Gamblararnir græða.

Þeir sem sukkuðu mest þurfa að borga minnst.

Þeir sem tóku mestu áhættu sleppa en þeir sem sýndu aðhald þurfa að borga meira.

Þetta er Ísland í dag.

Vonandi verður þetta ekki það sem koma skal inn í framtíðina.

hvells


mbl.is Lánin bera neikvæða raunvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki "gamblaði" ég, fékk bara ekki að taka venjulegt íslenskt lán í íslenskum krónum. Þannig var það þegar ég verslaði fyrsta og eina bílinn sem gjaldeyrislán hvíldi á.

En allan þann tíma sem ég borgaði af honum var ég ánægður með þá vexti sem samningurinn sagði til um. Eftir að fíflin á alþingi komu með þessi ólög um að seðlabankavextir ættu að gilda hef ég verið á þeirri skoðun að verið væri að brjóta gildandi samningsvexti. Það að setja svona lög er andstætt heilbrigðri skynsemi. Þessvegna fagna ég þessum dómi sem einstaklingur og einn af þeim sem vildi ekki "gambla".

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2012 kl. 19:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo sannarlega er ekki hægt að kalla alla gamblara.

Kaldi t.d. er venjulegur neytandi lána.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 19:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 19:41

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvenær varstu að borga af þessum bíl Kaldi.

Ertu ennþá að borga?

 "En allan þann tíma sem ég borgaði af honum var ég ánægður með þá vexti sem samningurinn sagði til um"

En varstu sáttur með gengisfallið? Sáttur þegar höfuðstóllinn tvöfaldaðist?

Það er margar holur í þessari sögu hjá þér og það vekur mig grunsemdir að þú ert einfaldlega að ljúga

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 19:55

5 identicon

"Þeir sem sukkuðu mest þurfa að borga minnst."

 Hvað hefur þú fyrir þér í því að þeir sem tóku gengistryggð lán hafi verið eitthvað meiri sukkarar en aðrir?????????

 Endilega reyndu að rökstyðja þessa þvælu þína, og þá kannski í leiðinni hvers vegna ríkisstjórnin þín hefur frá degi eitt tekið sér varðstöðu með umsvifamestu glæpamönnum landsins gegn heimilunum í landinu!!

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 20:30

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég tók lán sem var hálft verðtryggt og hálft gengistryggt.

Taldi mig vera að deila áhættunni skynsamlega.

Hinsvegar, þá stökkbreyttust báðir helmingar lánsins!

Var ég að "gambla"?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2012 kl. 20:36

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður

Þeir sem tóki gengistryggðu lánin tóku meiri áhættu

Og þeir sem sukkuðu mest í verðtryggðu lánunum fá mest afskrifa skv 110% leiðinni.

Guðmundur

Þetta var ágætis áhættudreifing hjá þér. En það er heppilegast að taka lán í sömu mynt og maður fær laun.    Það gæti vel verið að þú færð greitt í erlendum gjaldmiðli einsog t.d starfmenn Actavis og CCP

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 20:50

8 identicon

Þegar fólk fær lán með neikvæðum raunvöxtum er það að fá gefins pening... Þeir sem eru ekki að fatta þetta eru einfaldlega heimskir líkt of flestir íslendingar.

Samt.. til hamingu þið gengislána aular sem eruð að fá gefins núna:) Vonandi fæ ég líka gefins eins og þið og gamla pakkið sem fékk sitt gefins fyrir nokkrum áratugum ;)

Jóakim (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 21:53

9 identicon

Afsakið en þetta átti auðvitað að vera: aular sem fá lán með neikvæðum raunvöxtum eru að fá gefins pening fyrir að fá gefins pening...

Þið sem ekki skiljið, ekki taka lán !!

Jóakim (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 22:15

10 Smámynd: Birnuson

Það kann að vera rétt að sumir hafi verið að „gambla“ með því að taka gengistryggt lán. Það skiptir hins vegar engu máli í þessu samhengi því að slík lán voru ólögleg, eins og staðfesting fékkst á fyrir Hæstarétti. Í slíkum tilvikum er ekki nema rétt að sá sem brotlegur er sé látinn bera skaðann.

Sömuleiðis voru engin tæk rök fyrir því að endurreikna lán af þessu tagi miðað við nýjar forsendur. Helzt var nefnt að þeir sem skulduðu gengistryggð lán mættu ekki standa miklu betur en þeir sem tekið höfðu verðtryggð lán!

Nú má vel vera að jafna þurfi stöðu þessara tveggja hópa, en það má ekki gera með því að ganga á rétt annars þeirra sérstaklega. Þess vegna er þessi dómur Hæstaréttar réttur (eins og flestir eða allir aðrir dómar hans sem fallið hafa á þessu sviði).

Birnuson, 15.2.2012 kl. 22:22

11 identicon

Ef tveir aðilar, þ.e. banki og auli gera með sér samning sem er ólöglegur hver á þá að bera skaðann? bankinn, aulinn, eða báðir? Réttast væri ef báðir greiddu skaðann þar sem báðir stofnuðu til samningsins.

Hins vegar er það ekki aulunum að kenna með gengistrygðu lánin að ríkið ákvað að redda þeim á kostnað fólksins með verðtrygðu lánin !!

Næsta eðlilega múv ríkisins væri náttúrulega að gefa fólki með verðtryggð lán minnst 40% eftir til þess að allir skuldarar væru jafnir !!

En þá  er það spurning með fólkið sem ekkert skuldar og greiðir skatt... Eigum við ekki bara að gefa þeim eins og 1,5 mills hverjum og allir verða sáttir?

Jóakim (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 00:49

12 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já sæll!!!

Gleymdi að haka við "vakta athugasemdir"...

Borgaði upp lánið vorið 2009. En þá var það einmitt orðið tvö verðgildi ökutækis. Þegar ég tók lánið þá var ekki í boði hjá fjármögnunarfyrirtækinu að velja íslenskar krónur (þeir orðuðu það eins og þú "krónan ónýt"). Ef ég hefði fengið lánið í gömlu góðu krónunni þá hefði þetta verið önnur saga og betri. Þessi bíll kostaði í upphafi kr:1.030.000- , sem betur fer ekki meira því annars hefði ég líklega farið á hausinn.

Það var þungur róðurinn í endann en þegar gengi krónunnar hækkaði lítið eitt þá fór verðgildið undir 2.000.000 króna og notaði ég tækifærið og borgaði upp lánið. Fékk smá aðstoð við það frá karli föður mínum en það tókst.

Þetta sem gerðist var akkúrat það sem mitt fólk í bankanum hafði varað mig við um. Hér varð hrun sirka þremur og hálfu ári eftir að ég spurðist fyrir um körfulánin fyrst. En kaupin á bílnum voru gerð í Maí 2007, ætlaði að vera búinn að losa mig við hann ári seinna en vegna vinnu okkar hjána þá þurftum við að hafa tvo bíla.

Nú á ég tvo bíla skuldlausa, en hinn hafði ég verslað 2005 og borgað á borðið.

Kveðja sem fyr

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.2.2012 kl. 00:58

13 identicon

Ég man einmitt eftir því að einn háskólamenntaður aulinn hjá SP sagði mér að ekkert væri í boði nema aula lán í gengistryggðu en ég sannfærði hann um það að ég vildi óverðtryggt í ísk á 18% vöxtum (sem var víst í boði) og hann hló að mér... tók það, hafði rétt fyrir mér, en nei !! Ákveðið var að redda aulunum með tilheyrandi veseni með verðtryggða lánið mitt á húsinu...


Til hamingju aular :)

Jóakim (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 01:15

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta var ágætis áhættudreifing hjá þér. En það er heppilegast að taka lán í sömu mynt og maður fær laun.

Mér stóð það einfaldlega ekki til boða árið 2007 þó ég hefði gjarnan viljað þiggja það, og tel reyndar að athuguðu máli vera það eina sem samræmist lögum.

Það gæti vel verið að þú færð greitt í erlendum gjaldmiðli einsog t.d starfmenn Actavis og CCP

Ef ráðningsarsamningar þeirra kveða á um að laun þeirra séu greidd í krónum en að fjárhæðin sé tengd gengi erlends gjaldmiðils, þá flokkast þeir að öllum líkindum undir gengistryggðar fjárskuldbindingar.

Ég þarf líklega ekki að hafa fleiri orð um lögmæti slíkra samninga.

Teldist þetta hinsvegar löglegt þá hefði ég ekkert á móti því ef það sama gilti um atvinnuleysibætur, örorkubætur, barnabætur, og aðrar fjárskuldbindingar ríkisins gagnvart hluthöfum sínum (skattgreiðendum), sem hljóta að þurfa að varðveita kaupmátt sinn líka til að eiga fyrir framfærslu.

Alveg eins og þeir sem vinna fyrir Björgólfsfyrirtækin.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 02:14

15 identicon

Já, persónulega finnst mér réttlæti Íslands ganga mjög undarlega fyrir sig. Auk þess sendir þetta mjög misvítandi skilaboð útfrá sér. Þegar ég tek næsta lán, er einhver ástæða í að vera skynsamur og ábyrgur, taka ekki á sig skuldir sem ég mun ekki bera?

Ég held að okkur Íslendingum sé einfaldlega ekki viðbjargandi, við sem þjóð erum greinilega svo óttarlega heimsk og ég efast stórlega um að við séum að læra eitthvað á hruninu miðað við að ekkert hefur breyst.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 07:59

16 identicon

Margt til í þessu hjá þér sleggja.

En sjónarmið þitt er þó að mínu mati full dómhart.

Ég horfi á þetta mál úr fjarlægð, er fasteignareigandi í DK ennþá, bíð eftir sölu ytra til að geta aftur flutt heim.

Ég samgleðst þó löndum mínum mikið !

Ég var alltaf hæddur við gengistryggðu lánin og tók þau því ekki á sínum tíma og það sem meira er...ráðlagði þeim sem stóðu mér nærri að láta þessi lán vera,en hver er ég að gagnrýna þá sem tóku þessi lán ?

Þessum lánum var harkalega ýtt að fólki og það þekki ég á eigin skinni.

Þetta mál, þessi sigur, má aldrei snúast upp í gengislánþegi vs verðtryggður lánþegi !!

Einu óréttlæti hefur verið aflétt, nú beinum við kröftum okkar gegn næsta óréttlæti...þannig virkar þetta, þannig á þetta að virka.

runar (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband