Snorri í Betel og málfrelsið

Snorri í Betel telur samkynhneigð vera synd. Hann ákveður það ekki upp úr þurru. Heldur les hann biblíunna á þann hátt að það er synd. Hann er Evangelism Kristinn. Það er er kristni sem er mjög ríkjandi í USA. Þú getur ekki náð að vera forseti í USA (í það minnsta frambjóðandi fyrir Repúblikana) nema eiga stuðning þeirra vísan.

Evangelar eru á móti fóstureyðingum og samkynhneigð. Í USA er málfrelsi í þeim málum og þeir sem predika þessi viðhorf verða ekki fyrir aðkasti.

Á Íslandi má ekki hafa þessa skoðun. Snorri er/var kennari á Akureyri. Hann tjáði sig aldrei um samkynhneigð í kennslustundum. Enda kennandi dönsku og önnur grunnfög.

Hann hefur tjáð sig í sínum eigin frítíma á sínu bloggi. http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/

Mér finnst hann eiga rétt á að segja að samkynhneigð sé synd á sínum bloggvettvangi án þess að missa vinnunna. Hægt er að vera ósammála honum og eiga við hann rökræður.

Pólítísk rétthugsun á Íslandi yfirgnæfir allt. Ekki má neitt athuga við samkynhneigða eða aðra minnihlutahópa eins og múslima eða önnur trúarbrögð. Það er mjög erfitt að standa upp á móti pólítiskri rétthugsun því þau eiga orð eins og rasisti og fordómar á reiðum höndum og nota óspart.

Ef við erum umburðarlynd gagnvart samkynhneigðum, þá getum við verið umburðarlind gagnvart evangelisum og þeirra skoðunum.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er góður punktur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.2.2012 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband