Gjafmildir á annarra manna fé

Á sama tíma og fulltrúar Bjartrar framtíðar felldu tillögu þess efnis að styrkja Gazasvæðið þá safnaði bæjarfulltrúi peningum.

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði safnaði frjálsum framlögum og hljóp í maraþoni til að styrkja Gaza-svæðið fyrir skemmstu. „Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrir mánuði síðan afgreiddi bæjarstjórnin tillögu um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza,“ skrifaði formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði vegna þess. Stóð þá til að Samfylking og VG myndu veita milljón til Gaza-svæðisins úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar.

„Skemmst er frá því að segja að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins felldi tillöguna,“ bætir hann við. „Því er hálf vandræðalegt að fylgjast með bæjarfulltrúanum hlaupa Reykjavíkurmaraþon „fyrir Palestínu“… Ég velti því fyrir mér hvort um eintóma sýnimennsku sé að ræða,“ sagði formaðurinn þá. Ekki fylgir sögunni hvort ungi formaðurinn hafi sjálfur hlaupið í hlaupinu. Hann er að minnsta kosti gjafmildur – á annarra manna fé.

kv

Slegg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta nú bara flott hjá fulltrúanum, sennilega í fyrsta sinn sem mér finnst einhver frá þessum flokki gera eitthvað af viti.

Hann er á móti því að senda skattfé almennings í sveitafélaginu til Palestínu.

Þess í stað safnar hann sjálfur frjálsum framlögum, og sendir til Palestínu.

Vel gert!

Hann er ekki að misnota aðstöðu sína til að skylda skattgreiðneudr til að kosta þennan styrk.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flott hjá honum.

Lélegt hjá bæjarfulltrúum að vera gjafmildir á annarra manna fé og fá eitthvað óverðskuldað hrós fyrir.

kv

sleg

Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2014 kl. 17:17

3 identicon

Eins og mér finnst Sleggjan og Hvellurinn vera með gott pólítískt nef og óhræddir við að segja hlutina eins og þeir eru... þá verð ég að segja að bloggið ykkar er að drabbast allsvakalega niður með öllum þessum póstum um Ísrael, Palestínu, Gaza og múslima. Þetta er orðið svolítið þreytt.

Þið eruð með besta stjórnmála-, efnahags- og viðskiptablogg landsins. Þið eruð skarpir og yfirleitt spot on með hlutina.

Ég myndi t.d. vilja vita hvað ykkur finnst um fjármálafrumvarpið - sem mér finnst heilt yfir bara ansi gott hjá honum Bjarna; einföldun á sköttum og niðufelling á vörugjöldum; tveir gríðarlega jákvæðir punktar - og svo auðvitað það að dæmið skuli koma út í plús ásamt því að það á að fara að selja eignir og greiða niður skuldir. Jákvæðir hlutir eru að gerast, þó þeir komi ekki frá framsóknarflokknum, sem, eins og allir vita, er sennilega mesta böl landsins.

Allavega, ég myndi vilja sjá ykkur halda kúrs og halda áfram að blogga sem mest um efnahagsmál, viðskipti og þá pólítík sem því tengist.

Áfram Sleggjan og Hvellurinn!

Dude (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 09:47

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Dude

Takk fyrir hrósið.

Það er rétt. Færslur per dag hafa ekki verið miklar núna í September. Það tengist búslóðaflutningum hjá Hvellinum og annað í þeim dúr sem hefur gert það að verkum að frítíminn hefur ekki verið eins mikill.

Við erum að halda þessu úti í okkar frítíma og fáum ekkert greitt fyrir algjörlega óháðir öllum. 100% óháður fjölmiðill. En það fylgir því að oft kemur smá niðursveifla í fjölda færsla og ég vona að fólk sýnir því skiling. 

En það er mjög gott að fá smá pepp frá lesendum og við munum auka framleiðsluna og vera duglegir að kommenta á fjárlagafrumvarpið. Það á eftir að fara í gegnum annari og þriðiju umræðu og líklega eftir að breytast eitthvað og það er nóg tími til stefnu.

 Annars þakka ég lesturinn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 13:26

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ja, sammála Hvellinum.

Ég blogga þegar mér finnst ég hafa eitthvað nýtt fram á  að færa. Ég endursegi aldrei fréttir (sjaldan allavega) og vanda mig.

Hef verið að blogga soldið um Ísrael og mið-austurlöndin enda mikið að gerast í þeim heimshluta.

Nú fer íslenska pólítíkin á fullt eftir sumarfrí. Þingið byrjað og fjárlagafrumvarpið komið í dagsljósið. Þetta fer allt í gang á næstu dögum og reyndar þegar byrjað.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband