Hvað segja íslensku snillingarnir núna

Staðan er einfaldlega þannig að Ísrael vill vopnahlé en Palestína ekki.

 

Í mótmælunum í gær er Ísrael hvatt að hætta árásum. Þvert á móti vilja Ísraelar það. Þannig tilgangsleysið augljóst.

 

Ætli íslensku snillingarnir hafi vitað að Palestína vill ekki frið og vill halda áfram að berjast.

Hver ætli sé meiri herskár? Jú þeir sem við vilja halda áfram.

 

 

Ég hvet íslensku snillinganna að halda mótmælafund í dag. Mótmæla Palestínumönnum og hvetja þau að hætta árásum á Ísraela.

kv

Sleggjan

 


mbl.is Ísraelar samþykkja vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Meðlimir í félaginu Ísland-Palestína eru einstaklingar sem án efa meina vel en eru hræðilega illa að sér. Þeir líta út eins bjánar nú þegar Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé en Hamas og samverkamenn þeirra ekki. Það verður því ekki vopnahlé og líkurnar á að Ísraelar sendi hermenn inn á Gaza jukust verulega við þessa þróun. Því miður :-(

Helgi (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 11:13

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þarna hittir þú í mark Helgi.

Þetta er vel meinandi fólk. En þurfa að setjast niður og lesa sér til, afla sér þekkingar.

Það er nú oft þannig að tilfinningarökin duga ekki alltaf. Þau eru oft órökrétt og skökk.

Best að byggja þekkingu á staðreyndum og byggja afstöðu sína út frá þvi.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2014 kl. 16:53

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri gott að þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir gæti svarað þessu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2014 kl. 18:09

4 identicon

Að kalla það "vopnahlé" að hætta einhliða fjöldamorðum á saklausum íbúum Gasasvæðisins er náttúrlega galið.

Ef ég væri íbúi á þessu svæði, og Ísraelski herinn væri búinn að myrða hálfa eða alla fjöslkyldu mína, þar á meðal börn mín og eiginkonu ætti ég ekki annan tilgang eftir í lífinu en að hefna þeirra.

Mér væri skítsama um öll "vopnahlé"

Ef alþjóðasamfélagið horfir aðgerðalaust á þessa stríðsglæpi og fjöldamorð, þá verður einstaklingurinn að sækja sitt réttlæti sjálfur.

Þó það taki restina af ævinni.

Að hefna þriggja með því að drepa tvöhundruð, og allir jafn réttdræpir fyrir það eitt að hafa fæðst í Palestínu, það er ótrúlegt að fólk verji þennan viðbjóð.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 21:04

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eins og ég sagði hér að ofan þá duga tilfinningarökin einfaldlega eins langt og í öðru.

Blanda "but what about the children" rökin er líka mjög vinsælt í tilfinningaleiknum. Það er í rauninni ekki hægt að vara þessu. 

Hægt er að tilfinningaklámvæða öll átök í rauninni.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2014 kl. 06:47

6 identicon

@4:

Sigurður, þú þarft að lesa þér til. Eftir að morðin á þremur unglingum á leið heim úr skóla jukust eldflaugaárásir frá Gaza verulega. Palestínumenn fögnuðu morðunum og yfirvöld þar hafa ekkert gert til að reyna að hafa hendur í hári morðingjanna. Veistu af hverju? Nokkrir Ísraelar drápu palestínskan ungling í hefndarskyni og eru þeir nú í haldi og eiga von á ákærum. Hver er munurinn hér?

Þegar menn fela vopn í heimahúsum innan um fjölskyldumeðlimi sína er ekki við neinn annan að sakast þegar árás er gerð á húsið. Staðfest hefur verið að Ísraelar vara við öfugt við Hamas og skoðanabræður þeirra. Hamas og skoðanabræður þeirra nota almenna borgara til að skýla vopnum sínum. Hvað skyldi nú Genfarsáttmálin segja um það?

Ísraelsmenn fóru frá Gaza árið 2005 og eftirlétu Palestínumönnum svæðið. Hafa þeir gert eitthvað uppbyggilegt þar? Er verið að byggja verksmiðjur til að útvega fólki störf? Er verið að byggja upp ferðamannaiðnað eða bara eitthvað slíkt? Nei. Ætla Palestínumenn að lifa endalaust á ölmusu?

Svo er verið að tala um hernám. Gaza er ekki hernumið svæði, Ísraelsmenn eru ekki með hermenn þar. Það er einföld staðreynd sem menn geta ekki einu sinni farið rétt með :-(

Svo er alltaf verið að tala um hvað Ísraelsmenn eru vondir við íbúa Gaza. Hvaðan heldur þú að rafmagnið sem menn nota á Gaza komi? Það kemur frá Ísrael. Var skrúfað fyrir það eftir að allar þessar eldflaugaárásir hófust? Nei! Það varð truflun á afhendingu vegna þess að eldflaug frá Gaza lenti á rafstöð sem sér Gaza fyrir rafmagni. Hinir hlutlausu fréttamenn og meðlimir félagsins Ísland-Palestína segja auðvitað ekki frá því. Hvers vegna? 

Hættu nú að láta ljúga þig fullan og kynntu þér báðar hliðar málsins. Segir það þér heldur ekki neitt að nágrannar Hamas, Egyptar, eru algerlega búnir að loka á Hamas? Margir í Egyptalandi hvetja Ísraela áfram og vilja að þeir gangi algerlega í skrokk á Hamas. Hvers vegna?

Hvers vegna eru Hamas einráð á Gaza? Þekkir þú þá sögu?

Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 08:47

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vel mælt Helgi.

Annað sem ég hef ekki orðið var við að spurt sé að.  Þrátt fyrir aðvaranir Ísraela um að þeir ætli að gera loftárásir á tiltekin svæði og fólkið á því svæði hvatt til að yfirgefa það og koma sér í skjól annarsstaðar, af hverju kemur Hamas í veg fyrir það að óbreyttir borgarar, konur og börn, geti leitað sér skjóls?  Er það í raun tilgangur Hamas að sem flest börn farist í þessum loftárásum svo hægt sé að nota það í áróðursskini?  Hamasvinir virðast vera blindaðir á þennan sannleika og virðast vera alveg sama um hvað sé rétt og satt, bara að hryðjuverkavinir þeirra nái sínu fram.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.7.2014 kl. 10:07

8 identicon

Ég þarf ekkert að lesa mér meir til en ég hef þegar gert.

það er ekkert til sem afsakar þessi fjöldamorð ísraela, nákvæmlega ekki neitt.

það skiptir engu hver byrjaði, hver á sökina eða hver skrifar hvað.

Þetta eru fjöldamorð, og brot á öllum sáttmálum heims um mannréttindi og einnig hegðun í stríði.

Alveg klárt mál og ekkert um það deilt.

Ísraelar eru ekki í neinum vandræðum með að fara inn í þessi hús og leita að vopnum ef þeir vilja, þeir þurfa ekkert að myrða alla íbúa hússins til þess.

Ef þetta væri eitthvað annað land í heiminum sem stundaði þessi morð á saklausum borgurum væri búið að draga þá ráðamenn fyrir dómstóla og ákæra fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 18:52

9 identicon

@8:

Það er merkilegt að sjá hvað þú berð á borð og þykist svo hafa lesið þér til. Þú talar um fjöldamorð og brot á mannréttindum. Hvað með rétt íbúa t.d. Sderot til að fá að lifa í friði án þess að eiga von á eldflaugum?

Hvernig hófust núverandi átök? Eftir morðin á þremur ísraelskum unglingum á leið heim úr skóla jukust eldflaugaárásir Hamas og fleiri frá Gaza. Vilt þú meina að Ísrael eigi ekki að svara þeim árásum?

Svo segir þú að Ísraelar séu ekki í neinum vandræðum með að fara inn í þessi hús og leita að vopnum ef þeir vilji. Þessi ummæli þín endurspegla ótrúlega vanþekkingu og barnaskap. Ef Ísraelar myndu gera það þá myndir þú segja að Ísraelar væru að gera innrás á Gaza. Þú myndir áfram tala um fjöldmorð. Heldur þú að Hamas og fleiri þarna myndu leyfa húsleit?

Ísraelar gera það sem hægt er til að takmarka mannfall meðal óbreyttra borgara og Palestínumenn viðurkenna það:

https://www.youtube.com/watch?v=DjzS27ylCZ8

Hamas og taglhnýtingar þeirra nota almenna borgara sem mannlega skyldi og fela vopn í heimahúsum og moskum. Hvaða sáttmáli er brotinn við það?

Margir Egyptar hvetja nú Ísraela til dáða og vilja að þeir gangi í skrokk á Hamas. Getur þú engar ályktanir af því dregið? Af hverju heldur þú að Egyptar hafi lokað Rafah?

Prófaðu að kynna þér málin í stað þess að vaða svona fram með tóma dellu. Hefur þú virkilega svona lítinn metnað fyrir eigin hönd?   

Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2014 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband