Mínútu þögn á þessum sorgardegi

Sorglegur dagur í dag.

Sá sorglegasti stjórnmálalega séð í langan tíma. Sá sorglegasti síðan hrunið varð 2008.

 

Nú á að sólunda skattfé. 

 

Þetta eru afglöp.

 

kv

Sleggjan


mbl.is „Leiðréttingin“ samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt hvað þú ert sorglegur.

 http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/oskiljanleg-akvordun-22-thingmanna

Aðeins 8700 eignir almennings seldar á uppboðum til banka og íbúðalánasjóðs frá hruni. M.ö.o. 25.000 manns á götuna. Þér finnst það ekki sorglegt.

Sorglegt.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 04:58

2 identicon

Aðeins lítill hluti þeirra sem nú fá lækkun eiga hana skilið. Þetta eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð á árunum 2005-2008 og eru nú í vandræðum með að greiða af lánunum.

Að greiða tugi milljarða til þeirra sem tóku lán fyrir 2005 og hafa í raun hagnast á lánveitingunni er algjör skandall. Hér er verið að kasta fé út um gluggann á sama tíma og mjög illa stendur á hjá ríkissjóði.

Þetta glapræði mun valda mikilli sóun á erlendum gjaldeyri sem þó er af skornum skammti. Líkur á að geta ekki staðið í skilum með erlend lán hljóta því að aukast verulega.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 08:10

3 identicon

Sorglegt? Að venjulegt heimili fái einhverja leiðréttingu á þeirri gríðarlegu hækkun sem orðið hefur á þessum húsnæðislánum? Mér finnst nú líka sorglegt að skattgreiðendur skyldu borga 200 milljarða í það að endurgreiða fólki fé úr töpuðum peningamarkaðssjóða innistæðum. Því þessir sjóðir, (t.d. sjóður 9 í Glitni) voru eignalausir eftir hrun. En skattgreiðendur voru látnir borga þetta. Sjóvá var bjargað frá gjaldþroti með 16 milljörðum frá skattgreiðendum. Ríkasta fólk landsins fékk allar innistæður sínar tryggðar í topp úr gjaldþrota bönkum, þetta lenti allt á skattgreiðoendum, hundruðir milljarða. En, þú talar aldrei um þetta, heldur bara pakkið sem skuldar stökkbreytt lán, það má ekki fá neitt af hækkuninni til baka, lán sem var tekið 2006 hefur hækkað um 80%. Rosalega sanngjarnt?

Margret S (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 10:45

4 identicon

Margrét, ríkissjóður greiddi 11 milljarða í Sjóð 9 en ekki 200 milljarða. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ákváðu þetta upp á eigið eindæmi enda Illugi Gunnarsson í stjórn Sjóðs 9.

Alþingi kom þarna hvergi nærri. Þetta voru afglöp sem er fráleitt að réttlæti 80 milljarða greiðslu úr ríkissjóði að miklu leyti til þeirra sem hvorki hafa orðið fyrir forsendubresti né þurfa á lækkun að halda.

Annars er kaldhæðnislegt að nefna sjóði bankanna í þessu sambandi . Margir ellilífeyrisþegar geymdu allt sitt fé í slíkum sjóðum og töpuðu meirihlutanum. Engum hefur hugkvæmst að bæta þann mikla forsendubrest.

Það er skandall að varpa þannig upphæð sem nemur byggingarkostnaði nýs spítala með öllum búnaði á komandi kynslóðir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 12:33

5 identicon

Þetta voru miklu hærri upphæðir sem fóru í heildina til að bjarga peningamarkaðssjóðunum. Þú manst kannski að sjóðirnir voru fjölmargir, sumir voru bættir upp að 65% en aðrir meira. Þessir sjóðir höfðu verið með æfintýralega ávöxtun í nokkur ár og margir voru enn í talsverðum gróða þegar þeir voru greiddir út. Kaupþing fékk milljarða frá Seðlabankanum (skattgreiðendum) 2008 og sólundaði þeirri upphæð strax til félaga erlendis, hvar eru þeir peningar? Kannski á Tortóla?

Húsnæðislán tekið 2005 hefur hækkað um 80% þrátt fyrir að vera í skilum. Þetta er bara froðuhækkun. Margir hafa lækkað verulega í launum, þurft að taka vinnu á verri kjörum eftir atvinnuleysið sem skall á veturinn 2008-2009 og á sama tíma hækka eftirstöðvar lána um æfintýralegar upphæðir. Í viðbót, varðandi peningamarkaðssjóðina, þá stóð alls staðar að það væri áhætta, já áhætta, að leggja peninga þar inn. Ég skoðaði að leggja eitthvað smá sparifé í slíkan sjóð en eftir að hafa lesið bækling frá bankanum um sparireikninga, flokkun á áhættu, þá hætti ég við.

Margret S (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 13:09

6 identicon

Meirihluti þessara sjóða voru tæmdir fyrir hrun, án ríkisaðstoðar hefðu eigendur þeirra ekki fengið krónu.

Ríkið setti hundruði milljarða í endurreisn bankanna, og bjargaði þannig innstæðueigendum upp í topp.

Eftir hrun bankanna voru síðan tugir milljarða settir í gjaldþrota tryggingafélag og sparisjóði.

Ekkert vandamál að senda 340 milljarða úr landi vegna Icesave, og nýji Landsbankinn er á leið í greiðsluþrot vegna ofurskuldsetningar Steingríms J.

Ætli þetta slagi ekki hátt í þúsund milljarða, sóttir í vasa almennings og þótti bara ekkert tiltökumál.

En að sækja nokkra tugi milljarða til erlendra kröfuhafa föllnu bankanna, og skila aftur til heimilanna?

Nei, það má alls ekki.

Þá fer allt á hliðina, og jafnvel gengið svo langt að kalla á mínútuþögn eins og gert er eftir mannskæðar náttúruhamfarir, að voga sér að snerta við erlendum vogunarsjóðum sem sumum virðast þykja alveg bráðnauðsynlegt að fái hér allavega 500% ávöxtun á sitt fé.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 13:28

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ásmundur talar hér af skynsemi, og sá eini her í athugasemdakerfinu.

Þið megið kalla mig sorglegan, það er ykkar val og ef ykkur finnst það eðlilegt þó ég sé ósammála ykkur þá má það bara vera þannig.

Hins vegar finnst mér þessi ráðstofun á opinberu fé 80milljarðar í að niðurgreiða skuldir sumra glapræði. Þið nefnið fleiri dæmi endurreisn bankanna, innistæður og sparisjóði. Ég er/var líka á móti því. Er móti af öllu ríkisausri í bankakerfi og skuldir annarra.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.5.2014 kl. 15:05

8 identicon

Að ríkið hafi greitt inn á sjóði bankanna umfram sjóð 9 á ekki við rök að styðjast.

Gömul kona tengd mér var nokkrum mánuðum fyrir hrun blekkt af Landsbankanum til að færa eigur sínar í ríkisskuldabréfasjóði inn á skuldabréfasjóð sem var merktur varfærin. Hún lét til leiðast.

Eftir hrun hafði sjóðsinneign hennar lækkað um 35%. Sem betur fór seldi hún þá bréfin sem lækkuðu fljótlega aftur niður í 50% frá verðinu fyrir hrun. Þá var sjóðnum lokað svo að allar innistæður voru frystar, ég veit ekki hve lengi.

Hlutabréfasjóðir lækkuðu enn meira en skuldabréfasjóðir. Tap þeirra var ekki á neinn hátt bætt af ríkissjóði.

Skuldalækkanir í tíð fyrri ríkisstjórnar voru fjármagnaðar af fjármálafyrirtækjunum, sem samþykktu lækkanirnar vegna þess að þau töldu að þessar skuldir yrðu ekki innheimtar, eða þau voru dæmdar til þess. Sama á við um skuldir fyrirtækja.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 17:35

9 identicon

Sleggja,

Bankarnir hafa til þessa grætt um 400 hundruð milljarða króna á því að rukka lántakendur upp í topp, lán sem þeir sjálfir fengu á brot af nafnverði.

Allur þessi gróði, hver einasta króna er fenginn frá lántakendum.

Það er verið að skila litlu broti af þessum ofsagróða aftur til baka.

Sanngjarnast væri að taka alla þessa 400 milljarða og skila aftur til lántakenda, þetta er ekkert annað en þjófnaður.

Hins vegar er ekki ein einasta króna af þessum gríða fengin frá skuldlausum húisnæðiseigendum eða leigjendum.

Ef eitthvað, þá er þetta allt of lítið til baka.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 17:35

10 identicon

Tek undir með Vilhjálmi Birgissyni og Sigurði K. Hjaltested. Sorglegasta færsla dagsins er þessi hérna:

http://blog.pressan.is/ingasigrun/2014/05/17/skuldanidurfaersla-framsoknarflokksins/

Manneskja sem persónulega ætlar að sækja um niðurfellingu segir sína persónulegu skoðun vera þá að peningana sem hún fær hefði átt að nota í eitthvað annað.

Hún segist ekki hafa neitt val. Réttast væri að neita henni um niðurfellingu og nota hennar peninga í eitthvað annað. Við höfum jú alltaf val.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 17:46

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála síðuhöfundi að þetta er sorgardagur.

Eins og Sigurður bendir réttilega á er þetta allt of lítið.

Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar núna er í raun verið að segja að bankakerfið skuli halda öllu sem það hefur rænt af heimilunum, umfram þá 178,6 milljarða sem hefur verið skilað plús 80 til viðbótar sem nú stendur til að skila.

Samkvæmt skriflegu svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafa fyrirtækin hinsvegar fengið niðurfellda 1408,6 milljarða.

Samkvæmt rökum þeirra sem hæst hafa talað gegn leiðréttingum fyrir heimilin, þá þýðir það að heimilin þurfa að standa straum af 1408,6 milljarða skuldaleiðréttingu fyrirtækjana en fá sjálf aðeins um 260 milljarða til baka, sem þýðir að nettótap heimilanna af þessu brölti er um 1.150 milljarðar.

Ef þetta væri sanngjörn og almenn aðgerð þá þyrfti fyrst að byrja á því að setja heimilin á núllpunkt, en lögin sem samþykkt voru í gær gera það alls ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2014 kl. 18:19

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Hér heldur þú áfram að rugla. Þessir 1.408 milljarðar sem afskrifuð hafa verið af fyrirtækjunum auk þeirra afskrifta sem fólust 110% leiðinni og aðrar afskriftir af þegar töpuðum lánun voru á kostnað kröfuhafanna í þotabú bankana en ekki heimilanna. Þær voru einfaldlega dragnar frá verðmæti lánasafnanna í uppgjöri milli gömlu og nýju bankanna. Heimilin hafa því ekki borið kostnað af þeim nema að sjálfsögðu þai heimili sem eru í hópi kröfuhafa. Einhverjir lífeyrissjóðir eru í þeim hópi.

Þessar niðurgreiðslur vetðtrygðra lána sem nú voru samþykktar eru hins vegar á kostnað heimilanna og annara skattgreiðenda. Einnig mun verst settu heimilin fara illa út úr þeim vaxtahækkunum sem þessi aðgerð mun kosta. Verst setu heimilin fá hins vegar lítið sem ekkert úr úr þessum pakka. Þetta mun því fjölga gjaldþrotum heimila og fjölga þeim heimilum sem ekki eiga fyrir mat.

Sigurður M Grétarsson, 17.5.2014 kl. 19:02

13 identicon

Nafni minn Grétarsson.

Þú veist fullvel, jafnvel og ég að það eru líka kröfuhafar bankanna sem borga þessar leiðréttingar að langmestu leyti.

Hættu nú þessu bulli.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 20:50

14 identicon

Sigurður, þú veist vel að það fé sem ríkið hyggst innheimta til að greiða þessa skuldalækkun getur það notað í hvað sem er.

Þetta eru því eins og hverjar aðrar skatttekjur sem væri td betur varið í að greiða niður skuldir ríkisins eða efla heilbrigðis- og menntakerfið.

Að eyrnamerkja þessar tekjur með þessum hætti er því aðeins gert í blekkingarskyni. Það á reyndar eftir að koma í ljós hvort þessi  skattheimta stenst lög.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 21:29

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er magnað að sjá menn halda því fram að peningar, sem eru sóttir gagngert til gömlu bankanna til að standa straum af skulaleiðréttingu eigi að fara í eitthvað annað, en nefna í sömu andrá að vafi sé á að skattheimtan, sem þó ætti að fara í eitthvað annað, standist lög!

Það er einnig magnað að menn láti sem svo að allar greiðslur sem fari úr ríkissjóði til heimila skili sér ekki þangað aftur, t.d. sem VSK. Hversu lengi er þúsundkall, sem notaður er í viðskiptum manna á millum, að skila sér að mestu í ríkissjóð? Hvers oft þarf að taka VSK af viðskiptum sem þessi þúsund kall setur af stað, og tekjuskatt af fólkinu sem kemur við sögu í þessum sömu viðskiptum, til að nánast öll upphæðin sé komin aftur í ríkissjóð?

Nei, þessir snillingar vilja endilega koma þessum aurum úr landinu, út úr hagkerfinu svo það sé örugglega ekki hægt að lifa á þessu skeri.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.5.2014 kl. 22:54

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meintar greiðslur fara í raun ekki til ,,heimilanna" sem kallað er. Þær fara til bankanna eða lánveitenda.

Að öðru leiti um efnið, þá sagði Guðmundur Steingr. á þingi, að bankarnir hefðu afskrifað, valkvætt, verðtryggð lán um 20% 2010.

Ennfremur segja sumir menn sem svo, að eonhvernvegin réttlætanlegt sé að þrotabú banka borgi með skattlagninu o.s.frv. - en afhverju ættu þrotabú endilega að borga lán frá Íbúðarlánasjóði? Þetta meikar engan sens.

Aik þess eru þetta svik á kosningsloforðslýðdkrumsflauumi frmdóknsrmanna. Big tæm svik.

Framsóknarflokkur = Svik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2014 kl. 00:31

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Þessi skattlanging er að mestu á starfandi viðskiptabanka sem fer því út í verðlag á þjónustu þeirra það er vöxtunum. Það eru því fyrst og fremst þeir sem skulda skammtímalán eða önnur lán með breytilegum vöxtum sem borga brúsann.

Erlingur Alfreð. Ef nýtt fé kemur inn í hagkerfið þá eykur það vsk tekjur ríkissjóðs. En ef fé er einfaldlega flutt frá sumum heimilum til annarra þá eyku það ekki vsk tekjur ríkissjóðs. Og þegar fyrst og fremst er um að ræða flutning á fé frá verr stæðum heimilum til betur stæðra heimila eins og er í þessum aðgerðum þá eru líkur á því að það minnki vsk tekjur ríkissjóðs. Það stafar bæði af því að ekki er víst að neysla betur stæðu heimlanna aukist þó lán þeirra lækki auk þess sem þau eyða yfirlett stærri hluta tekna sinna erlendis en verr stæðu heimilin enda hafa betur stæðu hemilin betur efni á utanlandsferðum.

Sigurður M Grétarsson, 18.5.2014 kl. 11:13

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðmundur Steingríms. sagði í ræðu á þingi að árið 2010 hefðu bankarnir afskrifað, valkvætt, höfuðstól verðtryggðra lána um 20%. (29.25)

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140513T221348

Það hefði hinsvegar enga umræðu fengið og hefði gleymst í umræðunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2014 kl. 14:20

19 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sigurður M: Þetta er bara að hluta til rétt hjá þér. Tekjur ríkissjóðs af VSK eru ekki bara háðar því að nýtt fé, s.s. meira fé, komi inn í hagkerfið, heldur miklu frekar að það fé sem fyrir er sé virkt, þ.e. á hreyfingu manna á milli við kaup á vörum og þjónustu. Annars verður enginn virðisauki til og því engin VSK að innheimta. Að sjálfsögðu þarf nýtt fé að gera það sama en ekki bara að vera undir koddanum eða sent til útlanda sem gjaldeyrir í einhverju formi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 18.5.2014 kl. 14:43

20 identicon

Þó að lán hafa hækkað um 70% síðan 2005 þá hefur íbúðarverð hækkað um enn hærri tölu.

Þannig að íbúðareigandinn er í plús.

Þessi Framóknartékki er þá hreinn gróði.

Á kostnað almennings.

Enda er það ekki rétt að eingöngu þrotabúin er skattlögð.

Heldur eru viðskiptabankarnir líka skattlagðir sem leiðir til hærri vaxtamunar og við neytendur borga þennan skatt á endanum í formi hærri útllánavaxta eða lægri innlánavaxta.

Hvells (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 14:53

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta tal um þrotabú eða bankar eigi að borga með skattlagninu er í raun bara enn eitt lýðæsingarblaðrið í þessum leiðinda gerpum sem framsóknarmenn kallast.

Það eru engin lög samþykkt sem segja að skattlagning af ofannefndum aðilum eigi að fara í að fella niður skuldir framsóknarmanna. Engin lög.

Þ.a.l. er þetta bara lýðæsingarbalður. Ef þeir meintu eitthvað raunverulegt með því hefði verið önnur lög viðhengd við niðurfellinguna um að skattar á þrotabú ættu að borga. Svo er ekki.

Skattur af þrotabúum eða bönkum fer auðvitað bara í Laskassann. Sameiginlegan sjóð allra landsmanna sem framsóknaróþverrarnir eru nú komnir með framsóknarkrumlurnar á kaf ofan í og háma í sig gúmmelaðið með þeim sjallabjálfunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2014 kl. 15:46

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ómar

Af hverju falla svona margir fyrir lýðæsingi og lýðskrumi? Ég furða mig oft á dag á því.

Kenning hjá mér er að ástæðan er fáfræði og naívismi.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2014 kl. 16:01

23 identicon

Núna verða margir ánægðir eftir sitt lánafyllerí, þeim hefur tekist að fá aðra til þess að borga með sér af sínum lánum. Svo mikið réttlæti.

Hörður (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 16:15

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það náttúruega, fljótlega uppúr hruni var farið að ala verulega og skipulag á slíkum lýðæsingi.

Er að mörgu leiti óskastaða lýðskrumara sem kom upp. Útlendir kröfueigendur, svokallaðir hrægammar o.s.frv. - að þeir áttu að borga samfara uppgjöri þrotabúa og afléttingu gjaldeyrishafta samkv. framsóknarmönnum fyrir kosningar. Eitthvað ,,einstakt tækifæri" sögð framsóknarmenn og þessir peningar mundu ekki fást annars.

Þetta er auðvitað allt annað en þeir ætla svo að gera. Láta Landskassann borga um 100 milljarða si sona.

Það er eins og fólk eigi erfitt með að átta sig á hve gríðarlega alvarlegt framferði þetta er hjá framsóknarmönnum.

Þetta bitnar bara á þeim verr stæðu í samfélaginu og óbeinn kostnaður er líka mikill af þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2014 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband