Eiga ágætlega saman fyrir utan eitt mál

Það hefði verið áhugavert ef þessi sameining hefði orðið.

Þau geta sett fram heildstæða stefnuskrá.

Öll þrjú vilja beint lýðræði, stjórnarskránna nýju á koppinn, gagnsæi og fleira góðar stefnur.

 

En Dögun vill halda fast í fantasíudraumana um að færa niður verðtryggð lán. Píratar og Lýðræðishreyfingin hafa ekki viljað ljúga svona að kjósendum.

 

Dögun getur sleppt verðtryggingarstefnunni og gengið í þessa þrennu.

Eða haldið henni og sameinast flokki heimilanna . Hægri grænir geta einnig verið með í þeirri samsuðu.

 

Þá væru þrjú ný framboð:

Flokkur heimilanna (HG, Dögun, FH).

Píratavaktin (Píratar, Lýðræðisvaktin).

Björt framtíð (gætu reyndar farið í píratavaktina og haft þá 2 ný framboð. BF hefðu þurft að breyta sinni skoðun á nýju stjórnarskránni fyrst).

 

2-3 ný framboð er raunhæft ef eitthvað af þessum flokkum vill á þing.

 

6 ný framboð skila engu nema dauðum atkvæðum. Kannski 1-2 þingmanni í besta falli.

Sem er miður.

Fjórflokkurinn er ekki að gera neitt af viti. Allt of flæktur í hagsmunasamtök bænda, LÍÚ, verktaka og auðmanna.

kv

Sleggjan


mbl.is Bjóða ekki sameiginlega fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband