Geir sakfelldur 1 af 4. Ríkisstjórnin hefur klárað 1 af 4 af stóru málunum

Nú er Landsdómurinn að baki.

Niðurstaðan var að Geir var sakfelldur.

Þór Saari segir:

„Geir H. Haarde hefur verið sakfelldur fyrir að hafa brotið stjórnarskrána og brugðist sem forsætisráðherra."

Geir þau orð af mínum.

 

Fjórðungur búinn af stóra loforðalista ríkisstjórnarinnar:

-Landsdómur (búið)

-ESB (í vinnslu)

- Stjórnarskráin (í vinnslu)

- Kvótamálð (mikið gefið eftir, en þó í vinnslu)

 

Ríkisstjórnin þarf að spýta í lófana ef klára á þessi mál. Aðeins eitt ár til stefnu.

Vonum að ríkisstjórnin fái frið fyrir málþófi stjórnarandstöðunnar.

kv

Sleggjan


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er ekki allveg rétt hjá þér, málið kláraðist ekki alveg eins og pólitísku andstæðingarnir vildu.

1. Atriði af fjórum er semsagt búið í landsdómsmálinu, ef áframhaldið verður svipað í hinum þrem stóru málunum sem þú taldir upp þá tel ég þetta vera lélega framistöðu. Minni samt á að þessi ríkisstjórn er ekki ætluð til stórra glæsiverka, frekar er um að ræða hnignunarstjórn sem kemur landinu á botninn í samfélagi þjóðanna.

Það er að sannast enn og aftur að ég valdi rangann flokk er ég gerðist flokksbundinn. Já ég tilheyr öðrum af ríkisstjórnarflokkunum og það er eitthvað sem ég kem til með að sjá eftir að hafa gert um alla framtíð.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2012 kl. 19:03

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú líklega taust VG vegna andstöðu við ESB LOLZ

En ríkisstjórnin kláraði landsdóm. Það er ekki merki um lélegan árnagur þó að Geir fékk ekki refsingu. Ábyrgð ríkisstjórninarinnar var að fara með mál geris fyrir Landsdóm. Svo dæmi Landsdómur eftir lög og reglum. Ríkisstjórnin má ekki krukka í því.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2012 kl. 20:36

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

En ef rétt hefði verið staðið að málum þá hefði Ingibjörg ásamt Björgvin verið á sakamannabekknum líka.

Ef það hefði verið svoleiðis þá hefði ekki verið hægt að kalla þetta pólitískar ofsóknir. En annars voru þetta bara pólitískar ofsóknir og ekkert annað. Þetta lið sem ég kaus ásamt drullusokkum samspillingar sáu til þess...

Að öðru leiti þá mun það rétt að ég kaus VG, semsagt ónýtt atkvæði enda margsvikið af hálfu þeirra sem áttu að standa fyrir þjóðina en ekki klíku sem starfar í Brussel.

Að vísu er huggun harmi að Atli sagði sig úr flokknum enda ég stuðningsmaður hans en ekki svikaranna sem styðja landráðaferlið.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2012 kl. 21:03

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef niðurstaðan í lið #2 verður í líkingu við niðurstöðuna í eina málinu af þessum fjórum sem þú nefnir að búið sé að klára, þá er augljóst að við erum ekkert á leiðinni í ESB á næstunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2012 kl. 21:33

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þú gleymir árna matt

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2012 kl. 22:15

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Kaldi

Gott væri ef fleiri þyrftu að svara fyrir Landsdóm. Rétt hjá þér. En skipstjóri ríkisstjórnarinnar hann Geir svaraði til saka sem var gott. Reynt var að stoppa þetta af í lokin, en fékk sem betur fer að halda áfram.

@ Guðmundur

Já, vonum að niðurstaðan í ESB verði betri en Landsdómsmálið.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband