Deloitte og Sjávarútvegsráðuneytið

Báðir aðilar eru ekki hlutlausir í þessu máli.

Steingrímur J er að berjast fyrir pólitísku lífi ríkisstjórnarinnar og Deloitte er að endurskoða hjá stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum.

Ef þú ert útvegsfyrirtæki þá gerir þú þrennt:

-Lætur endurskoða hjá Deloitte.

-Tryggir hjá TM.

-Tekur lán hjá Landsbankanum.

 Ég efast ekki um að Deloitte styðst við raunhæfar tölur. Eins og þeir segja:

"Ekki er hægt að kaupa nýjan fjölskyldubíll í dag á sama verði og fyrir hrun."

 

Landsbankinn hefur gert útreikningar á þessu og þeir segja að meirihluti útvegsfyrirtæki fara á hausinn.

 

Hvernig væri að fá alveg hlutlausan aðila til að komast að niðurstöðu.

Er hlutlaus aðili til á Íslandi þegar kemur að svona stóru hagsmunarmáli sem snerta nær alla Íslendinga um allt landið?

 

hvellurinn

 


mbl.is Illa undirbúin og stórgölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óháður endurskoðandi sem getur komið með óhlutdrægt mat á þessu er ekki til hérlendis, ennþá sorglegra er að afar fáir bera traust til Háskólans til að gera trúverðuga úttekt á þessu, því miður hafa mjög margir þá tilfinningu að hann sé ormagryfja pólitískt hlutdrægs fólks.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 13:27

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt er það.

við getum borið sama tvo prófessora í hagfræði í háskóla íslands.

Ragnar Árnason og svo Þórólf Mathíasson.

 Það sem þeir segja um kvótafrumvarpið stangast á í öllum meginatriðum.

Hagfræðin er orðin gríðarlega pólitisk. 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2012 kl. 14:27

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einnig Axel Hall úr HR, hann fór fyrir nefnd sem drullaði yfir þetta frumvarp. Hann er úr Sjálfstæðisflokknum.

Annars áhugaverð þrenna sem hvellurinn setur fram. Vissi ekki af þessu, svona fyrir utan LÍ.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2012 kl. 16:01

4 identicon

það að  prófessorar í sömu fræðigrein skuli komast á þennan hátt að gjörólíkum niðurstöðum í sama máli bendir til þess að þeirra vinna sé ekki sérleg fræðileg og þeir allir frekar ótrúverðugir. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband