Veisla

„Ef banki stend­ur ekki við skuld­bind­ing­ar sín­ar verða þeir að mæta af­leiðing­un­um,“ sagði Benjam­in M. Law­sky, emb­ætt­ismaður í fylk­inu. Í frétt BBC er rifjað upp að bank­inn hafi þurft að greiða um 340 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala í sekt til yf­ir­valda í New York-fylki árið 2012,"

Það er greinilega veisla hjá embættismönnunum í NY fylki. Þetta fylki er þekkt fyrir að vera demókrata fylki þar sem möppudýrin eru aldráðandi. Embættismenn þarna í fylkinu eru hæst launuðustu embættismenn í USA og það er ljóst að þeir hugsa sig gott til glóðarinnar í dag.

Það má líkja þessar árásir embættismanna sem ákveðina fjárkúgun og sjálftöku. Ekkert af þessum peningum verður notað í skynsamlega hluti. Þeir munu hækka laun hjá sjálfum sér og kaupa fleiri limmósíur fyrir "job well done"

USA stefnir hraðbyrði að vera óregluríki þar sem borgar sig ekki að stunda viðskipti.

hvells


mbl.is Standard Chartered greiðir háa sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist væntanlega að það er rebúblíkani sem hefur stýrt New York borg frá því er Rudi Giuliani sigraði í 1994 í 2 áratugi þar til til Micheal Bloomberg lét af embætti nú um áramótin.

Ég hef í raun litla samúð með þessum fjármálafyrirtækjum.

Þeir sem þekkja til í Bandríkjunum vita að það er stór munur á kostnaði td. milli New York og New Jersey hvað þá til annara fátækari svæða Bandaríkjanna og í raun óeðlilegt annað en að það komi fram í launakjörum. Launakjör í td. Shanghai eru með þeim hæstu í Kína þannig að þetta verður augljóslega að skoða í samhengi við þetta.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 10:00

2 identicon

Ef við td. skoðum nágrannalandið Noreg og td Þýskaland er haldið utan um þetta með töngum og það virðist borga sig að halda fast í hárið á fjármálamönnum. Raunar hafa Þjóðverjar og ESB snúið allrækilega upp á hendur Svisslendinga og menn eru umvörpum að greiða 60% refsiskatta.

Það er í raun bara á Íslandi sem er farið mildilega með fjárglæframenn og ekki getur maður beint sagt að það hafi farið vel.

Minni raunar á að skattar voru miklu hærri í USA þegar stórveldistími Bandaríkjanna var það var ekki fyrr en löngu löngu síðar sem þetta breyttist með aðkomu Reagans og núna tókst Bush yngri að herja með því að lána fyrir öllum hernaðarútgjöldunum. Millistéttinn í Bandaríkjunum er að fækka og það er límið í samfélaginu. "The super rich" 1 promillið er orðið miklu miklu miklu ríkari.

Það hefur í raun verið sýnt fram á það að "Ameríski draumurinn" er kjaftæði það eru miklu meiri líkur á að Skandinavar verði súperríkir af sjálfsdáðum en Bandaríkjamenn ef út í það er farið.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 10:10

3 identicon

Vísa til einnar af mörgum greinum sem hefur verið skrifaðar um "Ameríska drauminn" sem er í raun tálsýn sem fólki þar er talin trú um, var rétt fyrir meira en aldarfjórðungi en því miður er í raun algjör undantekning.

http://www.huffingtonpost.com/blake-fleetwood/finland-2_b_4373187.html

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 10:18

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Borgarstjórn og fylkisstjórn er ekki það sama.

Þarna er fylkisstjórnin að tala.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 10:25

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Annars er talsmátinn þinn týpistkur fyrir statism dólgslæti.. frekar sorglegt.

Vona að þú nærð að venja þig af þessum ósið.

Það er ekkert að því að fólk fær að eiga þau verðmæti sem þau skapa.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 10:28

6 identicon

Þú meinar fylkistjórnina í Albany en óháð því er stærsti massinn sem býr í og utan við New York.

Ég er sammála í því að fólk eigi þau verðmæti sem það skapar en skapar fjármálageirinn verðmæti? Það að selja og kaupa hlutabréf eða lifa á muni á inn- og útlánum.

Stóru línunar í hagkerfi heimsins er að síðustu árum eru hagkerfin sem að tapa eru þau með fjármálaflutninga (USA, England) eru að tapa fyrir framleiðsluhagkerfunum td. Þýskalandi, Suður-Kóreu, Kína, Canada og litlu Skandínavíu þar sem fjármálageirinn er lítill en framleiðslugeirinn hlutfallselega stór. Sviss er bæði með framleiðslu og stóran fjármálageira er kanski eina undantekningin.

Íslenska dæmið og hrunið var í raun öfgakennt dæmi um uppblásinn fjármálamarkað.

Ég sá einhvers staðar tölur um að það séu 5-7 sinnum fleirri lögfræðingar á hvern íbúa í Bandaríkjunum en í Þýskalandi. Hvaða framleiðsla kemur frá þeim, hvaða verðmæti skapa þeir?

Ég hef enga samúð með einhverjum fjármálagosum sem eru að svindla og eru teknir með hendurnar í gotterískálinni. Refsingar við hvítflibbaglæpum eru alls staðar háar nema á Íslandi.

Íslendingar geta í raun lært af Norðmennum hvað varðar hrun í bankakerfinu og það var enginn elsku mamma að lenda í fanginu á ríkinu. Laun voru snarlækkuð, yfirmönnum kastað á dyr, stofnir sameinaðar, húsgögn og eignir seldar eins og að koma í frystigeymslu og síðan var þetta var með árunum einkavætt og ríkið græddi huge á öllu saman. Lærdómurinn: Það er enginn sem kemur skríðandi til ríkisins á kostnað skattgreiðenda.

Hvað gerðis í Bandaríkjunum þegar stórfé af skattgreiðendum var ausið í Wall Street, væntanlega mestu efnahagslegu mistökin.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 12:04

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því að Wall Street ausið var rugl. Enda voru stjórnmálamennirnir ábyrgðir fyrir því. Ríkisbrestir.

Svo er ég sammála því að lögfræðingar skapa ekki verðmæti. Ástæðan fyrir fjölda lögfræðinga í USA eru flóknar reglugerðir og fáranleg lög. Ríkisbrestir þar líka.

En bankar skapa mikil verðmæti. Nefndu mér eitt fyrirtæki sem hefur orðið alþjóðlegt og stórt án hjálp banka? Það þarf mikla fært til þess að staðsetja fjármagn og ef það er illa gert þá hefur það slæmar afleiðingar einsog sást í hruninu á Íslandi.

Hong kong og Singapúr er miklar fjármálamiðstöðvar og eru að standa sig mjög vel. Svo er góður hagvöxtur í U.K miðað við nágrannalöndin þeirra m.a Þýskaland. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 13:09

8 identicon

Sammála Hvells.

Það þarf viðurkendan gjaldmiðil, góðan lagaramma og eftirlit og fjármalastofnanir sem stunda eðlileg viðskipti og síðustu árin hefur orðið aukin krafa um opin viðskipti og það er unnið markvisst gegn skattaskjólum. Bankakerið getur aukið peningamagn í umferð með að búa til eign og skuld og á Íslandi eftir hrun hefur skuldin strokast út og eftir situr "krónufroða" læst inni á bak við gjaldeyrishöftin og mönnum hefur í raun ekki tekist að lenda þessu en það verður áhugavert.

Heyrði einu sinni að menn líktu fjármálakerfinu við áveitukerfi en það þarf klárlega miklu meira til til.

Bandarískur bílaiðnaður er hryggilegt dæmi um hvernig skammsýn græðgi fjármálbransans eyðilagði heilan iðnað á innan við 30 árum.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 14:08

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bílaiðnaðurinn í USA eyðilegðist vegna verkalýðsfélaga dólga sem vildu ekki aðlagast.

Allt eftirlit á að afnema ásamt ríkisábyrgðinni í fjármálakerfinu

Eini aðilinn í dag sem prentar peninga er ríkið sjálft þ.e seðlabankar heimsins

Bitcoin er kannski að koma sterkt inn... vonandi verður bylting þar á bæ þegar ebay tekur við þessu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 14:52

10 identicon

Það er í raun ekki rétt hells. Hvers vegna getur bílaiðnaðurinn í Þýskalandi og vörubílaframleiðslan í Svíþjóð gert þetta?

Skortur á fjárfestingu og skammtímagróðasjónarmið stórsköðuðu bandarískan bílaiðnað, ávöxtunarkrafan var allt of mikil.

Ávöxutnarkrafa tryggingarfélaga er svimandi há um 20%.

Bitcoin er að hrynja. Prinsippið er gott en horfurnar eru því miður slæmar, gengið sveiflukennt viða þetta við íslensk króna er kanski ekki alveg "fair". http://www.coindesk.com/price-bitcoin-falls-500-lowest-level-since-may/

Myndir þú leggja ævisparnaðinn í Bitcoin?

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 15:07

11 identicon

Þetta er ekki rétt söguskoðun.

Hvað þá með bílaiðnaðinn í Þýskalandi sem aldrei hefur staðið betur eða vörubílaframleiðsluna í Svíþjóð.

Borga miklu betur og miklu betri aðstaða fyrir starfsfólk.

Þetta var í raun að menn vildu pína út mikinn arð og lítið þolinmótt fé var þarna þannig að menn kreystu og kreystu út eins mikið og menn gátu og loks var ekkert eftir nema skurnin.

Ég held þú verðir skúffaður með Bitcoin gengið hefur hrapað frá mai. Það ríkir ákveðinn trúnaðarbrestur um gildi gjaldmiðilssins. Hver veit mögulega eiga slíkir gjaldmiðlar einhverja framtíð fyrir sér.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband