Sanngjörn leið

Sanngjarnt er að stytta leiðina til stúdentspróf.

Það er algjör óþarfi að vera halda krökkum í framhaldsskóla í 4 ár.

 

Svo er þetta sparnaður. Hægt er að nýta þennan sparnað í launhækkun til kennara.

Málið dautt.

kv

Sleggjan


mbl.is Laun hækki ef námið verður styttra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög góð lausn. Bæði fyrir kennara (hærri laun) og nemendur (úrskrifast 18-19ára einsog í nágrannalöndum)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2014 kl. 16:45

2 identicon

Séð frá hinni hliðini þá er þetta líklegast ekki það frábær lausn.

Þið fáið launahækkun upp á einhverjar prósentur en við rekum 25% ykkar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 17:36

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Auðvitað þarf að aðlaga starsmannafjölda að nýju tillögunum. Starfsfækkun er lykillinn í sparnaðinum.

Við erum ekkert að reka skólakerfi fyrir kennarana, skólakerfið er fyrir nemendurna, mundu það Elfar.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2014 kl. 18:58

4 identicon

Ég man það alveg, ég er bara að benda á að kennarar munu líklegast ekki líta þannig á málið, hvað þá að þeir kalli það sanngjarnt.

Ég býst við skemmtilega löngu verkfalli, sem er fínt, fleiri bílastæði í miðbænum fyrir mig á meðan. :)

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 19:31

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kennarar þurfa að átta sig á því að þeir ráða ekki.

Ekki er  hægt að láta eina starfsstétt halda ríkisbókhaldinu og nemendum í gíslingu.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2014 kl. 22:27

6 identicon

Kerfi okkar er ekki svart og hvítt varðandi það hver ræður í kjaramálum. Það gengur út á málamiðlanir, sérstaklega innan stétta þar sem ríkið er nánast eini vinnuveitandin.

Ég hef velt því fyrir mér undanfarið afhverju við höfum menntaskólakerfið yfir höfuð.

Í staðin væri hægt að fella það inn í grunnskólakerfið og endurhanna grunnskóla miðandi við 12 ára nám svipað og gerist enskumælandi löndunum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 22:59

7 identicon

Sælir.

Ef stytta á stúdentsprófið um eitt ár á þá að fækka einingunum á bak við stúdentspróf? Þið virðist engan veginn skilja hvað þið eruð að tala um!!

Ef svarið við þeirri spurningu er nei hlýtur þá að þurfa að lengja skólaárið og þar með vinnutíma kennara (stytta sumarfrí?). Því er í raun ekki um launahækkun að ræða heldur er bara verið að kaupa af þeim meiri vinnu. Er það launahækkun? 

Lausnin er auðvitað að einkavæða. Bjóða á upp á 100% einkarekna framhaldsskóla á opinberra afskipta (engin miðlæg aðalnámskrá á að vera til) samhliða þeim ríkisreknu. Þeir sem eiga pening myndu þá borga fyrir að vera í áföngum með færri nemendum og fengju þá betri þjónustu - kennari getur augljóslega sinnt hverjum einstaklingi betur ef 12 eru í áfanganum í stað 20.

Helgi (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband