Samfylkingin og Björt framtíð saman í ríkisstjórn

Hef ekki gert upp við mig hvað ég ætla að kjósa.

 

XS og BF saman með hreinan meirhluta hljómar ekki illa.

 

Þá kannski er hægt að taka á kvótamálinu. Við erum að gefa á 0kr réttinn til að fiska (ásamt litlu veiðileyfagjaldi hlutfallslega sem tekur því ekki að tala um ).(XD á móti því).

Stjórnarskrábreyting verður samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslu sem var skýr. (XD á móti því) .

 ESB umsóknin verður sett í fimmta gír (XD á móti því).

Ekkert lýðskrum varðandi verðtryggingu.

 

Þetta hljómar bara vel í mínum eyrum.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvernig ætli tveir sósíalistaflokkar fullir af tækifærissinnum geti náð árangri í stjórn landsins? Er ekki bara næst hjá þér að fá Jón Gnarr í landsmálin?

Staðan hérlendis í efnahagsmálum er hræðileg og í raun lítið að marka opinbera hagvísa. Heldur einhver að atvinnuleysi sé lítið hérlendis? Raunverulegt atvinnuleysi t.d. í USA er um 14% þó opinberar tölur segi það í kringum 8%. Raunverulegt atvinnuleysi hérlendis er í tveggja stafa % tölu.

Bankar hér eru farnir að bjóða upp á óverðtryggð lán. Vextirnir eru þá bara breytilegir. Hverju hafa slík lán reddað? Hér eru allir dáleiddir út af verðtryggingunni og gleyma þess vegna algerlega að pæla í raunvöxtum á íbúðalánum hérlendis borið saman við það sem gerist fyrir vestan og austan okkur. Hvers vegna skyldi nú sá munur vera?

Það er svolítið sorglegt að ESB skuli villa þér sýn í nánast öllum málum. Þú hefur auðvitað orðið svakalega glaður þegar ESB fékk friðarverðlaunin, eða hvað? Sú verðlaunaafhending sýndi glögglega fram á gloppur í söguþekkingu Nóbelsnefndarinnar :-(

Helgi (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 22:42

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samfylking og BF saman. Ha, ha, ha ! Höfuðbólið og hjáleigan. Ykkur dreymir óraunhæfa dagdrauma um meirihluta þessara tveggja ESB sinnuðu flokka. Þeir ná ekki einu sinni samtals saman 1/3 fylgis í skoðanakönnun !

Gunnlaugur I., 18.1.2013 kl. 22:51

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir eru ekki tækifærissinnar því þeir tala ekki fyrir bull leiðréttingu lána og rugl afnema verðtryggingu sem er  alvöru lýðskrum.

Rétt hja helga, þurfum stöðugri gjaldmiðil til að fa´lægri vexti, evran er leiðin til þess

Gunnlaugur líkar greinilega við XS og XBF í stjórn miðað við kommentið, Býð honum velmkomin í hopinn =)

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 05:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samfylking og "Björt" framtíð hafa einungis rétt rúmlega 30% fylgi S&H. Það dugir ekki til að mynda ríkisstjórn.

Það liggur fyrir að þetta eru einu flokkarnir sem vilja halda áfram aðildarferlinu og fylgi þeirra endurspeglar þá staðreynd. Við hvert það prósent sem annar flokkurinn fær minnkar fylgi hins um sama prósent. Kjósendur "Bjartrar" framtíðar eru fyrrverandi kjósendur Samfylkingar. 

Það er sama hvernig þetta mál er teigt eða togað, sameiginlegt fylgi þessara flokka mun alltaf verða á svipuðum nótum og kjörfylgi Samfylkingar í undanförnum kosningum. Og það er nokkuð langt frá því að duga til að mynda ríkisstjórn,  sama hversu vel það hljómar í þínum eyrum, S&H.

Svo væri ágætt ef þú reyndir að skilja þá einföldu staðeynd að gjaldmiðillinn er ekki gerandi, sama hvað hann heitir, heldur þeir sem með völdin fara. Því er það happ og sýnir að enn eru tveir þriðju þjóðarinnar sem skilja einfaldar staðreyndir, að "Björt" framtíð og Samfylkingin munu aldrei getað myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Happ að enn skuli einungis einn þriðji hluti þjóðarinnar vera svo blindaður af lygum aðildarsinna.

Það er merkilegt að blinda aðildarsinna er svo mikil að þegar aðalhöfundur þessa ferlis og sá sem mestu hefur logið að þjóðinni, Össsur Skarphéðinsson, leiðréttir sínar lygar, vilja sumir aðildarsinnar ekki hlusta á hann!

Þetta er merkilegt og þarft rannsóknarefni.

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2013 kl. 09:58

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Gunnar

Greining þín á þessari pólítísku stöðu er alveg fáránleg. Ég "screen shottaði" þessi orð þín og ætla sína þér eftir kosningar hversu mikið rugli þú varst að sp.

Alveg kominn með nóg af því að fólk geti komið með einhverja algjöra vitleysu án þess að vera accountable þegarruglið er svo rekið í andlitið á þeim.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 15:10

6 identicon

Sælir félagar.

Hvers vegna eruð þið svona æstir fyrir ESB? Hafið þið íhugað NAFTA? Af hverju ekki NAFTA frekar en ESB?

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 22:02

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Amerískar vörur eru frábærar. Má alveg skoða það.

Ekki raunæft í dag þó.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2013 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband