Samstaða þarf að svara fyrir málþóf

Lilja Móses stundaði málþóf á Alþingi þegar stjórnarskrárfrumvarpið var í umræðu.

Samstaða kennir sig við lýðræði og velferð. En greinilega ekki við þá lýðræðisbót sem er í nýju stjórnarskránni.

Ég hélt að Samstaða væri í eðli sínu flokkur sem kennir sig við hugmyndirnar um "Nýja-Ísland" en greinilega ekki.

Vill fá skýr svör af hverju Lilja var á móti stjórarskráfrumvarpinu. Vona að fréttamenn spurji hana í næsta viðtali.

Eða sleggjan spurji hana í "beinni línu".

kv

Sleggjan


mbl.is Samstaða krefst kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður hreinlega spyr sig hvernig nokkur maður getur verið á móti nýju stjórnarskránni...

Viktor Alex (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 09:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessar spurningar eru svo óljósar og vanreifaðar, sem á að setja í dýra þjóðar-skoðanakönnun, en ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það skiptir máli að hafa hlutina rétta og sanna.

Ef það er kallað málþóf að krefjast skýringa og rökræðu um þessi mótsagnarkenndu og innihaldslausu tillögur, þá er eitthvað búið að breyta merkingu orðanna: skoðanakönnun, málþóf og rökræður.

Einhver hlýtur að geta frætt mig um merkingu þessara orða í dag, því þau hafa greinilega breytta merkingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 12:07

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

að fara aftur og aftur upp í pontu og tala um ekki neitt til miðnættis kalla ég málþóf.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband