Vinnuálag

Það er mikið vinnuálag á mörgum vinnustöðum.

Landspítalinn er ekkert einn í því.

Frá árinu 2011-2013 var ég í raun í 130% vinnu samhliða meistaranámi... og ekki var ég að kvarta.

hvells


mbl.is Óhóflegt vinnuálag á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er slæmt mál fyrir íslenskan almenning og LSH sem er í gríðarlegri samkeppni við sjúkrahús nágrannalandanna um fagfólk. Fámennið er gríðarlegt í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar sem þýðir tíðar og erfiðar vaktir oft við ömurlegar aðstæður í illa viðhöldnum allt að aldargömlum húskosti eða 30 ára og eldra bráðabirgðahúsnæði sem oft er hriplegt með varanlegar raka og fúaskemmdir.

Það er gríðarlegt álag og raunar er engin lágmarksmönnun, þeim sem koma inn þarf að sinna. Meðaldur sérfræðilækna innan margra grunngreina læknisfræðinnar er skuggalega hár.

Á norðurlöndum er td. afleysingamarkaður fyrir heimilislækna og sérfræðinga og þar þykir eðlilegt að greidd séu um 50-120 þúsund norskar/sænskar á viku eftir vinnuframlagi/vaktaálagi staðsetningu og sérhæfingu sem gerir væntanlega 2 föld íslensk skilanefndarlaun miðað við tímakaup miðað við krónugengi bak við gjaldeyrishöftin.

Það þykir í raun ekkert óvanlegt að sérfræðilæknir á prívat klínikk á Norðurlöndum hafi um 20 þúsund norskar/sænskar á dag og sumir enn meira sem er um 400.000 íslenskar en til gamans má geta að grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku fyrir unglækni á Íslandi er um 350.000 á mánuði fyrir skatt og þá er allt meðtalið og sérfræðilækni um 550.000.

Þetta er þó lítið í samanburði við suma hluta heilbrigðiskerfi miðausturlanda td. í Dubai.

1. Bendi raunar á að stór hluti starfsmanna LSH sem einnig vinnur aðra vinnu eins og á læknastofum.

2. Megnið af vísindaframlagi Háskóla Íslands unnið í frítíma einstaklinga og því ekki tekið með. Til að útskýra það frekar 93% af "impact factor" Háskóla Íslands frá tveimur sviðum. Frá raunvísindasviði og þar eru jarðfræði og jarðeðlisfræði þyngst og hins vegar heilbrigðissviði og þar er það læknadeild sem vegur þyngst.

Í öllum mælikvörðum er meta gæði rannsóknarháskóla þá vegur vísindalegt framlag þeas birtingar í alþjóðlega ritrýndum tímaritum og Impact factor er hversu oft er vitnað í þau þeas akademisk þyngd tímaritsins. (í raun er HR og Bifröst í raun bara kennsluháskólar og eru hvað akademíu og vísindalegt mikilvægi algjörlega míkróskópískir en það er önnur saga). Flestir erlendir rannsóknarháskólar og deildir og einstaklingar fá greitt fyrir vísindaframlög.

3. Ég veit ekki hverjum Hvells þarf að framfleita en það er fólk sem hefur börn eða foreldra sem það þarf að sinna þannig að álag getur mælst á mismunandi þáttum auk þess er fólk að mennta sig við hliðina á þessu án þess að það sé í raun tekið með hér.

Gunnr (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 15:32

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því að við eigum að líta til norðulandana í þessum efnum.

Svíþjóð er til að mynda búin að einkavæða heilsugæsluna með mjög góðum árangir. Betri þjónusta og lægri kostnaður.

Vinnuumhverfi starfsfólks er það gott að íslenskir læknanemar í Svíþjóð vilja ekki koma heim. Einkavætt heilbrigðiskerfi í Svíþjóð er bara það gott.

Það er gott að við Gunnr getum verið sammála því að fara sænsku leiðina í þessum efnum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 18:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég set stóran fyrirvara í hvert sinn sem einhver rannsakar sjálfan sig.

Það geri ég hérna með vinnuálag á LHS.

Lífeyrissjóðrannsóknina.

LÍÚ rannsóknina

O.S.FRV.

KV

SLEGG

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 19:06

4 identicon

@Hvells

Heilsugæslan er einkarekin en ekki einkavædd. Það á við um Noreg, Svíþjóð, Danmörk og Bretlandseyjar. Ísland skilur sig út á þann hátt að þetta er beinn ríkisrekstur með undantekningunni Læknavaktin á höfuðborgarsvæðinu og 2 heilusgæslustöðvar í Reykjavík. Þetta er alls staðar greitt úr ríkissjóði að hluta sjúklingagjöld sem td. í Bretlandi eru nánast engin meðan þetta er toppað af Íslendingum og Norðmönnum. Í Noregi skáru þeir upp heilsugæsluna og tóku upp kerfi einkarekstur. Þeir spöruðu í raun ekki neitt en bættu mönnun og tóku upp fastlegekerfið. Með að styrkja heilsugæsluna telja menn sig hafa sparað stórfé en um 9% af þjóðarframleiðslunni fara til heilsu meðan td. í Bandaríkjunum nota þeir 18% eða helmingi meira. Stóra ógnin er náttúrulega aldursdreifing þjóðarinnar sem mun klárlega á næstu árum sprengja alla ramma utan af heilbrigðiskerfinu. Það eru ekki bara Íslendingar en margar aðrar þjóðir í Evrópu. Stærsta vandamálið fá Kínverjar og innan áratugs mun fjöldi þeirra sem er yfir 60 tugu verða milli 400 og 500 miljónir. Tíðni krabbameina 4 faldast, Altzheimer, heilablóðfalla, hjartaáfalla, slitgigtar. Menn hafa reiknað að það þurfi að reisa 1- 1 1/2 hjúkrunarheimili á hverju einasta ári næstu 25 árin og þessi kosnaður verður sligandi.

Raunar eru sjúkrahús í þessum löndum sem eru að langmestum hluta ríkisrekin að mestu í eign hins opinbera en einnig með einkarekstri. Síðan bætast við prívat klínikkur sem veita þjónustu þar sem sjúklingur/atvinnurekandi eða tryggingarfélög greiða þetta eins getur hið opinbera keypt þjónustu.

Raunar er samnorræn heilsumarkaður með klínikkum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Íslenska ríkið getur augljóslega keypt aðgerðir en það kostar langtum meira en að reyna að púkka upp á Landspítalann.

Gunnr (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 19:23

5 identicon

Það er klárlega gríðarleg og kraumandi óánægja í íslenska heilbrigðiskerfinu yfir launum, aðstöðuleysi, opinberri fátækt. Allflestir læknar hafa reynslu að utan eftir áralangt sérnám og nær allir dvalið og starfað 5-12 ár erlendis. Þeir bera því saman Landspítalann við sjúkrahús á Norðurlöndum, í Hollandi, Kanada og Bandaríkjunum og launakjör þar við Ísland.

Íslenskir skattgreiðendur kostar engu til til sérmenntunar lækna og er áætlað að það sé um 4 sinnum dýrara en læknanámið sjálft en það er erfitt að reikna þetta út enda er þetta innbyggt inn í heilbrigðiskerfi nágrannalandanna sem í raun hafa pirrað sig á þessu. Í raun er þetta ákaflega eftirsóttur starfskraftur og vesæl launakjör á Íslandi hafa spurst út enda er risastór atvinnugrein í því að næla í starfskrafta en það er ráðningarfyrirtækin eða "head-hunting bransinn". Enda sveima þeir yfir eins og gammar bjóða helgarferðir með fjölskyldu viðkomandi. Augljóslega er lyflæknir með hjartasjúkdóma sem sérgrein eða skurðlæknir td. með krabbameinsskurðlækningar sem sérgrein er fólk með 20 ára nám (6 ára grunnnám, 1 árs verknám sem kandídat, 6-9 ára sérnám sem hefur jafnvel lokið doktorsnámi (PhD)) til viðbótar sérhæfðri starfsreynslu augljóslega gríðarlega verðmætur starfskraftur. Venjan er að greiða flutningskostnað fyrir búslóð, skaffa leikskólapláss, niðurgreidd lán, leiguhúsnði en íslenska heilbrigðiskerfið bíður þessu fólki um 550 þúsund í mánaðarlaun (fyrir skatt), massíft vinnuálag, það fyrsta sem fólk fær í hendurnar er kalltækið og ákaflega lélaga vinnuaðstöða. Ég hef sannspurt að fólk verður fyrir áfalli yfir mótökunum og aðsöðuleysinu og þetta spyrst ákaflega fljótt út og afleiðingin er augljós. Það er nánast búið að eyðileggja orðspor íslenska heilbrigðiskerfisins sem atvinnuveitanada og það er lítil sem enginn nýliðun og læknastéttinn er óðum að eldast. Það versta er að þegar álagið nær ákveðnum toppi þá gefst fólk bara upp og fer aftur út þar sem margir hafa sitt tengslanet með vinnufélögum og vinum.

Raunar er erfitt að sjá hvernig ástandið á eftir að batna enda er íslenska heilbrigðiskerfið algjörlega vanfjármagnað og það þarf sársaukafullar skipulagsbreytingar sem væntanlega engir stjórnmálamenn eru viljugir til að taka. Menn fjármagna fjárlagagatið með arðgreiðslum til ríkisins, aðalega úr Landsbanka og Seðlabanka (um 57 milljörðum kr). Bankaskatturinn á að skila um 39 milljörðum til ­viðbótar. Nærri 96 miljarðar af þessari krónufroðu eða um 15% af öllum tekjum ríkissjóðs er notað til að stoppa í fjárlagagatið sem er ekki íkja traustvekandi þar sem meintur hagnaður Landsbankans er hækkun veða sem byggjast á fasteignabólu sem byggist á gjaldeyrishöftum en er augljóslega ekki neitt sem er hægt að byggja framtíðar ríkisrekstur á það sér vonandi hver heilvita maður.

Gunnr (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 19:59

6 identicon

@Gunnr:

Þér mælist víða vel og ég er alveg sammála þér varðandi stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Mér finnsta ummæli hvells um álag eilítið barnaleg. Það er eitt að velja álag og annað að vera skikkaður/skikkuð í álag.

Það er lítið mál að guma af því að heilbrigðiskerfi okkar kosti bara 9% af GDP á meðan það kostar 18% í USA. Heilbrigðiskerfið í USA er að mörgu leyti betra og hef ég áður rakið fyrir þér hvers vegna kostnaðurinn er meiri í USA. Þar er heldur ekki læknaskortur og biðlistavandinn allur annar en hér. Þú vildir hins vegar ekki hlusta þá. Tölur segja ekki alla söguna nema menn viti hvað stendur á bak við þær og það skyldir þú ekki síðast þegar við áttum orðastað um þetta efni. Eins og víða um heim er hið opinbera verulegt vandamál í heilbrigðisgeiranum í USA líkt og í Evrópu.

Enn og aftur komum við að því sem ég nefndi við þig um daginn: Fjölga þarf heilbrigðisstarfsmönnum. Besta leiðin til þess er að stytta námið, hvaða vit er í því að hafa hjúkrunarfræði 4 ár og læknisfræði 7 ár? Eftir þessi 7 ár hafa læknar nánast ekkert í höndunum :-( Það er ekki langt síðan hjúkrunarfræðinám var mun styttra og ekki á háskólastigi. Það er nokkuð sem þú veist sjálfsagt betur en ég. Eru t.d. hjúkrunarfræðingar í dag miklu betri en hjúkrunarfræðingar fyrir t.d. 40 árum vegna lengra náms?

Þetta er hluti af stærra vandamáli sem hefur margar birtingarmyndir: Nú þarf fólk að læra í háskóla  í 5 ár til að verað leikskólakennarar og kennarar. Það er heldur ekki langt síðan fyrrnefnt nám var ekki á háskólastigi og var mun styttra. Það er rugl. Það er ekki línulegt samband á mili lengdar náms og hæfi þeirra sem því sinna í praktík seinna. Kennaranám/leikskólakennaranám var nýlega lengt um 66%. Eru kennarar sem koma út úr því námi 66% betri en kennarar sem komu út úr 3 ára náminu?

Læknar víða um heim eru það skýrir að þeir átta sig á því að ef námið er gert nógu langt fækkar þeim sem það klára sem aftur heldur uppi launum. Þetta er eitt birtingarform sérhagsmunagæslu sem er orðið hrikalegt vandamál í dag víða um heim og einskorðast alls ekki bara við læknastéttina eins og ég rakti að ofan. Ég veit dæmi þess að langt nám þurfi í USA til þess að fá leyfi til að flétta hár og taka fyrir það fé. Vandinn einskorðast ekki við eina stétt.

Ég hef sagt það áður á þessum síðum að íslenska ríkið verður fyrr eða síðar gjaldþrota. Það er ekki mikil kúnst að reka ríkið réttu megin við núllið, eins og núverandi ríkisstjórn ætlar sér að gera,  með því að neita að borga það sem fólki hefur verið lofað varðandi t.d. heilbrigðistryggingar og margt fleira. Staðan í ríkisrekstrinum er svo annað mál sem gaman væri að ræða við þig seinna. Vandann er í sjálfu sér ekki erfitt að leysa en til þess þurfa menn að nota aðra hugmyndafræði.

Einkavæða þarf þetta kerfi og opna fyrir samkeppni og láta hið opinbera draga sig algerlega út úr þessu kerfi.

Annars fagna ég því að Gunnr skuli í gefa sér tóm til að taka þátt í umræðu á síðu sleggjunnar og hvellsins og vona að hann haldi því áfram. Alltof margir sem blogga og skrifa athugasemdir um blogg eru hræðilega illa að sér og skínandi dæmi þess hve lélegt menntakerfi við búum við.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 06:34

7 identicon

Ef við viljum læra af þeim sem hafa náð að stýra heilbrigðisútgjöldum sínum milli 9-10% af þjóðarframleiðslunni er lykilatriðið að hlúa að grunnþjónustunni þeas heilsugæslunni og þarmeð hindra að fólk fari að nauðsynjalausu út í dýrari þjónustu og lykilatriðið er tilvísanakerfi. Þeir sem hins vegar vilja fara fram hjá því hliði þurfa annað hvort að greiða kostnað úr eigin vasa eða í gengum persónulega tryggingu sem þeir sjálfir eða vinnuveitandi þeirra þá greiða. Þetta kerfi er á Norðurlöndum.

Vandmálið á Íslandi er margþætt, (1) heilsugæslan er að hruni niðurnjörvuð í skriffinsku. (2) Sjúkrahúsþjónustan er fjársvelt árum saman, húsnæði, tæki aðstaða og þetta kemur fram í mönnunarvanda sem byggir á því að síðustu 7 ár og lengra en það er ákaflega erfitt að fá sérfræðinga. Menn eru í raun komnir langt aftur úr fyrrum Austu-Evrópu hvað varðar launakjör. (3) Sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa hefur verið með einkarekstri en þar er einnig illilega tekið að kvarnast úr. Það fyrsta er að taxtar eru nokkuð brenglaðir og það endurspeglast að margir hafa hreinlega hætt og vinna frekar erlendis. Margir hafa haft 50% eða 20% stöður á LSH og þetta hefur í raun bjargað vaktabyrðinni en þessum stöðum er fólk að hætta enda sér það sér ekki neinn hag að vera tengdur sjúkrahúsinu enda er sjúkrahúsið búið að missa samúð sem vinnuveitandi og þar af tryggð þeas loalitet sem er augljóslega grafalvarlegt. Það unga fólk sem er búið með grunnnám og hleypur um ganga nú er flest að fara erlendis til sérnáms og þær kannanir sem gerðar hafa verið eru í raun reiðarslag enda verður erfitt að fá þetta fólk tilbaka að 5-12 árum liðnum miðað við afstöðu þess í dag til LSH.

Ofan í þetta ófremdarástand er þjóðin að eldast og það er ekkert hægt að setja ástandið á "hold" og með að halda óbreyttum fjárframlögum mun í raun þýða gríðarlegan niðurskurð á þjónustu.

Minni á td. að aukinn ferðamennska leggst þungt á sjúkrahús enda eru landlægar fjölónæmar bakteríur og það kallar á einangrun og þegar það eru nánast ekki einkastofur þá er það í raun óframkvæmanlegt og það mun síðan kalla á enn dýrari sjúkrahúsrekstur í framtíðinni.

Núna er heilsugæslan að hrynja og það er talið vanta um 60 stöður einungis á höfuðborgarsvæðinu og nærri um 1/3 þeirra lækna sem sinna þessu eru 60 ára og eldri og megnið yfir 50 tugu þannig að ástandið er augljóslega grafalvarlegt.

Í Noregi breyttu þeir kerfinu yfir í fastlegekerfi vegna mönnunarvanda í heilsugæslunni þeir lögðu niður opinbert reknar heilsugæslustöðvar, það er greitt fyrir að fylgja ákveðnum hópi td. 2000 sjúklingum og síðan er greitt fyrir ferilverk og heimilislæknarnir ráða síðan sitt starfsfólk og slá sér saman. Það er komin reynsla á þetta síðan 2001. Niðurstaðan er að menn spöruðu ekki neitt í heilsugæslunni heldur kom sparnaðurinn niður annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Vandamálið er þegar menn spara þarna ráfa sjúklingar inn í miklu dýrara kerfi eins og bráðavaktir sjúkrahúsa og inn í sérfræðilæknakerfið.

Íslensk þjóð er greinilega að lenda í því að það þarf að fara flytja sjúklinga í stórum stíl erlendis til aðgerða og meðferðar með tilheyrandi kosnaði og brotlending heilbrigðiskerfisins mun í raun þýða að það tekur áratugi að byggja þetta upp af grunni.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 07:46

8 identicon

@Helgi

Hvað varðar styttingu sérnáms er það ekki neitt sem Íslendingar geta gert enda fer litið af sérnáminu fram á Íslandi.

Síðan er það spurningin hvers konar sérfræðinga þarf íslenska heilbrigðiskerfið?

Bæklunarskurðlæknir (1) greinir og meðhöndlar brot og skaða, (2) skiptir um liði við slitgigt eða skaða og (4) liðspeglar og meðhöndlar td. kné. Það eru sérfræðingar á sviði bakmeina, (5) hryggskjekkju, brjósklos og ofl. ofl. Síðan er meðferðarhópur bæði börn og fullorðnir.

Ef við fáum liðspeglunarsérfræðinga með enga reynslu í meðferð brota eða þá sem eru einungis sérfræðingar í bæklunarsjúkdómum barna eða þá sem nær eingöngu eru sérfræðingar í slysabæklunarlækningum og gera við flókin brot eða þá sem nær einungis stunda liðskiptiaðgerðir þá verður það flókinn kapall að manna vaktir þar sem alls kyns vandamál geta komið upp. Það er ákveðin fjöldi aðgerða og sem viðkomandi á að geta hafa lokið og séð áður en viðkomandi fær sérfræðiviðurkenningu. Því meira sem viðkomandi hefur gert og séð og fengið leiðsögn í því betur er hægt að nýta viðkomandi starfsmann.

Risastór erlend sjúkrahús með margfaldar vaktalínur geta boðið upp á slíka sérhæfingu en það mun kosta gríðarlegar fjárhæðir og verða nær ógjörningur að fara þessa leið fyrir Ísland. Styttra sérnám í læknisfræði þýðir sérhæfðara sérnám og það þýðir að það þarf fleirr á vakt og það kostar gríðarlega. Bendi td. í Noregi þá var bæklunarlæknir til skamms tíma Ortopedia major og það tók 12 ár að fá sérfræðiviðurkenningu og viðkomandi gat og getur alla bæklunarlækningar og almennar skurðlækningar. Sami maðurinn eða konan gat tekið vakt á litlu sjúkrahúsi bæði almenna skurðdeildarhlutan og bæklunarhlutann núna þarf tvo aðskylda sérfræðinga til að gera þetta sem þýðir að rekstrarkosnaður lítilla sjúkrahúsa er miklu hærri.

Annað dæmi er núna eru margar aðgerðir gerðar í gegnum laporskopi það göt í gengum kviðarhol eða brjósthol. Aðgerðin er miklu flóknari, sérhæfðari, seinlegri og dýrari. Álagið á sjúklinginn er minni og er hann miklu skemra að ná sér. Sparnaðurinn kemur fram í þjóðfélaginu en kostnaðurinn í heilbrigðiskerfinu.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 08:15

9 identicon

@8: Eins og oft áður beinir þú umræðunni á aðrar brautir og forðast að tala um það sem ég nefni.

Menn eiga ekki að festast í einhverjum tölum varðandi heilbrigðiskerfið og mikill misskilingur er að halda að okkar kerfi sé skilvirkara og betra en kerfi sem eyða meira fé í heilbrigði. Hérlendis er staðan einfaldlega sú að hið opinbera neitar að greiða þann kostnað sem fellur til (og þú virðis finna á eigin skinni). Laun eru léleg og tækjum ekki haldið við. Ég mun aldrei skilja hvers vegna landlæknir hefur ekki tekið til almennilegrar skoðunar hvort einhver dauðsföll hafi ekki komið til vegna t.d. álags, lélegs tækjabúnaðar eða vegna þess kerfis sem við búum við í heilbrigðismálum. Það er pottþétt að dauðsföll hafa orðið vegna þess.

Ég deili hins vegar áhyggjum þínum varðandi heilbrigðiskerfið. Þegar allt fer endanlega í steik vil ég að þeir stjórnmálamenn sem hafa haldið um budduna og gera það á komandi árum fari í tugtið. Fólk mun láta lífið út af þessu klúðri, ákvarðanafælni og vanhæfni. Ljóst er að núverandi kerfi gengur ekki upp og eru fyrir því ýmsar ástæður.

Hluti ástæðunnar fyrir því að ég vil einkavæða er sú sem þú nefnir að ofan: Skriffinnska en hún kostar fé og er því fé illa varið. 

Haltu endilega áfram að vekja á þessu athygli - alltof fáir átta sig á vandanum.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 09:28

10 identicon

Já þetta er sorgarsaga.

1. Það er ákveðið grundvallaratriði að það er samhengi á milli styttri sérmenntunar og sérhæfðari sérmenntunar og spurning hvort það sé í raun það sem hið litla íslenska heilbrigðiskerfi þarfnast?

2. Það er merkilegt að fólk afneitar raunveruleikanum. Oft ruglar fólk saman lækna mistökum og "complications" það að sýking komi í sár eða viðkomandi fái blóðtappa í fót eða slag eftir hjartaþræðingu eru yfirleitt ekki mistök. Raunar tengist þessi svokölluðu mistök sumt sem eru alvöru og alvarleg mistök, oft ekki læknum en flutningi til og frá sjúkrahúsi og húsnæði og hjúkrunarfólki. Það morar af silfurskottum á skurðstofu Landspítalans og sjúkrahúsið hriplekur og með alvarlegar og varanlegar rakaskemmdir og stundum næstum ómögulegt að skerma sjúklinga ef einhver fær sýkingu við slíkar aðstæður eru það læknamistök?

Það er áhætta að fæða barn og heilablæðing, blóðtappi og annað er í raun ekki óvenjulegt og það eru yfirleitt ekki mistök. Með að gefa öllum blóðþynnandi lyf eykur þú hættu á blæðingum með að gera það ekki eykst áhættan á blóðtappa.

Landlæknisembættið hefur verið mjög varkárt. Vandamálið er skilgreint. Það er lélegt og illa tilfallið allt of lítið húsnæði með lélegum tækjakosti. Mönnunarvandi er að það eru of fáir sem eru að gera of mikið á of stuttum tíma við allt of lélegar aðstæður og vinna oft allt of lengi og nú bætist við reynsluleysi og skortur á leiðbeinendum.

Nýjasta dæmið er lögsókn gegn fólki sem gerir mistök við þessar aðstæður þegar fólk er þvingað á vakt og gert skylt að gera allt of mikið. Klárlega verður þetta til þess að kalla þarf út fleirra fólk enda skilst mér að fólk hafi ekki náð að taka út sín sumarfrí á Vökudeildinni í sumar.

Landlæknisembættið gaf skýrslu um Lyfjadeild LSH.

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item24657/%C3%9Attekt.%20Lyfl%C3%A6kningasvi%C3%B0_Landspitala_LOKASKJAL_12.9.2014.pdf

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 11:54

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gaman að lesa kommentin ykkar Gunnr og Helga.

Þið færið rök fyrir ykkar málum, ekkert skítkast og eruð greinilega mjög greindir menn... en þið eruð bara ósammála um leiðir en vilja samt hámarka hag Íslendinga.

Svo ég bæti við vegna heilbrigðiskerfi USA.

Margir segi að það sé dýrt vegna einkavæðingu en það er ekki rétt. 

Guðmundur fór yfir þetta á ítarlegu máli í gær

http://www.visir.is/hid-dyra-heilbrigdiskerfi-i-bandarikjunum/article/2014709129995

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband