Jón svara barnalegu Hamas-stuðningsmönnunum

Jón fyrrverandi Rektor

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonSigurdsson/eiga-ekki-og-mega-ekki

 

Átökin á Gazaströnd vekja athygli. Stofnuð eru samtök til að vinna gegn innflutningi varnings frá Ísrael. Fréttastofur flytja endalausar frásögur um fjöldadráp á Gaza, og endurtaka tölurnar dag eftir dag.

Í Ísrael eru reyndar deilur um málefni Gaza. Ríkisstjórn Netaniahu er umdeild meðal almennings í Ísrael. Og útþensla landnemabyggða er líka umdeild þar. En stjórnmálaaðstæður valda því að öfgamenn eru með í ríkisstjórn. Í Ísrael hafa verið mótmæli gegn hernaðarhryllingnum á Gaza og kröfur um aðrar aðferðir. Menn hafa skoðanafrelsi í Ísrael, ólíkt Gaza.

En engar deilur eru í Egyptalandi um að halda landamærum Gaza harðlæstum eða kröfur um að Egyptar komi íbúum þar til aðstoðar. Fáar vísbendingar eru um að stjórnvöld í Egyptalandi eða Jórdaníu berjist gegn Ísrael í málinu. Margt bendir til að Egyptum og Jórdönum þyki ágætt að Ísraelsmenn taki á Hamas-hreyfingunni.

Átökin á Gaza leiddu enn einu sinni í ljós afstöðu flestra Evrópumanna. Afstaða þeirra er gamalkunn: Júðar eiga ekkert með að verja sig -

Kristnir Evrópumenn segja: Það er skiljanlegt og afsakanlegt að Hamas sendi flugskeyti inn yfir íbúðabyggðir og verslunargötur í Ísrael, - að þeir setji vopnabúr sín inn í fjölbýlishús, - að liðsmenn Hamas þykist vera almennir borgarar en ekki hermenn, - að þeir hafi sprengjuvörpur sínar inni undir sjúkrahúsum, - og að þeir stefni opinskátt að þjóðarmorði í Ísrael. - En Júðar eiga ekkert með að svara þeim og verja sig -.

Evrópumenn segja líka: Gazabúar eru umkomulausir flóttamenn - sem er satt. Og þeir segja áfram: Júðar eru hins vegar peningamenn og þurfa enga samúð. Þó er vitað að meirihlutinn í Ísrael eru afkomendur flóttafólks sem kom þangað gangandi brottrekið úr Arabalöndunum við stofnun Ísraelsríkis, - og að mikill fjöldi innflytjenda til Ísraels á síðari árum er fólk sem kom öreiga frá fyrrverandi kommúnistalöndum.

Munur er á aðstöðu Ísraelsmanna og Araba. Það sést á því að Ísraelsmenn hjálpast að, og skyldmenni þeirra í öðrum löndum hjálpa þeim, - að Gyðingar keyptu sjálfir jarðeignir þarna dýrum dómum af tyrkneskum yfirvöldum, - að Ísraelsmenn réðust á eyðimörkina og breyttu henni í aldingarð, - að Ísraelsmenn rifu sig sjálfir upp úr eymd og hörmungum með dugnaði sínum, - að Ísrael er eina lýðræðis- og mannréttindaríkið í þessum heimshluta.

En stjórnvöld og auðmenn Araba, með allan sinn olíuauð, hafa ekki reynst Palestínumönnum hjálplegir heldur nota þá sem byssufóður. Og Hamas bætir gráu ofan í svart. Vegna þessa eiga Palestínumenn sannarlega skilið að njóta samúðar og stuðnings.

Ísraelsmenn hafa einu sinni enn fengið staðfestingu á afstöðu kristinna Evrópumanna. En Ísraelsmenn láta ekki lengur skipa sér að hafa ,,Judenrat". Ef Ísraelsmenn eru sammála innbyrðis um eitthvað þá er það þetta: Við höfum hlustað alltof lengi á þessa Evrópumenn, -  við höfum hlustað á þá öldum saman okkur sjálfum til óbóta, - nú hlustum við ekki lengur á þessa Evrópumenn, - við tölum við þá á því eina máli sem þeir skilja -.

 

 

kv

sl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð grein.

Gaman væri að fá komment frá ungum jafnaðarmönnum varðandi þessar staðreyndir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2014 kl. 23:20

2 identicon

Það kæmi mer ekki a óvart að Ísrael stjórnaði Hamas

 http://21stcenturywire.com/2014/08/23/cover-up-is-hamas-leader-al-arouri-a-double-agent-for-israel/

her er mynd um sögu Zionista hún er ekki falleg 

 https://www.youtube.com/watch?v=ufLAitMq3zI

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 23:43

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Helgi

Ég er að horfa á sögu Zionista. Notandinn heitir "Palestine Diary" sem setur þetta inn. Þetta er ekki hlutlaus heimildamynd. Má flokka sem áróður eða sögufölsun. Hinsvegar er skemmtanagildið ágætt þannig ég held áfram að horfa.

Það vill oft vera að fólk vill horfa og hlusta á hluti sem það er sammála. ÞEssvegna fílar þú þetta.

Hinvegar mæli ég með því að þú horfir á heimildamyndir sem fjalla hlutlaust um málefnið.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2014 kl. 08:13

4 identicon

eg sá ekkert skemmtanagildi i þessari mynd og eg fíla ekki að horfa a hrilingsmyndir.eg finn til með fátæku fólki sem a enga von

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 08:59

5 identicon

Thörf grein hja Joni. Einnig abending um hvernig islenzkir gydingahatarar nota ordid Judi sem i islenzku hefur nidrandi merkingu. Gaeti nefnt nokkra bloggara a nafn sem nota ordid til ad ofraegja tha hina sömu.

Her er svo agaetis grein: BARBARIETS ANSLAG MOD CIVILISATIONEN

http://jyllands-posten.dk/opinion/kronik/ECE6961355/barbariets-anslag-mod-civilisationen/

S.H. (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband