Dómstóla-sinnarnir.

Það er merkilegt að "dómstóla-sinnarnir" eru þeir sem fara mest á taugum í hvert skipti sem fréttir berast um þetta mál.

Það er dáltið merkilegt vegna þess að þetta eru leiðin sem þeir kusu... og plötuðu almenning til að kjósa.

Við vorum með góðan og hagstæðan samning í höndunum...   en dómstólasinnarnir vildu þetta frekar.

Þessvegna eiga þeir að hætta að væla og taka þessari dómstólaleið einsog menn.

Með tómat og sinnep einsog Össur kallar það.

hvellurinn


mbl.is Meðalganga ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var fyrirsjáanlegt frá fyrsta degi og hefði átt að vera "Nei-urum" ljóst.

Ekkert nýtt undir sólinni hér. Þetta vildu Indefence liðið og forseti þeirra og þeir sem létu glepjast enn einu sinni af sama liðinu.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 15:55

2 identicon

Ég var ekki plataður til að segja NEI.

Það mátti vera ljóst að ESB myndi blanda sér í málið enda hagsmunir fleiri aðila en Breta og Hollendinga sem þó vildu ekki sækja beint þar sem það yrði prófsteinsmál fyrir þá og myndi auðveldlega setja Breta á höfuðið (sbr. m.a. Bank of Scotland) og leika marga Hollenska banka (m.a. ING, ABN Amro og Rabobank) verulega grátt.

Samningar sem reyndir voru við UK/NL voru allir með verulegum halla á Ísland undantekin sá síðasti (Lee Bucheit) vegna "privity" (sjá t.d. 6.kafla  Svafarssamninganna) og hefði þá verið opnað á skotleyfi UK/NL stjórnvalda á íslenska kerfið þ.e.a.s. að sækja beint á ríkið.

Hefði á einhverjum tímapunkti verði gengið í frá smaningum er ljóst að til að "minnka" slagið hefðu föllnu bankarnir líklega verið afhentir til að þeir sem við þeim tóku myndu getað hafa gert það sem hefur þegar tekist hjá slitastjórnunnum, nefnilega að auka verðmæti í föllnu bönkunum umfram forgangskröfur, nema að þá hefði verið yfirtökuverð langt undir núvirði og víxillinn á 620 milljarða verðið sóttur strax á eftir og UK/NL þar með verið næsta stikkfrí.

Davíð aftur kemur með þetta "við borgum ekki skuldir óreiðumanna" sem fólkið flykkti sér í raun að baki. Hann hefur einn núverandi og fyrrverandi stjórnmálamanna komið með "slogan" sem vilji var hjá fólki að berjast fyrir og í öllum löndum sem við berum okkur alla jafna saman við hefði þjóðaratkvæði sem jafn afgerandi féll fellt með sjjórnina.... en við erum bananalýðveldi og förum ekkert sérlega eftir lögum og reglum og höfum ekki gert síðan fyrsti skattsvikarinn séttist hér að en hann hé Ingólfur og var Arnarson.

Nú sem í fyrri samningum er ESB í raun að óska niðurstöðu, þ.e.a.s. segja hátt og snjallt "piss off" og væri það sennilega best að gera ef að vonleysið væri ekki jafn mikið og hér er raunin þar sem hagstj´ææorn er minni en engin og aðhald í ríkisfjármálum haldið eitthvað út á brauð. Hér næst ekki að halda stjórn á krónu í höftum sem er álíka slakt og vera nærri drukknun í tómri sundlaug.

Þó að Evran sé vissulega hálf galið val þar sem að Evrusvæðið á enn eftir að díla við mun stærri krísur en Grikkland, nefnilega Ítalíu, Spán, Portúgal, Pólland og jafnvel fleiri er krónan okkar í enn verri málum enda ekki mögulegt að létta gjaldeyrishöftum.
Arbitor verður þá ESB vegna EFTA og allt verður lagt að jöfnu.
ESB getum við fengið fyrir fiskinn og sjálfstæðið.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 16:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér hefur nú aðallega sýnst það vera þið Jáararnir sem farið á taugum, en reynið að fela það með því að benda á okkur hina sem fylgjumst pollrólegir með framkvæmdastjórninni halda áfram að festa sprengihleðslur á burðarpunkta Evrópusambandsins á meðan enginn er að fylgjast með ræsivírnum.

Ég er byrjaður að safna birgðum af poppkorni fyrir lokaatriðið.

Og tilbúinn með Pixies: Where is my mind í græjurnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband