Opnir fyrir lausnum. Nokkur góð skref að bættum launum.

Það er ljóst að kennarar verða að vera opnir fyrir lausnum og vera raunsæir þegar kemur að launakröfum.

Staðreyndin er sú að fátækt verkafólk fékk 2,8% launahækkun í byrjun árs. 

Það er ekki sanngjarnt að kennarar sem eru flokkaðir í millistéttinni séu að biðja um 17% launahækkun. Það opinberar þá staðreynd að kennarar virðast vera alveg úr tengslum við raunveruleikann.

En mögulega er hægt að verða við þessari 17% launahækkun til langstíma. Segjum að næstu fimm árin skal stefna á 17% launahækkun framhaldsskólakennara UMFRAM launavísitöluna. Það gerist ekki að sjálfum sér. Skattborgarar geta ekki dælt meiri skattfé í laun kennara án þess að fá eitthvað í staðinn.

Í fyrsta lagi þarf að stytta framhaldsskólanámið um eitt ár svo nemendur útskrifast 19ára. Allur sá sparnaður geta nýst í launahækkanir. Menntamálaráðherrann hefur gefið það út. 

Kennarar, foreldrar og stjórnvöld geta farið í samhelt og markvisst átak í að koma veg fyrir bottfall nemenda. Það er mjög kostnaðarsamt fyrir framhaldsskólakerfið að nemendur séu of lengi í skólanum (klára stúdentinn á 5-7árum einsog algengt er) og brottfall kostar samfélagið mikið. Liður í því að bæta þetta er með fjölbreyttu námsúrvali og þar með aukið fjármagn í verk og tækninám. Náms og starfsráðgjafar þurfa að vinna markvissara á að ráðleggja nemendum og beina þeim í réttan farveg.

Þetta er ekki skyndilausn en verðugt verkefni.

Og gæti verið fyrsta skref í betra og skilvirkara skólakerfi sem gagnast nemendum og fjárhagslegur ábati geta farið í hærri laun til kennara (17-20% umfram launavísitölu)

Hærri laun næst ekki með ofbeldi (verkfalli) heldur lausnum þar sem allir hagnast.

hvells


mbl.is Verkfall hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er nokkuð til í því sem þú segir en ríkið og kannski kjararáð verður að skilja afleiðingar þess sem það gerir.

Fyrir nokkrum áratugum voru framhaldsskólakennarar og þingmenn á sömu launum. Í dag munar tugum prósenta (og þá eru ýmis hlunnindi ótalin). Það er eðlilegt að halda þessu á lofti. Hver eru raunveruleg laun þingmanna, hlunnindi meðtalin, á mánuði?

Af hverju þurfum við að borga fyrir aðstoðarmenn þingmanna þegar þingmenn hérlendis eru margfalt fleiri per íbúa en á Norðurlöndunum (mun færri íbúar á bak við hvern þingmann hér en á Norðurlöndunum, ca. 5x færri ibúar hér á bak við hvern þingmann en á Norðurlöndunum)? Hvað kosta allir þessir aðstoðarmenn skattgreiðendur á ári? Ef þingmenn vilja aðstoðarmenn, hvers vegna borga þeir ekki fyrir þá úr eigin vasa (eins og t.d. tannlæknar og fleiri stéttir)?

Fjölmiðlar passa sig vel á því að ræða ekkert á hvaða töxtum allar blækurnar í ráðuneytunum eru. Sama gildir um alla ríkisforstjórana. Ef menntun og kröfur til framhaldsskólakennara eru svipaðar af hverju skyldu þeir ekki miða sig við þessa hópa - sama hvað SA segir?

Skömmu fyrir hrun vildu Seðlabankamenn fá að vera á sömu launum og menn í viðskiptabönkunum (ef ég man rétt) og fengu það (ef ég man rétt). Þegar allt hrundi lækkuðu laun í einkageiranum en voru launin í SÍ lækkuð aftur? Seðlabankinn er fullkomlega óþörf stofnun sem að skaðlausu má leggja niður.

Hleypa þarf einkaframtakinu að í menntakerfinu og í heilbrigðiskerfinu - það er lausnin (samhliða hinu opinbera til að byrja með). Það er svolítið erfitt að hafa samúð með launakröfum framhaldsskólakennara þegar hið opinbera er á hausnum og búið að lofa eftirlaunagreiðslum upp á hundruðir milljara sem eru alveg ófjármagnaðar. Talandi um eftirlaunagreiðslur - er elítan á sömu kjörum og almenningur hvað það varðar? 

Skera þarf niður hjá elítunni og reyna frekar að gera sæmilega vel við þá sem gera eitthvað gagn - eins og t.d. kennara, lækna og hjúkrunarfræðinga svo örfá dæmi séu tekin. Ég t.d. vil ekki borga fyrir bíl og bílstjóra undir ráðherra.

Ég leyfi mér að stinga upp á því að þið, sleggjan og hvellur, kannið hvaða launum þingmenn eru á (hlunnindi meðtalin) og hvað aðstoðarmenn þeirra kosta okkur. Hvað eru aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra margir? Hvernig getur einstaklingur verið bæði ráðherra (100% starf) og þingmaður (100%) starf og sinnt báðum á sama tíma? Svíkast menn þá ekki um á öðrum eða báðum stöðum?

Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 05:46

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Hleypa þarf einkaframtakinu að í menntakerfinu og í heilbrigðiskerfinu - það er lausnin"

sammála þessu

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2014 kl. 10:17

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

 En það á að stytta kennaranámið í þrjú ár.

Og hjúkrunarfræðina líka.

Þessi ofmenntun á þessum sviðum er alltof dýrt fyrir samfélagið og slæmt fyrir starfstéttina líka. Að þurfa að vera 5-6 ár í háskóla til að öðlast réttindi. Fyrir skítalaun. Þetta er menntun sem var kennd á framhaldskólastigi fyrir 15-20árum síðan. 

Við þurfum að horfast í augum við það að það þarf ekki 5ára háskólanám til að vera kennari. 

Minn besti kennari var ófaglærður. 90% af kennurum í Háskolanum eru ekki menntaðir í kennslufræðum. 

Þetta þessi menntastefna er komið útí ruglið

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2014 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband