Mikilvægt að leggja ÍLS niður

Þetta ríkisbatterí á að leggja niður þó fyrr hefði verið.

Þetta er ekkert nema svarthol skattpeninga.

 

Bankar sinna húsnæðislánum. Ríkið þarf ekkert að vera þarna.

 

 

Ríkið má vera heppið að losna við ÍLS á sléttu. Þ.e. gefa þetta með skuldbindingunum og vera þá stikkfrí. Þetta er eitraður kokteill.

 

En því miður er þetta ekki að fara á sölu meðan FRAMSÓKN  er í stjórn.

kv

Sleggjan


mbl.is Vilja leggja niður Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi banki hefur kostað skattborgara meiri pening heldur en allir viðskiptabankarnir þrír til samans.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2014 kl. 12:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helst ætti auðvitað að leggja alfarið niður öll húsnæðislán og þess í stað að taka upp húsnæðiskerfi sem byggist á almennum rétti allra til að eiga heimili, án þess að kvöð um skuldsetningu fylgi því endilega.

Rétturinn til heimilis er stjórnarskrárbundinn, en kvöðin um skuldsetningu er það alls ekki, og það er tímabært að við förum að virða okkar eigin stjórnarskrá, en ekki bara handvelja úr henni þá hluta sem henta sumum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2014 kl. 18:52

3 identicon

"Þessi banki hefur kostað skattborgara meiri pening heldur en allir viðskiptabankarnir þrír til samans"

Hvaða bull er þetta?

Það kostaði hundruði milljarða að endurreisa gömlu bankanna.

Íbúðalánasjóður er eitt af örfáum fjármálafyrirtækjum sem hrundi EKKI 2008-9.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 00:11

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Sigurður

Hvellurinn má benda á heimildir sínum málflutningi til stuðnings. Ég sannarlega held viðskiptabankarnir hafa kostað ríkissjóð töluvert meira.

Guðmundur sýnir hér hversu óraunhæfur sósíalisti hann er. Naívismi kýs ég að kalla það. Vera í einhverri sápukúlu og horfa ekki á raunveruleikan. En hann á rétt á sinni skoðun/túlkun.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2014 kl. 11:10

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hahaha, ég get nú ekki annað en hlegið að þessu, eins og öðrum ad hominem árásum sem að mér beinast.

Stundum þegar einhver er ósammála er ég kallaður últra-hægri-öfgamaður og svo í önnur skipti barnalegur sósíalisti. Það virðist ekki vera neitt samræmi í því hvað ég á eiginlega að vera, í augum þeirra sem þannig skrifa.

Ég get upplýst ykkur um að ég er hvorugt. Eina viðhorfið sem ég lýsti var að ég vildi helst að fólk myndi losna undan skuldabyrði og oki. Er það eitthvað sérstaklega sósíalískt viðhorf? Er þá að sama skapi hægt að segja að hægrimenn séu sólgnir í að skuldsetja sig? Nei ég fæ ekki séð að slík hugmynd gangi upp. Þykir miklu sennilegra að það sé þverpólitískt viðhorf að vilja vera helst laus við að skuldsetja sig ef maður getur komist hjá því. Þar fyrir utan á það miklu meira skylt við heilbrigða skynsemi en einhverja pólítíska stefnu.

Svo eru notuð orð eins og "naívismi" og ýjað að skorti á snertingu við raunveruleikann. Jæja, en talandi um raunveruleikann þá má kannski benda á að það er nákvæmlega ekki eitt einasta náttúrulögmál til í öllum raunvísindunum sem felur það sjálkrafa í sér að skuldsetning sé nauðsynleg fyrir líf á jörðu.

Jörðin myndaðist og á henni þróaðist viti borið líf án þess að neinsstaðar kæmi skuldsetning við sögu. Skuldsetning er hinsvegar algjörlega og alfarið uppfinning þessa "viti borna" lífs, og er ekkert annað en hugmynd sem fundin er upp af okkur mönnunum. Það er samt ekkert náttúrulögmál sem segir að við að þurfum endilega að hafa slíkt fyrirkomulag, og það eru engin náttúrulögmál sem hindra það sérstaklega að við myndum hafa eitthvað annað fyrirkomulag.

Kallaðu það hvað sem þú vilt. Ef þér þykir eitthvað þægilegra að nota orð sem hafa neikvæða tengingu í þínum huga vegna þess að þú ert að reyna að rakka öndverðar hugmyndir niður, þá verður svo að vera. Þetta er opið spjallsvæði.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2014 kl. 14:12

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi athugasemd þín að ofan Guðmundur. Þú varst að lýsa einhverskonar rétti til heimilis án þess að greiða fyrir hann. Allir eiga rétt samkvæmt lögum.

Auðvtiað túlkar maður þessi orð á þann veg að þú vilt að ríkið eigi að skaffa öllum heimilii. Það er einhver hugmyndafræði sem ég hef ekki heyrt lengi, og á jú skylt við sósíalista.

Ég er lítið í það  að uppnefna fólk sosíalista eða komma, þú ert sá fyrsti, veit ekki hvort það sé heiður eða ekki.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2014 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband