Skýrsla Rauða Kross Íslands

Nokkrir punktar úr skýrslunni

„„fólk kemur hingað með börnin sín þegar þau verða 18 ára til að leiða þau inn í bótakerfið, þannig að þetta er að talsverðu leyti lærð hegðun“

„vaxandi fjöldi ungmenna „bankar hér uppá 18 ára og leitar eftir fjárhagsaðstoð. sum þeirra virðast telja sjálfsagt að fá sínar 65 þúsund krónur á mánuði, búa heima og þurfa ekki að vinna“

„við sjáum hér þriðju og fjórðu kynslóð sem virðist ætla í öryrkjann,“ sagði starfsmaður félagsþjónustunnar“

„„Það er mjög aukin ásókn í örorkubætur,“ sagði félagsmálastjóri“

„það hefur lengst af verið tiltölulega auðvelt að fá uppáskrift fyrir örorku“
„Það er vitaskuld ákveðinn harðsnúinn hópur í félagsþjónustunni,“ sagði starfsmaður landssamtaka í þeim geira. „Það eru ekki allir sem telja skammarlegt að geta ekki séð fyrir sér og sækjast jafnvel í það.“

„„Það er stækkandi hópur sem framfleytir sér á bótum af einhverju tagi og kýs að gera það,“ sagði starfsmaður verkalýðsfélags á höfuðborgarsvæðinu. „svo eru náttúrlega „kerfisfræðingarnir“ – við sjáum talsvert af slíkum. Kannski má ímynda sér að um 10% fólks sé að reyna að hafa eitthvað út sem það á ekki rétt á og að helmingur þeirra sé siðblindur“

„Þegar talað er um þriðju og fjórðu kynslóð bótaþega hollt að hafa í huga að hver kynslóð er reiknuð vera um 30 ár. Það er því í raun verið að tala um fjölskyldur sem eiga sér áratuga langa sögu í velferðarkerfinu. en er þá ekki eitthvað bogið við kerfið sjálft, það kerfi sem lætur viðgangast að fyrir hópum fólks, jafnvel einhverjum þúsundum manna, sé svo komið að þeir telji eðlilegt að vera eingöngu þiggjendur?"

http://www.raudikrossinn.is/doc/10417896

 

hvells 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eins og ég sagði í athugasemd í gær hér á blogginu.

Getum þakkað XD og XS fyrir þetta. ÞEir breyttu örorkumatinu á alþingi íslendinga. Nú var hægt að væla sig í bætur. Félagsfælni, þunglyndi, hræðsla og svona varð lögleg örorka, ekki bara líkamleg.

Glæsilegt hja þessum flokkum.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2014 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband