X-S þarf að svara fyrir fjármögnun

Þekktur XD maður segir á Facebókinni:

"Það er ótrúlegt púður sem upphlaup Framsóknar fær í fjölmiðlum núna rétt fyrir kosningar en er þó ekki að koma að manni í Reykjavík. Ég sem hélt að það væri hlutverk fjölmiðla að varpa sérstaklega ljósi á fullyrðingar þeirra sem líklega munu ná mönnum inn og lofa gulli og grænum skógum nái þeir meirihluta. Fyrir þessar kosningar lofar X-S listinn t.d. allt að 3.000 íbúðum sem kosta 80-100 milljarða í byggingu sem talvert hærra tala en skuldaniðurfelling X-B sem er þó fjármögnuð með sérstökum bankaskatti. Hvernig ætlar X-S að standa við stóru orðin og hverjir aðrir en útsvarsgreiðendur í Reykjavík eiga að fjármagna niðurgreitt íbúðarhúsnæði? "

 

Ég get verið sammála því að XS þarf að fara segja hvernig á að fjármagna þessar íbúðir. Þetta eru svakalegar upphæðir. Þó að Félagsbústaðir eiga eitthvað af fjármagni þá dekkar það langt í frá kostnaðinn á byggingu húsanna.

 

Einnig er VG að loka peningum út um allt. Fjármögnunin er aukaatriði. 

 

 

Fjölmiðlar hafa ekki þrýst fast á þessa flokka að segja hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er mjög furðulegt, ef loforðin væru komin frá XB væri gengið mjög hart fram leyfi ég mér að fullyrða. Ætli þetta sé tengt hinu stóra samhengi að blaðamenn eru almennt vinstri fólk og þá fallir undir Samfylkingunna og VG þó margar undantekningar séu.

kv

Sleggjan

 

 

Viðbót 22:20

Þekkti XD maðurinn sem ég nefni hér að ofan segist ekki vera Sjálfstæðismaður. Leiðréttist hér með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu gjöra svo vel að hætta að klína á mig einhverjum flokksstimpli þótt svo að ég leyfi mér að hafa skoðanir á framboðsmálum flokkanna!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 19:55

2 identicon

Hver bullar svona?

Samfylkingin ætlar ekki að láta borgina byggja 2500 íbúðir heldur aðeins greiða fyrir að þær verði byggðar. Það er í fyrsta lagi gert með því að gera ráð fyrir þeim í skipulagi og hefur verið unnið að því undanfarin misseri.

Fyrirgreiðsla borgarinnar verður væntanlega í formi lóðaúthlutana fyrir lítið eða ekkert verð einkum til byggingasamvinnufélaga, búseturéttarfélaga osfrv. Kannski munu Félagsbústaðir eiga hluta þessara íbúða.

Tek þó fram að ég er ekki talsmaður Samfylkingarinnar enda ekki í flokknum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 20:48

3 identicon

Þú tekur allavegana að þér að túlka loforðin óumbeðinn. Forsíðuauglýsingar borgarstjóraefnisins lofa 2500-3000 nýjum leiguíbúðum. Ert þú sem sagt að segja að þetta séu ekki loforð þegar smáa letrið er skoðað og allsendins óljóst hvort íbúðirnar verði byggðar á næsta kjörtímabili? Bara línur á blaði eins og skipulag fyrir Sundabraut og álver í Helguvík!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 22:01

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Torfi. Ég geri ráð fyrir að þú sért í Sjálfstæðisflokknum.

Þú mátt leiðrétta mig ef svo er ekki.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2014 kl. 22:11

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Ásmundur

XS er þá með blekkingar í aðdraganda kosninga. 

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2014 kl. 22:14

6 identicon

Hvaða blekkingar ertu að tala um, Sleggjan?

Ég heyrði Dag segja frá því í viðtali að borgin myndi ekki fjármagna þessar 2500 íbúðir heldur byggingasamvinnufélög, búseturéttarfélög og önnur félög.

Það er engin skortur á eftirspurn slíkra aðila eftir lóðum fyrir íbúðir svo að ég sé ekkert því til fyrirstöðu að standa við loforðið. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband