Fordómar?

"Ísland er um mjög margt upp­lýst sam­fé­lag en þegar kem­ur að mál­efn­um inn­flytj­enda er pott­ur brot­inn"

Hér er Wilson að dæma alla Íslendinga vegna hegðun örfáa. Þetta er merki um dómgreindarbrest hjá þessari ungri konu vegna þess að maður á að nota ákveðna rökhugsun í lífinu. 

Ef ég fer til Danmörku og einn Dani er ókurteis við mig þá dæmi ég ekki alla dana.

Ef ég fer til Þýskalands og einn Þjóðverjir er nískur þá dæmi ég ekki alla Þjóðverja sem níska.

Svo hef ég farið niður í miðbæ Reykjavíkur að skemmta mér og hef lent í ofbeldisfullum einstaklingum en ég dæmi ekki alla Íslendinga sem ofbeldisfulla.

Enda er ég ekki fordómafullur.

hvells


mbl.is Stoltur Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa greinina en ég á smá erfitt með að skilja hvernig þú komst að þeirri niðurstöðu að með ummæli mitt sé ég að dæma alla Íslendinga þ.m.t. sjálfan mig :-), sérstaklega þegar í beinu framhaldi sagði ég þetta "SUMIR gefa sér til dæm­is að er­lend­ar kon­ur séu hér yf­ir­leitt í ann­ar­leg­um til­gangi. Eins og til að stunda vændi. Það er auðvitað frá­leitt.“

Claudie (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 12:55

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta fær mig til að hugsa vegna þess að Íslensku konurnar verði ekki síður fyrir áreiti og að ætla að það sé endilega vegna þess að litur hennar sé öðruvísi en okkar er ég ekki alveg að ná og hvað þá að það sé vegna þess að við séum hrædd við breytingar, hvaða breytingar er hún að tala um, breytingu á að sjá annan lit á fólki eða hvað...

En fólk er misjafnlega viðkvæmt greinilega...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.8.2014 kl. 13:05

3 identicon

Sleggja og Ingibjörg: Einn íslenzkur rasisti er einum rasista of mikið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 14:05

4 identicon

Djöfull er maður orðinn þreytur á þessu endalausa væli í innflytjendum, ekkert nema ýkjur og aumingjaskapur, þetta er eitt friðsælasta land heims og fólk þorir að hleypa börnunum hérna út að leika sér eftirlitlaust án þess að vera með einhverjar áhyggjur, svo ef að fullorðinn manneskja segjist vera eithvað hrætt hérna, þá er hún ekkert annað en skræfa með óþarfa væl, og þannig fólk getur bara drullað sér þaðan sem það kom og vælt yfir því hvernig hlutirnir eru Þar, enda er líklegra að það hafi yfir einhverjum raunverulegum hlutum að væla yfir þar.

Jolnir (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 14:50

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samkvæmt fréttum á hér sér stað daglegt ofbeldi af hinu ýmsasta tagi.  Ekkert bendir til þess að stafi af rasima frekar en fjárgræðgi, ofbeldishneigð,  barnagirnd, hefðbundnu heimilisofbeldi eða öðrum ósóma.

Einn ofbeldissinni er einum ofbeldissinna of mikið.   

Kolbrún Hilmars, 9.8.2014 kl. 15:25

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Claudie. Þú segir að þegar kemur að innflytjendamálum þá er potturinn brotinn hjá Íslendingum (Íslandi)

Það er alhæfing. 

Þessvegna quote-aði ég þig þarna efst í færslunni. 

kveðja

Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2014 kl. 18:15

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei sko, kommentaherinn veit sko betur en þessi kona sem viðtalið er við, hér er sko alls enginn rasismi, sussuneinei, ekki nema hjá blessuðum öðlingnum Halldóri Jónssyni (sem fúslega gengst við því), en hann er nú svo mikið krútt..

Sleggja - ef sagt er að hér sé "pottur brotinn" er alls ekki endileg átt við að það eigi við ALLA. Þú kannt greinilega ekki íslensku. Ert þú kannski innflytjandi?

Jolnir: djöfull er ég þreyttur á svona andskotans vælathugasemdum frá rasshausum. Getur þú ekki bara drullað þér af internetinu?

Skeggi Skaftason, 9.8.2014 kl. 18:36

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Hvellinum í hverju orði.

Ímyndið ykkur ef ég mundi haga mér svipað og segja að ALLIR múslimar beittu konur ofbeldi því ég varð vitni að því í einhverju húsasundi í gær? Ég væri rasisti. En þegar minnihlutahópur gagnrýnir þá gerir enginn athugasemdir.

Annars segi ég: Chain hang to my Ding.., Chain hang, Chain hang to my ding...

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2014 kl. 18:59

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sleggja:

Svo ef einhver segir "Það er nú pottur brotinn í jafnréttismálum í Arabalöndum", þá myndir þú mótmæla því ??

Skeggi Skaftason, 9.8.2014 kl. 21:32

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2014 kl. 15:31

11 identicon

Einhver segir eitthvað og svo kemur einhver og segir einhvern hafa sagt eitthvað og jafnvel eitthvað annað en hann sagði. Svo kemur einhver annar og hefur eitthvað eftir einhverjum eitthvað sem einhver allt annar sagði.

Í fyrsta lagi lagði Wilson aldrei dóm á Íslendinga alla, sleggjan og hvellurinn sagði hana hafa gert það. 

Í öðru lagi verður ekki lesið úr greininni að Wilson telji að áreiti gagnvart henni stafi alfarið af húðlit eins og Ingibjörg segir hana gera. Reyndar er það svo að hvergi í greininni talar hún beinlínis um að hafa orðið fyrir áreitni vegna húðlitar síns en nefnir einungis "það ör­fáa nei­kvæða sem (hún) hef(ur) lent í" [mínar breytingar].

Í þriðja lagi segir hvergi að Winston telji að "við" hræðumst breytingar, eins og Ingibjörg gefur í skyn, og af því hafi hún orðið fyrir áreitni vegna húðlitar (en það sagði Ingibjörg einungis að hún hafi sagt, sjá að ofan). Telji Ingibjörg að orðið "við" í samhenginu eigi að merkja "Íslendingar" verður niðurstaðan sú sama.

Í fjórða lagi þá er það rétt að eftirfarandi setning er alhæfing:

"Claudie(,) (þ)ú segir að þegar kemur að innflytjendamálum þá er potturinn brotinn hjá Íslendingum (Ísland)" [mínar breytingar].

Þó er þessi setning þessi ekki annað en röng fullyrðing Sleggjunnar og Hvellsins um eitthvað sem Claudie á að hafa sagt en sagði ekki. Tilvitnunin sem vísað er í leiðir það í ljós og greinin þaðan sem hún er tekin gerir það jafnvel greinilegra.

Í fimmta lagi, hvað í skrattanum eru þið hin að fara? Vonandi stendur til hjá sem flestum að byrja að hugsa, einhverntíman. Skeggi Skaftason hugsar augljóslega, og þökk fyrir það.

Ólafur Þórarinsson (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband