Skýr svör.

Við þurfum að fá skýr svör um hvar peningurinn á að koma.

Ef hugmyndin er um að ræna frá gamla fólkinu þá á að segja það beint út.

Ef það þarf að hækka skatta til að fjármagna þetta þá á að tilgreina hvaða skattar verða hækkaðir

Ef það þarf að skera annarstaðar niður t.d loka sjúkrahúsum þá þarf að setja það hreint út.

 

Þess má geta að Íbúðarlánasjóður er stærsti lánveitandi húsnæðislána og sá sjóður er 100% í ábyrgð skattgreiðanda.

Engir erlendir kröfuhafar á þeim bæ.

hvellurinn


mbl.is Skuldamálin að fara að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hér má lesa um tillögu þingmanna Hreyfingarinnar um afskriftasjóð fasteingaveðlána:
http://www.dv.is/blogg/thordur-bjorn/2012/2/28/afskriftasjodur-fasteignavedlana/

Þórður Björn Sigurðsson, 17.5.2012 kl. 23:18

2 identicon

Um leið og rætt er um að slaka aðeins á krumlum verðtryggingar sem mælir allt brennivín og tóbak líka, þá er alltaf verið að saka fólk um að það ætli að ræna aumingja gamla fólkið og öryrkjana. Ég hef ekki séð nein skrif um að hundruð milljarða tap lífeyrissjóðanna í áhættufjárfestingum sé að ræna gamla fólkið og öryrkjana. Er það algjörlega eðlilegt að verðtryggða pakkið sem tók kannski 16 milljóna lán fyrir þriggja herbergja íbúð árið 2005-2006 skuldi í dag 25 milljónir þrátt fyrir fullar afborganir allan tímann? Ef sá aðili fengi t.d. 20% af því niðurfellt (hækkuninni) væri hann þá að ræna og rupla mat frá ömmu gömlu??

Margret S. (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 23:31

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þetta verður gert þá munu lífeyrissjóðirnir tapa og þeir neyðast til að skerða greiðslur.

Þú færð lífeyri þegar þú ert gamall. Og ef þær skerðast þá er gamla fólkið að fá minni pening.

ég er ekkert að segja að það er röng leið.. það er kannski heppilegast að afskrifa lánin yfri línuna og skerða lífeyrinn á móti.. það gæti verið heppilegast.. eina sem eg bið um er að fólk verði hreinskilið og segi það beint.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2012 kl. 00:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tortryggi Hreyfinguna,malandi í gininu á stjórninni í Ráðherrabústaðum,þau eiga að hætta að styðja stjórn sem engu fær áorkað vegna skipana frá Esbéinu,sem er þeirra ær og kýr.

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2012 kl. 00:38

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg ótrúlegt að það eigi að taka enn einn snúning á þessu. Eins og svarið sé ekki fyrirsjánlegt. það á gera töfratrikk. Hókus pókus = Enginn borgar. (Nema þá hugsanlega vondir útlendingar og svikarar innanlands).

Aftur mun verða farið yfir barnaskólastarðfræði. 2+2= 4. Ekki 5. O.s.frv. 2x2 eru líka = 4. Margföldunartaflan verður rifjuð upp. Beisik atriði kennd varðandi verðtryggingu. Hún er ekki það að ,,allt hækki". þ.e. að raunvirði. Hún er um að krónan rýrnar. það þarf alltaf fleiri krónur til að fylla uppí sama raunverðgildið.

Nú, við öllum veseni sem snýr að þessum þáttum er til ein og aðeins ein afar einföld lausn. Aðild að EU og upptaka Evru. Vilja menn það? Ónei! Menn kjósa yfir sig kvölina og vistabönd sérhagsmunaklíka. það á að verðlauna innbyggjar hérna einhvernveginn. Veita þeim fábjánaverðlaunin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2012 kl. 01:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er alltaf sama rökvillan á ferð, alltaf eru menn að gefa sér að að öllu óbreyttu innheimtist hver króna þeirra lána sem rætt er um hvort eigi að færa niður/afskrifa eitthvað af þeim.

En er það rétt forsenda? Talað er um að tugir þúsunda heimila séu komin í greiðsluþrot eða eru á leið þangað. Þó við værum "bara" að tala um 10 þúsund heimili með 10 milljóna lán, sem fer í gjaldþrot eða greiðsluþrot, gerir það töpuð útlán upp á 100 milljarða.

Gott og vel, kannski ekki alveg svona mikið tap þar sem lánastofnanir fá einhverja húskofa inn á efnahagsreikninginn hjá sér á einhverju ímynduðu verði, en vel að merkja, eignir sem þær þurfa að losa sig við.

Hinsvegar sjá það flestir að glórulaust væri að dæla þúsundum íbúða inn á fasteignamarkaðinn, það myndi bara þýða verðhrun með tilheyrandi dóminó áhrifum.

Getur verið að það sé hreinlega ódýrara að koma til móts við lántakendur?

Theódór Norðkvist, 18.5.2012 kl. 02:05

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ríkisstjónrin hefur verið að koma til móts við lánakendur... afskrifiað 110% svo hefur verið stofnuð heil stofnun.. kalla umboðsmaður skuldara.

það skrifræðisbákn kostar okkur 100milljonir á ari.

en einsog ég segi þá gæti verið farsælast að koma til mots við lántakendur... þú ert þá að meina afskriftir yfir línuna sem bitnar á lifeyrissjóðum?

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2012 kl. 09:37

8 identicon

Ríkisstjórnin þarf ekkert að koma með neinar aðgerðir í þessum málum frekar en í málefnum gegnistryggðra lána.

Verðtryggingin er nokkuð örugglega jafn ólögleg og gengistryggingin og langbest að láta bara dómstólana um að brjóta niður þessa skjaldborg mútuþeganna um skipulögð glæpasamtök fjármálakerfisins á Íslandi.

Núverandi ríkisstjórn hefur fyrir löngu tekið af allan vafa að hún tekur ævinlega afstöðu gegn heimilunum í baráttunni við glæpastarfsemi bankanna og í besta falla barnalegt að láta sér detta í hug að það sé eitthvað að fara að breytast.

Fjármálakerfið, og lífeyrissjóðirnir þar með hafa stolið hundruðum miljarða króna af heimilunum frá hruni og eina leiðin til að sækja þetta þýfi til baka er í gegnum dómstóla.

Ríkisstjórnin mun ekki lyfta nögl á litla fingri í að aðstoða almenning í þessari baráttu.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 10:34

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Afhverju ætti einhver ríkisstjórn í einhverju landi að "hjálpa" fólki sem vilja ekki borga sín lán... með því að yfirfæra fé frá gömlu fólki til þess að borga liði sem tók alltof stórt lán í bullandi góðæri.

Ég skil ekki svona hugsunarhátt.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2012 kl. 10:53

10 identicon

Afhverju ættu heimilin í landinu að samþykkja að heimilin þeirra séu þjóðnýtt til að hjálpa eftirlífeyrisþegum að lifa í vellystingum í höllunum sínum sem þeir fengu gefins þegar lánin þeirra brunnu upp og eru núna að taka út lífeyri langt umfram það sem þeir greiddu í sjóðina?

Það er enginn að tala um að borga ekki skuldirnar sínar, það ver verið að tala um að stóreignafólk í stóru einbýlishúsunum sínum á lífeyriskjörum langt umfram inngreiðslur fái ekki bara sín hús gefins, heldur okkar hús líka með ólöglegum hækkunum á ólöglegum lánum.

Sá sem tók 10miljón króna lán 2007 hefur örugglega ekkert á móti því að greiða það lán, en ekki þessar 5 miljónir sem var klínt ofan á lánið, án þess að nokkur lagastoð sé fyrir þessum hækkunum.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 12:59

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta voru vextir og verðbætur sem bættust á lánin... einosg þeir skrifuðu undir þegar lánið var tekið.

Þér finnst eðlilegt að fólk fær vaxtalaust lán?     Skritin afstaða.   Það mun leiða til mestu húsnæðisbólu sem Ísland hefur séð.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2012 kl. 15:06

12 identicon

Ég veit að þetta eru vextir og verðbætur og að það var skrifað undir þetta þegar lánið var tekið.

Það breytir því ekkert að þessi lán eru að öllum líkindum alveg nákvæmlega jafn ólögleg og gengistryggðu lánin, og hækkanirnar á þessum lánum nákvæmlega jafnólöglegar og hækkanirnar á gegnistryggðu lánunum.

Láttu svo eiga sig að leggja mér orð í munn, ég hef hvergi talað um vaxtalaus lán.

Bara að ólögegri eignatilfærslu frá heimilunum til stóreignafólks verði skilað til baka.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 16:18

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Afskaplega var svar hvellsins þunnt í roðinu. Hann þekkir greinilega lítið til málanna, en ég hef heyrt um fjölmarga sem fóru þessa 110% leið og eru komnir upp í 160-170% skuldsetningu umfram veð síðan þá.

Skuldamálin verða ekki leyst með því að setja á laggirnar 100 stofnanir sem gera ekkert en að vísa fólki á milli sín eins og tennisbolta og gera aldrei neitt í málunum.

Er hinsvegar sammála Sigurði #1 að verðtryggingargróðinn er ekkert nema þýfi. Það er rangt að vorkenna þjófnum fyrir að þurfa að skila þýfi. Ef það væri brotist inn hjá hvellnum og fleiri hundruð þúsund króna græjum stolið (veit ekkert hvort hann á þannig græjur) myndi hann væntanlega ekki fallast á að sleppa þjófnum við því að skila þýfinu á þeim forsendum að hann (þjófurinn) þyrfti að sjá fyrir börnunum sínum.

Theódór Norðkvist, 18.5.2012 kl. 17:51

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Verðtryggingargróðinn er ekki þýfi. Verðtryggð lán eru með lægri vexti en óverðtryggð. Þar liggur hundurinn grafinn.

Svo er umboðsmaður skuldara djók embætti sem á að leggja niður sem fyrst

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2012 kl. 18:22

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

S&H, ég virði það við ykkur að þið svarið alltaf - ólíkt ýmsum öðrum - en hvorugur ykkar gerið tilraun til að taka á röksemdum mínum. Hvernig geta afskriftir/niðurfærslur eða eitthvað slíkt skaðað lánastofnanir ef þær fá þessi umræddu lán aldrei greidd hvort eð er? Málið snýst um að viðurkenna orðinn hlut.

Ef mig dreymdi síðustu nótt að ég hafi unnið 100 milljónir í Víkingalottóinu, en kemst að því þegar ég vakna að ég er jafnblankur og fyrr, er þá hægt að segja að ég hafi tapað 100 milljónum?

Meintur fyrirhugaður gróði lífeyrissjóðanna og annarra lánastofnana af lánum skuldara í vandræðum - sumir búnir að missa atvinnuna - er einmitt draumórar.

Theódór Norðkvist, 18.5.2012 kl. 21:15

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sæll Theódór.

Ég er hlynntur afskriftum af lánum sem aldrei verða greidd.

Einnig er ég hlynntur almennri niðurfærslum líkt og þú.

Mér líkar ekki málflutninginn hja sumum. Serstaklegaq varðandi vexti, verðbolgu að lánasamningar

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2012 kl. 21:40

17 identicon

Að vera hlynntur afskriftum á lánum sem aldrei verða greidd er eins og að vera hlyntur því að rigning breytist í snjókomu þegar frýs.

Eins og það þurfi að taka einhverja ákvörðun um það?

Hlyntur afskriftum eða ekki, skiptir engu máli, lán sem ekki fást greidd verða að sjálfsögðu afskrifuð eins og vatn frýs í frosti.

Að sjálfsögðu eru ólöglega teknar verðbætur þýfi, og því ber að skila til réttmætra eigenda.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 22:26

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sæll.

Ólöglegu verðbætur eru hvað?

Ertu að tala um gengislánin ólögmætu?

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2012 kl. 14:38

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann er liklega ad tala um domsmal sem er a eliding I um Tessa verdtryggingu

Hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2012 kl. 19:00

20 identicon

Ége er að tala um verðtrygginguna, að hún sé nákvæmlega jafn ólögleg og gengistryggingin.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband