Ekkert vald

Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. Borgarfulltrúar þurfa ekkert að hlusta á vælið þarna á Akureyri. Ekki eru Reykvíkingar að skipta sér af skipulagsmálum þarna fyrir norðan.

BF og XS er með hreinan meirihluta í borginni samkvæmt könnunum. Stefna þessara flokka er að færa flugvöllin úr Vatnsmýrinni. Þessvegna er meirihluti fyrir því að fá völlin burt.

Reykvíkingar vilja völlin burt.

Það er það sem skiptir mestu máli.

Lýðræðið ræður ekki satt?

Þetta er einsog með ESB umsóknina.

NEI sinnar segja að það var "þjóðaratkvæðisgreiðsla" um ESB í seinustu kosningum. NEI-ið vann. Næstu sveitastjórnarkosningar verða um flugvöllin. Sömu rök.

 

hvells


mbl.is Ekki verði hróflað við flugvellinum í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir tala um viðunnandi lausn, hún er þegar komin. Flytja flugið til Keflavíkur.

Tekur enga stund að keyra. Tvöföld hraðbraut.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2014 kl. 13:13

2 identicon

Reykjavíkurborg á EKKI allt landið þarna, og ríkisvaldinu er heimilt að grípa inn í ef þurfa þykir.
Keflavík er lengra flug og aukakeyrsla.
Selfoss kæmi oft betur út.
Svo gleymist það, að Reykjavík er varaflugvöllur fyrir Keflavík, sem þýðir að ef flugvöllurinn rýrnar niður fyrir ákv. mörk verður Akureyri/Egilsstaðir/Skotland að varaflugvelli fyrir Keflavík, sem svo aftur þýðir að flugvélar í millilandaflugi verða að draslast með heilmikið auka-eldsneyti. Niðurstaða? Hækkun á öllum flugfargjöldum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 14:00

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú hefur greinilega lesið hræðsluáróður Davíðs í Mogganum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2014 kl. 14:21

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

lýðræðið á að ráða

BF og XS er með meirhluta

þeir vilja völlin í burtu

ef þú ert á móti því þá ertu á móti lýðræði

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2014 kl. 14:21

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kominn er hefðarréttur ríkisins á öllu landi R.Víkurflugvallar.Það gerðist 1970 þegar liðin voru 40 ár frá því völlurinn var tekinn í notkun.En vitanlega á að færa sem mest frá útnáranum 101 R. vík.Ef enginn friður verður með flugvöllinn ber að sjálfsögðu að færa Landspitalann og alla stjórn ríkisins og Alþingi frá R.vík .Hugsanlega til Kópavogs eða Garðabæjar.Allt frá þessumm útkjálka 101.R.Vík.

Sigurgeir Jónsson, 17.4.2014 kl. 16:04

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á útkjálkanum búa ekki nema um 25 þúsund manns.Þetta útnárasnopplið heimtar að fá að ráða landinu.Breiðholtsbúar,Grafavogsbúar, Grafarholtsbúar, Norðlingaholtsbúar og fólk sem Býr í Árbæ er undirmálsfólk sem ber að fara á hjóli allra sinna ferða, að áliti snobbliðsins í 101.Taka verður völdin af þessum óþjóðalýð með sameiginlegri kosningu allra á höfuðborgarsvæðinu.

Sigurgeir Jónsson, 17.4.2014 kl. 16:12

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þétting byggðar er lykilatriði til framtíðar og til hagsbótar fyrir Reykvíkinga.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2014 kl. 19:24

8 identicon

Hvernig ætla sjallar að borga þetta partý sem þeir ætla að bjóða öllum reykvíkingum í eftir kosningar?

Á að taka enn einn snúninginn á Orkuveitunni?

Sigurður (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband