Tvær leiðir

Það eru til tvær leiðir til þess að ræna banka innanfrá

1. greiða óhóflegan arð til eiganda

2. lána óhóflega penininga til eigenda án veða

Þetta var gert í flestum tilvikum Sparisjóðanna.

hvells


mbl.is Skoði starfsumhverfi sparisjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála Hvellur.

En það er áreiðanlega aðrar leiðir sem hugmyndaríkir bankamenn geta notað til að ræna banka innan frá.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.4.2014 kl. 14:48

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mögulega Jóhann.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2014 kl. 16:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En þetta er að sjálfsögðu allt í boði ríkisábyrgðar á bönkunum sem þarf að afnema strax í gær

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2014 kl. 16:51

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað eiga skattpeningar almennings ekki að vera notaðir fyrir greiða fyrir afglöp bankaræningja (bankamanna), eins og er til dæmis gert hér í USA.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.4.2014 kl. 18:45

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Afnema ríkisábyrgð strax.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2014 kl. 22:32

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tvisvar hefur ríkisábyrgð á bönkum verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hamingjuóskir til síðuhaldara með að hafa lært eitthvað síðan þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2014 kl. 03:20

7 identicon

Sælir.

Það er alveg augljóst að fjármálastofnanir eru mjög vel tengdar pólitískt víða um heim og margir stjórnmálamenn virðast vera lítið annað en strengjabrúður þeirra. Það er pilsfaldakapítalismi í sinni verstu mynd.

Hið opinbera á ekki að skipta sér að eiginfjárhlutfalli banka né að ákveða vexti. Leggja þarf FME og SÍ niður enda er það hlutverk SÍ að hjálpa bönkunum (og ýtir þar með undir áhættuhegðun) og allir vita hve vel FME stóð sig á árunum fyrir hrun. Hvað ætli SÍ og FME fái árlega á fjarlögum? Af hverju má ekki að sama skapi hjálpa hárgreiðslustofum eða tölvufyrirtækjum fyrst hjálpa má bönkum? Er þetta ekki mismunun?

Til hvers að greiða fyrir eitthvað sem ekki virkar? Hvað höfum við fengið fyrir það fé sem runnið hefur til FME og SÍ? Ætli "sérfræðingarnir" sem sögðu bankana vera við góða heilsu rétt fyrir hrun séu ekki enn í vinnu hjá FME?

@6: Síðuhaldarar eru sæmilega vel að sér um efnahagsmál nema þegar kemur að ESB, þá fara sokkabuxurnar þeirra í algera flækju :-( Mér finnst þetta stundum vera eins og að veifa rauðu framan í naut. Það er eins og allt vit yfirgefi ágæta síðuhaldara þegar ESB ber á góma. Innan ESB er allt í steik eins og allar tölur bera glöggt vitni en svo halda þeir (og raunar margir aðrir) að útlendingar muni stjórna Íslandi betur en Íslendingar. Slíkt er ótrúlegur barnaskapur og raunar virðist málfrelsi vera á undanhaldi innan ESB:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/04/11/thaggad_nidur_i_embaettismanninum_2/

Svo skiptir það ESB sinna engu máli að ESB gat ekki einu sinni farið að eigin reglum í Icesave málinu. Aukaatriði?

Helgi (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 08:02

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Ég hef ekki orðið var við það að ríkisábyrgð á bönkunum hefur verið afmáð.

Er ekki innistæður tryggðar uppí topp?

Er SÍ ekki lánastofnun til þrautarvara?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2014 kl. 13:25

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eru útlendingar að stjórna Danmörk?

Löndin sem eru í ruglinu í ESB er þeim sjálfum að kenna.

En ok, ef vandamálunum í slæmu löndunum se ESB að kenna, er þá ESB að þakka þeim löndum sem standa sig vel?

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2014 kl. 01:42

10 identicon

Innstæður eru ekki tryggðar upp í topp, og sannarlega er ekki ríkisábyrgð á þeim.

Innstæður VORU tryggðar, en það verður ekki gert aftur af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki hægt.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband