um hjúkrunarfræðinga sem annar eða báðir ykkar voru að pönkast út í um daginn.

Það sama verður ekki sagt um elítuna í ráðuneytunum sem er mun betur launuð en kennarar. Elítan fer í alls kyns ferðir á kostnað skattborgara og fær fyrir það skattfría dagpeninga. Af hverju er ekki talað um þá staðreynd? Elítan í stjórnsýslunni ber ekki ábyrgð á einu eða neinu (eru starfsmenn ráðuneyta einhvern tíman reknir) og ungar út alls kyns rugl reglum sem gera okkur lífið erfiðara en það þarf að vera. Af hverju borgum við fólki fyrir það?

Hvað vinna margir í stjórnsýslunni hérlendis? Ég man eftir frétt fyrir nokkru síðan þar sem kom fram að á meðan dregið var úr útgjöldum til velferðarkerfisins jukust útgjöld til stjórnsýslunnar. Finnst SA það í lagi?

Af hverju tala SA ekki um nauðsyn þess að hleypa einkaframtakinu að í mennta- og heilbrigðiskerfinu svo dæmi séu tekin. Er það kannski vegna þess að SA skilur ekki mikilvægi þess?

Helgi (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 10:12

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það má spara og skera niður í stjórnsýslunni líka.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2014 kl. 12:24

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég held að SA og viðskiptaráð eru mjög duglegir að gagnrýna báknið og mæla með einkavæðingu á þvi sviði

Þínar áhyggjur af SA er ástæðulausar.

Margir telja að SA eru of grímulaus þegar kemur að þessu "auðmannsdekri í einkageiranum"

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2014 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband