Stuðningssíða Árna Páls

Það er óhætt að segja að Hvellurinn og Sleggjan styðja Árna Pál heilshugar í formannsslagnum í Samfylkingunni um helgina.

arni_pall-1

Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun föstudag 18. janúar og stendur til mánudagsins 28. janúar, kl. 18.00. Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason sækjast eftir embættinu.

Kosið verður með rafrænum hætti á heimasíðu Samfylkingarinnar. Hægt er að fá atkvæðaseðil sendan í bréfpósti á lögheimili en slík beiðni þarf að berast skrifstofu Samfylkingarinnar í síðasta lagi kl. 18.00 næstkomandi mánudag 21. janúar, að því er fram kemur í auglýsingu frá Samfylkingunni.  Þar segir að um sé að ræða stærstu rafrænu kosningu sem farið hefur fram á vegum stjórnmálaflokks hér á landi.

Kosningarétt hafa skráðir félagar í flokknum og á kjörskrá eru rúmlega 18.000. Kjöri formanns verður lýst á landsfundi Samfylkingarinnar í Valsheimilinu Hlíðarenda laugardaginn 2. febrúar.

Formannsframbjóðendurnir Árni Páll Árnason  og Guðbjartur Hannesson funda um allt land þessar vikurnar. Þeir munu rökræða á kjördæmisþingi Suðvesturkjördæmis í kvöld fimmtudagskvöld á Strandgötu 43 í Hafnarfirði. Á kjördæmisþingi Suðurkjördæmis í Tryggvaskála í Árborg á laugardagsmorgun kl. 10.00 og sama dag á kjördæmisþingi Norðausturkjördæmis í húsnæði Golfklúbbs Akureyrar, Jaðri kl. 16:00.

Þá munu Árni Páll og Guðbjartur leiða saman hesta sína á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Hótel Holti kl 17.00 föstudaginn 18. janúar og á hádegisfundi Ungra Jafnaðarmanna í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 24. janúar.

Fundirnir og kjördæmisþingin eru opin öllum flokksfélögum Samfylkingarinnar

 

 

Vill benda fólki á stuðningssýðu Árna Páls á eyjunni.is. Hún heitir krossgötur og er að vísa til þess að Samfylkingin stendur á krossgötum. Vilja þau halda áfram á sömu sósalísku brautinni í boði VG með tilheyrandi fylgistapi eða viljið þið kjósa Árna Pál og blása til sóknar fyrir næstu kosningar

 

http://blog.pressan.is/krossgotur/

 

Valið er auðvelt hjá Sleggjunni og Hvellinum

 

X- Árni Páll

 

 

hvells

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I approve this message

Styðjum Árna Pál

sleggjan (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband