Framsókn gegn frelsi

Bjarni segir

"„Við viljum opna fyrir sem allra mest frelsi og erum háð því eins og aðrar þjóðir að menn hafi trú á því sem er að gerast. Það er liður í því sem við erum að vinna að núna.“

Þetta er rétt stefna Sjálfstæðisflokksins. En Framsóknarflokkurinn vill ekkert frelsi. Sigmundur Davíð hefur haldið því fram að höftin eru bara ágæt. Þeir vilja ekkert frelsi í landbúnaðinum. Þeir vilja ekki frelsi í viðskipum og vilja reisa enn hærri tollmúra. Þeir vilja ekki frjálst val á lánamarkaðinum og vilja ekki fá hér erlenda fjárfestingu... enda er það bara "lán" einsog Sigmundur Davíð hélt fram.

En hvað veit ég....  er ég ekki bara einhver "skammstöfun"

Það verður ekkert gert hérna fyrr en Framsókn missir sinn fjölda þingmanna og XD þarf að stækka og vera ráðandi í samstarfi við Björt framtíð eða XS og við stefnum að ESB og tökum upp Evru.

hvells


mbl.is Höftin fara ekki í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið hlítur það að vera erfit að skilja hugsunarhátt framsóknar hvernig túlkar hvellurin frelsi er það frelsi til að skjóta mann. því frelsi er skilgreiníngaratriði frelsi og frelsi er ekki sami hluturin

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 18:04

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

XD þarf að fara í samstarf við annan flokk. XS, BF, Píratar er möguleiki, allt nema VG og XB, og þetta verður að vera strax.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 18:41

3 identicon

"hvells", mér virðist þú setja samasemmerki við „economic freedom index data“, sem þú vitnar í og frjálshyggju þvælu Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar, sem var og er ekkert annað en klíkukapítalismi og forréttindahyggja.

Ég leyfu mér að copy-paste hér leiðara eftir Björn Þorláksson, en Björn þessi er líklega okkar besti blaðamaður í dag. Davíð Oddsson hefði gott af því að fara í læri til Björns, í viku eða tvær. Læra að hugsa eins og maður, læra að skrifa eins og maður.

Björn Þorláksson:

Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifaði í Fréttablaðið 5. apríl sl. að afl friðar væri jöfnuður og gjafmildi en afl ófriðar væri græðgi og heimska. Ekki er hægt að lýsa síðustu árunum fyrir hrun betur en með hugtökunum græðgi og heimska, sem kosta mun þjóðina lífsgæði mörg ár fram í tímann. Þeir sem trúa að eigingirnin sem frjálshyggjan sem rekin var hér á landi fyrir hrun boðaði væri manninum í blóð borin ættu að íhuga eftirfarandi orð úr pistli Gunnars Hersveins: “Andstætt því sem ætla mætti er gjöfin lykillinn að velgengni og farsæld þjóðar”. Við skulum ekki láta þar við sitja að horfa grannt til okkar smæstu íslensku bræðra og systra heldur skulum við einnig huga betur að þróunaraðstoð og hvernig koma má fátækustu ríkjum heims til hjálpar. Ávinningurinn er margþættur, því eins og Gunnar Hersveinn orðar það: “Ef þjóð gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni með það að markmiði að bæta heiminn batnar hún sjálf”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 18:46

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Haukur

Ég set ekki samansem merki á pilsfalldskapitalisma og svo frjálshyggju. Það er stór munur. Ég hef gagnrýnt Davíðstímann mikið enda stækkaði báknið aldrei eins hratt og undir hans "frjálshyggjustjórn"

Pilsfalldskapitalistarnir fá það líka óþvegið frá mér ef þú hefur lesið bloggið reglulega. 

Að mínu mati eru pilsfalldskapitalistar verri en sósíalistarnir því sósíalistarnir eru allavega ekki að flagga fölsku flaggi.

p.s þessi "eldræða" Gunnars er merki um heimsku og engan skilning á hagfræði né stjórnmálafræði

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 19:02

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

kristinn

frelsi án ábyrgðar er ekki frelsi sem ég er að tala um

sjá gott viðtal um frjálshyggju i Silfrinu hér

https://www.youtube.com/watch?v=Xbh46mOkmfQ

og Klinkinu hér

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP11470

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 19:04

6 identicon

Ummæli mín fyrir ofan fóru í ranga færslu. Biðst afsökunar.

Áttu að vera með færslunni; Fólk sækir í frjálshyggjuna (Sviss).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 19:27

7 identicon

það þótist engin sjálfstæðismaður bera ábirð á að hafa valdið hruninu þó var það kerfigalli og eilífkrafa um sparnað í eftirlitskerfi sem ollu hruninu, en hvað ega .xs.bf. og bíratar. sameiginlegt með xd. allavega ekki ást á frelsi.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband