Baráttan

Birgitta má eiga það. Hún er baráttukona. Hún er úr mínu kjördæmi og ég kaus Borgarahreyfinguna seinast. Því er hún í mínu umboði á þingi. Ef það má kalla það þannig.

Ég er ekki sammála henni í öllu en þegar kemur að upplýsingatækni og gagnsæi þá er hún algjörlega að standa sig. Hún var með lið í DV þegar hún komst á þing sem hét "dagbók þingmanns" þar kom margt áhugavert í ljós t.d þegar Framsóknarflokkurinn hélt fast í "græna herbergið" þrátt fyrir að það sé mjög stórt og þingflokkurinn lítill. En þetta herbergi hafði víst "sögulegt gildi".

 Svo sett hún status á Facebook beint af nefndarfundum. Við litla hrifningu þingmanna.

Píratar berjast fyrir upplýsingafrelsi og það er fínt að hún sé í þeim flokki. Einbeita sér á því sem hún þekkir og gerir vel.

En við vonum að Birgitta komi heil og sæl heim...

hvells 


mbl.is Óviss um að komast heim aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar aðeins að vekja athygli á þessu myndbandi. Þar sem sagt er að Hermenn hafi framið voðaverk.

Þegar maður gáir vel að, þá bera þessir menn sprengivörpur og AK47 rifla sem eru samskonar riflar og Hermenn BNA hafa þurft að berjast við.

Munum að BNA eru að berjast við óeinkennisklæddann óvin, sem notar samskonar vopn.

Og enginn hneykslast á þessum fréttamönnum fyrir að vera ómerktir sem slíkir, að bera vopn sem einkenna þá sem hriðjuverkamenn og taka börn með sér í þúngvopnaðann leiðangur.

Eru bara allir svo mikklir rasistar að þeir gera ekki neinar kröfur um rökrétta hugsun til araba?

Friðjón (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband