Fáir útlendingar þekkja stöðuna á Íslandi.

Að hóta því við Íslendinga að slíta þessum ESB viðræðum er ekki hótun í sjálfum sér. Flestar kannanir seinustu ár sýna að almennt eru Íslendingar á móti inngöngu (þá að meirihlutinn vill klára viðræðurnar)

Þess vegna er mjög einkennilegt að hóta því að slíta viðræðum og vonast til þess að Íslendingar leggist á fjórar fætur og gefi frá sér milljarða markrílverðmæti bara til þess að fá að sjá ESB samning.

Ef þetta er hugmynd evrópubúa um Ísland þá vita þeir ekki mikið um Íslendinga og það þarf ekki að lesa langt aftur í sögu Íslands til að komast að því. Að við bökkum aldrei þegar kemur að hagsmunum okkar... þá sérstaklega í sjávarútveg. Þorskastríðið er dæmi um það.

Sumir útlendingar sjá Ísland sem gjaldþrota aumingja á fjórum fótum sem sækja um ESB aðild með skottið á milli lappanna vegna þess að við höfum klúðrað öllum okkar málum. Það er ekki rétt.

Ég er í þeim hópi sem vill skoða ESB aðild frá öllum hliðum. (já sinni). Sjá samninginn allavega. En ef Struan Stevenson eða aðrir háttsettir fulltrúar vilja að við gefum eftir í Makríldeilunni og töpum mörgum milljörðum vegna ESB umsókninni......    þá geta þeir bara tekið þessa umsókn og troðið heinni uppí rassgatið á sér. 

hvellurinn


mbl.is „Kemur vonandi vitinu fyrir þá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek algerlega undir þetta og undrast umræðuplanið sem ESBnálgun Íslands er á almennt.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2012 kl. 12:17

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er gott að augu sumra eru að opnast fyrir raunveruleikanum í ESB.  Sjávarútvegsnefnd ESB gæti bara beðið eftir því að við værum komin inn í apparatið til þeirra og þá sett okkur stólinn fyrir dyrnar, en bráðlæti þeirra hjálpar okkur að sjá enn betur hvernig umhorfs er þar innanbúða. 

Því miður þá er þetta viðhorf þessara ESB þingmanna algengt, ekki aðeins meðal þingmanna ESB heldur víðar í ríkjum sambandsins og erum við Íslendingar ekki þeir einu sem fá að kenna á ofríkisviðhorfum þeirra. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.4.2012 kl. 14:24

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Augun mín hafa aldrei verið lokuð fyrir svokallað ástandi í ESB.

Efnahagsástandið fer batnandi

http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/04/20/god_eftirspurn_eftir_spaenskum_brefum/

http://m5.is/?gluggi=frett&id=166970

Þetta viðhorf er reyndar ekki algengt. Það eru aðalega Breskir íhaldsmenn sem eru með stæla. 

Þetta fer líklega aldrei í gegn og er notað til "heimabrúks"

En ef valið stendur á milli makríl og ESB umsókninar.... þá er valið klárlega makríll.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 20.4.2012 kl. 14:53

4 identicon

Pössum okkur að ofveiða ekki Makrílinn

sleggjan (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 15:22

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íslendingar eru þekktir fyrir ábyrgar veiðar.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 20.4.2012 kl. 15:41

6 Smámynd: Björn Emilsson

Ánægjulegt að sjá að þið kumpánarnir Sleggjan og Hvellurinn eru að taka sönsum og sjá hlutina í réttu ljósi. En.. það var enginn hvellur þegar sleggjan drundi.

Björn Emilsson, 21.4.2012 kl. 00:16

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

I see what you did there :D

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2012 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband