Áhugaverð frétt

Sendiherra Þýskalands hundskammar Davíð: Óskiljanleg og fjandsamleg ásökun

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.

„Að slík ásökun skuli koma frá ritstjórn virts dagblaðs í sjálfsöruggu lýðræðisríki eins og Íslandi sem er nátengt ESB, m.a. með aðild sinni að EES, gerir hana þeim mun óskiljanlegri og fjandsamlegri,“ segir Herman Sausen, sendiherra Þýskalands á Íslandi, um ritstjórnargrein Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins.

Tilefni skrifa sendiherrans er ritstjórnargrein sem birtist í Morgunblaðinu þann 14. maí þar sem sendiherra Evrópusambandsins er sakaður um að blanda sér í innanríkismál Íslands og þar með brjóta gegn umboði sínu sem erlendur sendimaður.

Sendiherrann svarar Davíð í opnu bréfi sem hann skrifar í Morgunblaðið þar sem hann furðar sig á þessari ásökun ritstjórans og segir hana „óskiljanlega og fjandsamlega“. Segir Sausen að erindreki ESB uppfylli upplýsingaskyldu sína hér á Íslandi eins og hver annar sendifulltrúi.

Þeim Íslendingum, sem vilja taka þátt í þessum fundum á að veitast tækifæri til að fræðast, bera fram gagnrýnar spurningar og ræða þær við fulltrúa ESB til þess að geta metið kosti og galla aðildar og tekið ákvörðun sína þegar kemur að hinni áformuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning. ESB er hlynnt opinskárri upplýsingagjöf og umræðu.

Þetta segist Sausen hafa sannreynt á fyrirlestri Timo Summa, sendiherra ESB, á fyrirlestri í Iðnó á dögunum. Þar hafi enginn vafi leikið á því að Íslendingar einir ráða úrslitum um hvort af inngöngu af ESB verður eða ei.

Sendiherrann bendir enn fremur á að ásökunin um afskipti af innanríkismálum sé röng, því að aðildarviðræðurnar sem slíkar séu ekki innanríkismál heldur hluti af utanríkisstefnu Íslendinga og ESB. Hvor samningsaðili um sig hafi rétt til að dreifa upplýsingum um sig og viðræðurnar.

Fjölmiðlar með ábyrgðartilfinningu geta gegnt þar mjög mikilvægu hlutverki með því að upplýsa um staðreyndir, greina þær og gera athugasemdir við. Ég hef aldrei fyrr upplifað það að fjölmiðill í lýðræðisríki hafi krafist þess af ríkisstjórn „sinni“, að hún takmarki eða meini fulltrúa ESB, samtaka lýðræðisríkja, að tjá sig á opinberum vettvangi,

segir Sausen og bætir við að lokum.

Íslenskir borgarar eiga skilda mikla virðingu, en ekki forsjárhyggju. Samanburður við t.d. Bandaríkin í ritstjórnargreininni er fráleitur. Í samningaviðræðum Íslands og ESB er ekki um að ræða sameiningu við annað ríki með uppgjöf eigin þjóðernis, heldur aðild að lýðræðislegum samtökum fullvalda lýðræðisríkja, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um sameiginleg mál og koma einnig fram sameiginlega á alþjóðavettvangi.

 

 

tekið af eyjan.is

 

 

hvellurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sendiherra 1

Davíð  0

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband