NEI sinnar ljúga að þjóð sinni

NEI sinnar hafa haldið því fram að með því að vera fyrir utan ESB þá kostar það ekki nein störf

"Eitt af skil­yrðum fyr­ir 700 millj­óna fjár­mögn­un á Mint Soluti­ons var að fyr­ir­tækið færði höfuðstöðvar sín­ar úr landi, en hræðsla fjár­festa við fjár­magns­höft­in spil­ar þar stærsta hlut­verkið"

 

Þetta er sönnun þess að NEI sinnar eru alltaf að ljúga að þjóð sinni og eru núna algjörlega búnir að saura út parketið.

Ég er búinn að reyna að skeina þessum NEI sinnum í mörg ár en þeir láta sig ekki segjast.

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu ekki að rugla þarna saman annars vegar aðild að ESB og hinsvegar gjaldeyrishöftum eða hugsanlegri losun þeirra?

Svo ertu líka að rugla saman gjaldeyrishöftum og fjármagnshöftum, það eru engin gjaldeyrishöft á Íslandi, aðeins fjármagnshöft.

Af þessu tilefni má benda á að það eru fjármagnshöft í gildi í sumum löndum Evrópusambandsins, sem eru jafnframt notendur að evrunni.

Hver er það sem er að "ljúga að þjóð sinni" ?

Annað: Hver eru rökin fyrir afnámi hafta á fjármagnseigendur? Ég kannast við að neinn af þeim sem talað hafa hæst fyrir því hafi nokkurntíma rökstutt hvers vegna það sé yfir höfuð nauðsynlegt fyrir íslenskan almenning.

Hvaða hagsmuni gæti íslenskur almenningur eiginlega haft af því að afnema höft á fjármagnsflutning fjármagnseigenda út úr landinu? Þarf ekki að útskýra það fyrst áður en höftin verða afnumin?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2014 kl. 17:11

2 identicon

Höft verða hér áfram meðan krónan er gjaldmiðillinn. Það er komi tími til að menn hætti að afneita þeirri staðreynd svo að hægt sé að taka upp vitrænar umræður.

Með krónu í höftum hverfa ekki bara störf úr landi. Það er einnig komið í veg fyrir ný störf.

Þá á ég ekki bara við að erlend fyrirtæki hasli sér miklu síður völl hér ef Ísland er ekki í ESB. Sennilega er enn meira virði sá 500 milljóna manna markaður sem með ESB aðild opnast fyrir íslensk fyrirtæki sem loks geta keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki.

Fyrir utan tolla koma óhjákvæmilegar sveiflur á gengi krónunnar í veg fyrir að íslensk fyrirtæki geti keppt á þessum markaði. Góður rekstur breytist hæglega í taprekstur og jafnvel gjaldþrot þegar gengi krónunnar hækkar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 17:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gjaldeyrishöftin skipta okkur almúgann miklu minna máli en sagt er.  Ekki eins og þetta sé nýjung - við sem erum eldri en tvævetur höfum kynnst því verra.

En  peningamönnum svíður.  Þeim eru hömlur settar.  Mikið væri þó gott ef þeir kæmu hreint fram og segðu - á mannamáli - hvers vegna þeir vilji hömlum aflétt.

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 21:55

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Atvinnuástand er miklu betra á Íslandi en í öllu Evrópusambandinu.

Hér er fjödli erlendra fyrirtækja að fjárfesta og hefja nýja atvinnustarfssemi. Til dæmis má nefna bandaríska stórfyrirtækið Silicor Materials sem er að hefja byggingu á stórri sólarkísil versksmiðju á Grundartanga. Verksmiðjam mun skapa yfir 400 störf þar á meðal mörg háskólamenntuð störf í tæknigeiranum. Talsmenn Siolicor völdu einmitt Ísland af því að hér væru allar viðskiptalegar forsendur góðar og settu ekki takmörkuð fjaldeyrishöft fyrir sig. Ísland var ekki hvað síst ekki hvað síst valið úr umfram fjölda mörg önnur lönd sem til skoðunar höfðu verið fyrir nýgerðan fríverslunarsamning Íslands við Kína.

Ameríska verslunarkeðjan COSTCO ætlar nú að hefja verslunarstarssemi sína hér á landi.

Breska flugfélagið Easy Jet er að tvöfalda umsvif sín á Íslandi.

Bandaríska lyfjatæknifyrirtækið Alvogen valdi nýlega Ísland umfram fjölda annarra landa sem til skoðunar voru til þess að reisa hér stórt lyfjatækniver. NEi ÍSland er svo sannarlega land tækifærana án ESB aðildar og án þess helsis sem Evran er mögum aðildarríkjum ESB !

Gunnlaugur I., 8.7.2014 kl. 23:27

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Costco mun ekki geta opnað verslun hérna vegna þess að við erum ekki í ESB og erum með séríslenskar og fáranlegar Framsóknarreglur sem mun halda Íslendingum í fátæktarmörkum um ókomna framtíð.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2014 kl. 23:30

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún, það eru engin gjaldeyrishöft á Íslandi.

Erlendir ferðamenn geta greitt fyrir vörur og þjónustu hér á landi með nánast hvaða gjaldmiðli sem er, svo ekki eru höft á því.

Íslendingar geta keypt þann gjaldeyri sem þeir þurfa til að greiða fyrir löglega keypta vöru og þjónustu sem flutt er inn til landsins, svo ekki eru höft á því.

Íslendingar sem fara til útlanda geta meira að segja keypt talsvert magn af gjaldeyri í reiðufé til að taka með sér, miklu meira en þeir geta t.d. tekið út í hraðbanka í íslenskum krónum á einum sólarhring. Þar að auki geta Íslendingar verslað með greiðslukortum í útlöndum að vild, þ.e. upp að úttektarmörkum en þá er það óháð gjaldmiðli svo það jafngildir ekki gjaldeyrishöftum. Að þessu leyti eru Íslendingar í raun betur settir en sumir íbúar evrusvæðisins, til að mynda þeir sem eru búsettir á Kýpur.

Það eru vissulega við lýði fjármagnshöft á Íslandi, en það er alls ekki það sama og gjaldeyrishöft, en hver segir að það eigi að afnema fjármagnshöft með öllu? Það hefur margoft verið farið fram á að þeir sem hæst gala um að afnema þurfi einhver meint gjaldeyrishöft útskýri mál sitt, en rök þeirra láta á sér standa.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2014 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband