Ógeðfelld niðurstaða

Nú er ljóst að framhaldsskólakennarar eru slétt sama um nemendur sína.

Illhugi er búinn að bjóða þeim myndarlega launahækkun samhliða styttingu framhaldsskóla. Kennarar segja NEI.

Þeir vilja meiri pening (gráðugir)

Svo hugsa þeir um sína eigin hagsmuni frekar en nemendana vegna þess að Íslenskir nemendur útskrifast 20ára á meðan Danir og önnur nágrannalaönd úskrifa sína krakka 18ára.

Sanngjarnt?

En kennarar eru sléttsama um þetta alltasaman. 

Eiginhagsmunarseggir.... vilja bara meiri peninga.

hvells


mbl.is „Þetta er afgerandi niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér kennarar vera allt annað en gráðugir enda fer enginn í kennslu vegna launanna; laun framhaldsskólakennara eru mjög lág. Núna hafa laun kennara dregist enn frekar aftur úr sambærilegum stéttum og launahækkunin sem framhaldsskólakennurum hefur verið boðið kemur engan veginn til móts við það. Mér finnst þessi færsla hjá þér vera mjög ósanngjörn.

Þú segir að íslenskir nemendur útskrifist 20 ára og nemendur í Danmörku og nágrannalöndum 18 ára. Rétt er að íslenskir nemendur útskrifast 19-20 ára og í Danmörku 18-19 ára. Með öðrum orðum þá útskrifast íslenskir nemendur ári síðar en þeir dönsku en ekki tveimur árum. Það er sama uppi á teningnum á hinum Norðurlöndunum og núna er stefnt að því að stytta framhaldsskólanám á Íslandi svo þetta verði eins. Ekki að ég sjái hvernig þetta tengist launum framhaldsskólakennara.

Vil að lokum taka fram að ég er ótengdur þessari umræðu persónulega (ég er háskólanemi erlendis og stefni ekki á framhaldsskólakennslu).

Gestur (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 13:24

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sammála fyrri athugasemd. Sé ekki að stytting framhaldssólanáms tengist launakjörum kennara.

Þetta er ógeðfelld færsla.

(Tek fram að ég er ekki, hef ekki verið og ætla mér ekki að verða kennari.)

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.2.2014 kl. 13:36

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er tvennt sem er undarlegt.

Ríkið hækkaði gjöld um 3,15%. Hlutfallslegur kostnaður launa er 56% sem segir að þeir egi fyrir 6% hækkun launa.... nema raunin hafi verið að hækka skatta.

Hitt.

Hvaða stétt eru kennarar að miða sig við?

Óskar Guðmundsson, 28.2.2014 kl. 13:40

4 identicon

Þetta er fáránleg færsla og engum til sóma! Það er engan veginn hægt að segja að kennarar á Íslandi séu gráðugir eiginhagsmunaseggir, í því skítalaunastarfi sem þeir vinna. Stytting náms í framhaldsskólum um 1 gerir ekkert gagn heldur á að vera val hvers og eins.

Skúli (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 14:22

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nemendur í Ísrael útskifast á undan Íslendingum, og þar er 1 árs herskylda. Til að benda á fáránleikann.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2014 kl. 14:38

6 identicon

Sl: Það er ágætt að þú skulir vilja "benda á fáránleikann" því að mér finnst tvennt í þessari athugasemd þinni vera fáránlegt: i) samanburður við Ísrael, sem ég veit ekki til þess að sé eitthvert sérstakt viðmiðunarland ii) að gefa í skyn að þetta hafi eitthvað að gera með launabaráttu framhaldsskólakennara.

Gestur (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 14:45

7 identicon

Þessi launahækkun sem þeim var boðin er engan veginn til sóma og það er ekki þeirra að ákveða hvenær nemendur á Íslandi útskrifast. Ég sem framhaldsskólanemi styð kennarana að fullu og finnst það ávallt aðdáunarvert af fólki að sækjast eftir því sem það á skilið. Þetta er fólk sem hefur lagt bæði tíma og metnað í nám en uppskera ekki eins og þeir hafa sáð þrátt fyrir að sambærilegar stéttir geri það. Á ekki til orð yfir fáfræðinni sem þessa færsla felur í sér.

Sara (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 15:05

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

"Illhugi er búinn að bjóða þeim myndarlega launahækkun samhliða styttingu framhaldsskóla. Kennarar segja NEI."

Spurning hvort þetta sé ritvilla eða ásetningur? Mér finnst að mörg verk þessarar stjórnar lýsi illum hug, en rétt er að halda sig við rétt nöfn ráðherra.

Ljóst er samt að stjórnin telur kvótagreifa sem leggja byggðarlög landsins í rúst, séu mikilvægari stéttir en þeir sem mennta börn þjóðarinnar.

Theódór Norðkvist, 28.2.2014 kl. 15:10

9 identicon

Síðast þegar kennarar fengu sína launaleiðréttingu átti maður ekki von á því að kennslu hrakaði og við fengjum eitt dýrasta menntakerfi í heimi með lakasta árangri á vesturlöndum. Sú varð samt raunin og í dag eru kennarar gróflega yfirborgaðir miðað við árangur.

HaSt (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 16:41

10 identicon

Margt heimskulegt hefur maður nú lesið á þessu svæði, en þetta er með því heimskulegasta.

Að kennarar séu gráðugir, einhvert lægst launaða háskólafólkið, og halda því svo fram að það sé kennurum að kenna hvað nemendur eru gamlir þegar þeir útskrifast?

Það er leitun að öðru eins bulli.

Ef kennarar eru gráðugir hvells, hvað ert þú þá?

(ég geri ráð fyrir að þú sért með töluvert hærri laun en kennarar).

Sigurður (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 18:01

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Kennarar meta það svo að það sé meiri vinna að troða í ungdóminn sömu þekkingu sem krafist er  á 18 árum en á 20 árum.

Umbun Ráðherra er ekki nægileg gulrót fyrir kennara 

En hvernig væri það að snúa þessu við og umbuna nemendum með peningagreiðslum í takt við kjör kennara. 

Það gæti verið að nemendur tækju sig saman í andlitinu  og munu keppast við að bæta kjör kennara með betir námsárangri. 

Eggert Guðmundsson, 28.2.2014 kl. 21:18

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er reyndar ekki sammála hvells að þeir séu beinlínis gráðugir.

Annars hef ég verið á þeirri skoðun að hægt er að leysa þessa deilu að hluta til með því að stytta þetta kennaranám úr 5 í 3 ár. Og stytta framhaldsskólann.

Svo stend ég með Ísraelsamanburðinn. Vestrænt ríki eins og Ísland og hægt að benda á fáranleikann hvað við erum lengi að klára skólann. ÞEir fara létt með þetta með árs herskyldu meðfram.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2014 kl. 11:54

13 identicon

@12:

Þú ert að rugla saman grunnskólanum og framhaldsskólanum - það er bersýnilegt á orðum þínum. Þið eruð því greinilega ekki eins vel að ykkur og þið haldið.

Til þess að verða grunnskólakennari þarf nú 5 ára kennaranám. Til þess að verða framhaldsskólakennari þarf 5 ára nám í grein (t.d. íslensku og ensku) og að auki þarf kennsluréttindanám (eitt ár). Ef við viljum breyta þessu er það önnur umræða.

Svo væri nú ágætt að slegg útskýri hvernig stytting á kennaranámi leysi þessa deilu að hluta til.

Þeir félagar fullyrða mikið en rökstyðja lítið og víla ekki fyrir sér að hnýta í starfsstéttir eins og kennara og hjúkrunarfræðinga.

@9: Hvort ertu að tala um grunnskólann eða framhaldsskólann þegar þú talar um dýrt skólakerfi? Veistu það sjálfur? 

Helgi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband