Erfitt verk

Að halda þennslunni í skefjum er mjög erfitt og þarfnast pólítiskt þreks.

Það er mjög auðvelt að detta í stemmara einsog Davíð Oddson datt í. Þennja ríkið út í það óendalega í góðæri.

Það er mjög erfitt að koma með rök fyrir aðhaldi í rekstri þegar hagkerfið gengur vel. Það vilja allir sinn skerf. Þessvegna er best að greiða niður skuldir ríkisins mjög hratt. Þá fer þetta auka fé sem er á milli handa stjórnmálmannana útúr hagkerfinu og kemur í veg fyrir þennslu. Ýtir allavega ekki undir hana.

Vegna þess að það er mjög erfitt pólitiskt séð að skera niður í góðæri þá er mikilvægt að gera kerfisbreytingar í staðinn. Afnema og einfalda regluverk. Gera ríkið skilvirkara. Þessvegan eru tillögur hagræðingahópsins gott veganesti á næstu árum. 

hvells 


mbl.is Ríkið ýti ekki undir þenslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og kannski hætta við lánaniðurfellingarnar uppá 80 milljarða.

gæti hjálpað "aðeins".

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2014 kl. 22:22

2 identicon

Sælir félagar.

Hér eins og oft áður byrjar Bjarni að bulla. Þið látið hann blekkja ykkur :-(

Ef hann er að tala um verðbólgu þegar hann talar um þenslu er alls ekki hægt að fullyrða að launahækkanir eða lánaniðurfelling leiði til verðbólgu. Alls ekki. Seðlabankamenn hafa meira að segja verið að halda sömu þvælu fram og er það sýnu alvarlegra en þegar þið segið þetta. Það er hugsanlegt að úr verði verðbólga en það fer eftir því hvað SÍ gerir. Vel má vera að það samræmist pólitískum markmiðum þeirra sem þar starfa að setja verðbólguna af stað. Það er hins vegar ekki hægt að setja samasem merki á milli launahækkana og verðbólgu eða lánaniðurfellingar og verðbólgu.

Af hverju segi ég þetta? Einfaldlega vegna þess að ekki þarf mikla þekkingu í hagfræði til að vita að mjög gott samband er á milli verðbólgu og peningamagns í umferð - það er nánast fullkomið. Þetta hefur verið vitað áratugum saman!! Hvers vegna vitið þið þetta ekki?

Ef menn auka magn peninga í umferð eykst verðbólga. Seðlabanki Japan kvað verðbólgudrauginn í Japan í kútinn á áttunda áratugnum með þvi einfaldlega að draga úr magni peninga í umferð. Volcker gerði það sama í USA á níunda áratugnum.

Þetta eiga snillingarnir í SÍ að vita (en vita ekki þó þeir séu á himinháum launum og kalli sjálfa sig sennilega "sérfræðinga") en virðast ekki skilja. Nema þeir láti pólitík villa sér sýn? Þetta eru enn ein rökin fyrir því að leggja þurfi SÍ niður og spara skattgreiðendum háar upphæðir enda virðast tómir fúskarar vinna þar. SÍ stundar skemmdarstarfsemi á efnahagslífinu.

Það er algert lykilatriði að hreinsa upp þessa skuldasúpu þó ég sé ekki sammála núverandi útfærslu. Ýmsar aðrar leiðir eru færar.

Hættið þið svo endilega að éta upp einhverja vitleysu frá SÍ mönnum og stjórnmálamönnum!! Lesið ykkur til!! Seðlabankinn hér bjó til hrun krónunnar svo eitt lítið dæmi sé tekið um skemmdarverkastarfsemi bankans. Húsnæðisbólan er líka að verulegu leyti á hans ábyrgð. Mistök hans hafa kostað almenning verulegar fjárhæðir. Samt dettur engum í hug að fara fram á að SÍ verði einfaldlega lagður niður?!

Ignorance is a bliss!!

Helgi (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband