Enn og aftur er Hamas að reyna drepa fólk

Þetta er týpísk fyrirsögn hjá íslenskum fjölmiðlum.

"Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza að nýju í dag". Jújú það er rétt.

 

En af hverju ætli það sé?

 

Það er út af hryðjuverkasamtökin Hamas byrjuðu á að skjóta eldflaugum á Ísrael. Semsagt Hamas byrjaði. Ísrael ber skylda að verja sína borgara, það er ekki flóknara.

Hama ber ábyrgð á þeim dauðsföllum sem kunna að verða nú á næstu dögum. Býst við yfirlýsingum frá vinstri fólki og meðlimum Ísland-Palestína þar sem Hamas samtökin eru fordæmd!

kv

Sleggjan


mbl.is Átök þrátt fyrir vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Sleggja,

Það er ómögulegt að skilja þessa lógikk.

Þetta er blóðhefndir, innibyrgð reiði og hatur

Þetta mun halda áfram í langan tíma og snarversna.

Gunnr (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 16:25

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skil ekki heldur þessa lógík í Hamas mönnum Gunnr.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2014 kl. 18:40

3 identicon

Sérfræðingar eru búnir að reikna út að það taki um 20 ár að endurreysa Gaza miðað við núverandi hömlur. Fólkið er ekki tilbúið að búa í fangabúðunum og þolinmæðin horfin. Spurning hvað Ísraelsmenn ætla að bjóða en status co varður ekki viðurkennt þannig að ég óttast að ástandið verði verra áður en það batnar. Öfgamenn báðum megin við fangagirðinguna inn á Gaza æsa upp fólk.

Það eru fleirri hópar þarna en Hamas. Raunar er ekki hægt að spyrða þessa öfgahópa saman en Hamas er ekki með svo sterk tök á þessu. Það þarf ekki mikið til að skrúfa saman rakettu og senda þetta af stað.

Maður getur í raun reynt að setja sig í spor þessa fólks sem er læst þarna inn á Gaza og komast ekki út. Allt sem þú gerir getur verið sprengt upp einn daginn. Börn, foreldrar, ættingjar og vinir sprengd í tætlur fyrir engar sakir það að einhverjir unglingar séu að senda rakettu af stað enda oftast ekki merkileg fyrirbæri. Sjá fram á það að eyða þarna ævinni. Ég veit ekki hvernig þið eruð innréttaðir en ég get ekki beint séð það fyrir mér að ég myndi taka þessu þegjandi. Það er ekki beint hægt að sjá að það sé einhver vænleg leið að þegja maður sér hvernig þeir valta yfir þá á Vesturbakkanum með að yfirtaka landsvæði og múra þá inni og landtökufólk veður um og skemmir eignir og er með yfirgang vopnaðir.

Ég er ekki týpan sem myndi láta ýta mér niður í skítinn. Ég veit ekki um ykkur?

Hvers konar framtíð er verið að bjóða fólkinu þarna upp á? Eru menn ekki að nálgast ástandið í Varsjár Gettóinu í april 1943?

Gunnr (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 20:33

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mér er fyrirmunað að skillja af hverju Egyptaland loka sínum landamærum að Gaza. Vinaríkið Palestína, fellow múslimar.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 08:48

5 identicon

@3: Þú ert einn af þeim sem er illa að þér í þessu og hefur ekki haft fyrir því að kynna þér hina hliðina, hliðina sem fjölmiðlar trassa iðulega að halda líka að fólki.

Þetta var ellefta vopnahléið sem Hamas annað hvort brýtur eða hafnar. Geta menn engar ályktanir af því dregið?

Það er í raun afar auðvelt að skilja það sem þarna gerist ef menn skilja svolítið í íslam. Ég hef haft fyrir því að lesa mér til og raunar lesið nokkrar góðar bækur og þess vegna getur maður séð hitt og þetta fyrir.

Byrjum á byrjuninni. Palestína er heiti á svæði sem Rómverjar stjórnuðu á sínum tíma. Á þessu svæði eru í dag Gaza, Ísrael, Líbanon, Sýrland og Jórdanía. Árið 1695 var framkvæmt manntal í Palestínu og í því er ekki eitt arabískt nafn að finna. Það er því lygi að verið sé að stela landi af "Palestínumönnum". Hver eru þjóðareinkenni Palestínumanna? Hvað greinir þá sem þjóð frá t.d. Jórdönum?

Í annan stað ber að nefna að Ísraelar fóru frá Gaza árið 2005. Síðan þá hefur um 13000 eldflaugum verið skotið á þá eftir að þeir fóru þaðan. Svo eyðilögðu "Palestínumenn" um 30.000 gróðurhús sem skilin voru eftir fyrir þá. "Palestínumenn" hafa haft um 9 ár til að gera eitthvað uppbyggilegt á svæðinu. Hvernig hafa þeir nýtt þann tíma?

Hamas hefur þegið um 150 milljónir dollara á árið frá bara Katar undanfarin ár. Þá eru aðrar þjóðir sem styðja þá ekki taldar með. Í hvað halda menn að þetta fé hafi farið? Er verið að byggja verksmiðjur þarna eða stofna tölvufyrirtæki? Hvað eru menn á Gaza að gera til að undirbúa stofnun lífvænlegs ríkis þar? Á hverju ætlar þetta ríki að lifa? Ölmusu eins og hingað til? Kanarnir senda Palestínumönnum um 440 milljónir dollara á ári. ESB sendir þeim líka slatta. Í hvað fer þetta fé? Af hverju heldur þú að ýmis ríki á svæðinu styðji aðgerðir Ísraela gegn Hamas og PIJ?

Innflutningshömlur á Gaza komu ekki til fyrr en árið 2007. Veistu hvers vegna? Veistu hve mikið fé Meshal á? Veistu hve stóra landareign Haniyeh á? Veistu hver laun Abbas eru á mánuði? Heldur þú virkilega að leiðtogar Palestínumanna séu að vinna af heilindum fyrir sitt fólk?

Gunnr, þú átt að heita mikið menntaður. Hvernig stendur þá á því að þú ert svona hrikalega illa að þér? Ert þú kannski einn af þeim sem þegir þunnu hljóði vegna þeirra drepnir hafa verið vegna trúar sinnar í Sýrlandi og Írak?

Taka ber tölum um mannfall á Gaza með miklum fyrirvara enda koma þær tölur frá heilbrigðisráðuneyti Hamas. Það er eigi að síður staðreynd að óberandi stór hluti fallinna eru karlmenn á aldrinum 20-29 ára. Hvað halda menn að það þýði?

Helgi (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 12:22

6 identicon

Helgi,

Kjaftæði er í þér. Ég er ekkert að verja hryðjuverk hvort sem þau eru framkvæmd af samtökum eða ríkjum eða þá sem er að skjóta rakettum/flaugum.

Það breytir því ekki að það eru 1,8 miljón manns lokað inn í Gaza gettóinu í fangelsi Ísraels. Það verður vart hægt að segja að hin herteknu svæðin hafi beint farið vel út úr því að hafa hægt um sig, smám saman múruð inni, þar á meðal talsverður hópur sem er kristinn. Vatnsréttindi eru skert.

Stóra spurningin er hverju vill Ísreal fórna fyrir frið?

Ætla þeir að veita þessu fólki ríkisborgararétt eða eru mannréttindi þessa fólks minna virði?

Þessi framkoma er brot á alþjóðlegum reglum en Ísreal hefur ennþá komist upp með þetta í skjóli Bandaríkjanna meðan samúðin er óðum að flagna af þeim í Evrópu vegna framkomu sinnar. Þetta minnir orðið óþægilega á aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku eða þá kanski á þriðja ríkið þegar ákveðin þjóðarbrot þóttu óæðri "aríum". Slík mannfyrirliting á ekkert nema skömm skilið og ótrúlegt að fólk sem jafnvel kennir sig við kristið hugarfar komi fram á þennan hátt.

Hvað ætli Kristur hafi gert ef hann væri uppi í dag?

Ég held að það þurfi að gefa fólki von? Annars ríkir mikil svartsýni um ástandið. Þegar fólk hefur enga von hefur það engu að tapa og klárlega er það auðvelt að afvegaleiða það af öfgamönnum.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 12:47

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Af hverju opnar Egyptaland ekki sín landamæri að Gasa? Af hverju er verið að pönkast í Ísrael einungis.

Mundi skilja ef það væri þrýst á bæði löndin, fatta ekki að bara Ísrael er on the hot seat.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 15:03

8 identicon

@6: Lestu þér til. Þú heldur sömuleiðis uppteknum hætti með því að sneiða algerlega hjá því sem ég nefni.

Nokkru áður en þessi átök brutust út var gerð skoðanakönnun meðal íbúa Gaza. Þú hefur auðvitað aldrei heyrt talað um hana frekar en obbi fréttamanna.

Um 70% svarenda (íbúar Gaza) sögðu að þeir vildu betri samskipti við Ísrael. Íbúar Gaza eru orðnir langþreyttir á þeim sem þar stjórna. Hamas og PIJ vilja ekki betri samskipti við Ísrael eins og þú munt sjá ef þú nenntir að lesa stofnsáttmála Hamas.

Mikill fjöldi araba býr innan Ísrael og nýtur þar fullra réttinda. Er lýðræði á Gaza?

Fyrst þú ert svona glöggur á alþjóðalög getur þú kannski sagt mér og fleirum hvort það sé brot á alþjóðalögum að nota skóla og sjúkrahús sem vígahreiður? Er það brot á alþjóðalögum að nota almenna borgara sem mannlega skyldi? Er það brot á alþjóðalögum að skjóta eldflaugum inn í ísraelskar borgir? Óumdeilt er að Ísraelsher gengur lengra en nokkur annar her í að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara. Skiptir það ekki máli?

Það sem þú veist heldur ekki er að allt það efni sem notað var í öll þessi jarðgöng á Gaza kom í gegnum Ísrael. Hvaðan heldur þú að nauðsynjar á Gaza komi?

Þú hefur heldur ekki heyrt neitt um það að Ísraelar settu upp spítala við landamæri Gaza gagngert til þess að taka við særðum íbúum Gaza. Gaza svæðið er ekki hernumið af Ísrael.  

Ég skil ekki af hverju þú, hundheiðinn maður, ert að draga Krist inn í þetta mál? Stjórnendur Gaza eru engir vinir kristinna.

Ísraelar hafa margsýnt að við þá er hægt að semja um frið. Þú kannast sjálfsagt lítið við það hverju "Palestínumenn" höfnuðu í friðarviðræðum í Osló? Heldur þú að PIJ og Hamas muni halda samninga sem Fatah gerir?

Ef þú vilt skilja þessa deilu þarftu að lesa kóraninn, hadith og sira. Það munt þú hins vegar aldrei gera.

@7: Ætli það sé ekki af sömu ástæðu og menn segja ekkert vegna morða ISIS á óbreyttum borgurum og þrælasölu þeirra í Írak og Sýrlandi.  Vandinn er að hræsni og tvöfeldni á Vesturlöndum á bara eftir að versna og sífellt fleiri munu skipa sér í sveit með óbreyttum morðingjum.

Helgi (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband