Hvað ætli Össur segi um þetta?

Nú studdi Össur og félagar sjáfstæði Palestínu.

Semsagt Sjáfstæði Gaza svæðiðisns og Vesturbakkans fyrir sex daga stríðið 1967.

Brot úr fréttatilkynningunni af vef Utanríkiráðuneytisins 15 desember:

Í orðsendingu sem utanríkisráðherra Íslands afhenti Dr. Malki kemur fram að samkvæmt ályktun Alþingis frá 29. nóvember 2011 hafi íslensk stjórnvöld frá og með 15. desember 2011 viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.

Á Gaza svæðinu ræður Hamas og er Ismail Haniya forsætisráðherra þar. Hann er að reyna færa arabíska vorið sér í nyt. Hann segjir meðal annars:

„Við lofum því að við munum ekki gefa eftir neitt af Palestínu, við gefum ekkert eftir af Jerúsalem, við munum halda áfram að berjast og ekki leggja niður vopn okkar,“ sagði hann.

Hann hvatti „fólk byltingarinnar til að berjast við her Al-Quds,“ eins og Jerúsalem er kölluð á arabísku. Haniya staðhæfði: „Við munum ekki viðurkenna Ísrael“ og mannfjöldinn svaraði: „Dauða yfir Ísrael“, „Byltingin í Túnis styður Palestínu“ og „Her Múhameðs er aftur kominn“.

Þetta er orðið mjög ljóst. Þeir vilja ekki viðurkenna Ísrael. Þetta er forsætisráðherran sem talar hér.

Orð og yfirlýsingar fylgja ábyrgð. Þá spyr ég hvað Össurri finnst um þetta? Vill hann gefa þeim Palestínu og Hamas sjálfstæði?

Hvernig vill hann að þetta nýja ríki Palestínu muni vígbúast í hinum nýja her? (Geri ráð fyrir að það FYRSTA sem Palestína gerir ef fær sjálfstæði er að stofna her).

Nú eru þegar fullt af gyðingabyggðum á Vesturbakkanum, hvað vill Össur gera við þær byggðir? Hvernig vill hann gæta öryggi þeirra í hinu nýja ríki Palestínu sem viðurkennir ekki Ísrael og hatar gyðinga?

Össur verður að svara þessum spurningum. Það er ekki hægt að leika sér með svona yfirlýsingar til heimabrúks eða til þess að reyna vera einhver Jón Baldvin hetja þegar sá ágæti maður viðurkenndi sjáfstæði eystrarsaltsríkjanna.

kv

Sleggjan

 


mbl.is Lofar Ísrael „erfiðum dögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki spurning hvort við eigum að vera með svona yfirlýsingar í flóknum málum eins og þessum nema af verulega athuguðu máli, Er ekki hætta á að þetta virki sem mjóróma píp í alþjóðasamfélaginu og það gleymir þessu strax en kannski eru þeir sem þetta beinist gegn langminnugri.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 08:17

2 identicon

Við vorum náttúrulega ekkert að viðurkenna sjálfstæði hamas manna yfir Gaza svæðinu heldur var það sjálfstæði Palestínumanna á Vesturbakkanum þar sem Hamas er ekki í ríkisstjórn.

Þessir peyjar í Hamas eru náttúrulega yfirlýst hernaðar og hryðjuverkasamtök og njóta þess eflaust bara að geta spókað sig í sviðsljósinu enda með eindæmum athyglissjúkir.

Þá má bæta því við að mér fannst þessi frétt mjög asnalega skrifuð og langt frá því að vera í hlutlausum stíl enda mogginn langt frá því að vera hlutlaust blað.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 09:09

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Jón Ferdínand

Ísland með Össur í farabroddi viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Landamæri frá því fyrir sex daga stríðið 1967. Það er Vesturbakkinn OG Gasa svæðið. Sjá kort á link.

Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu (sjá link í bloggfærslu) er ekki talað um skilyrði sambandi við Hamas.

Hamas flokkurinn var kosinn lýðræðislega árið 2006 af Palestínumönnum á Gasa og Vesturbakkanum .

Þetta er stjórnmálaflokkur sem Palestínumenn vilja. En við vesturveldin köllum þetta kannski hryðjuverkasamtök.

Ég kannski bæti við spurningu handa Össurri.

Var þessi stuðningur Íslands við sjálfstæði Palestínu einhverjum skilyrðum háð? Var eitthvað nefnt sambandi við Hamas?

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 09:21

4 identicon

Ps: Ert þú semsagt á móti því að Palestínumenn fái verðskuldað sjálfstæði?

Eiga þeir ekki rétt á því eins og hver annar? Á sama hátt og við studdum við Eystrasaltslöndin þegar þau vildu komast undan oki Sovétmanna, gildir þá ekki það sama um Palestínumenn sem voru hernumdir af Ísraelum?

Bara að pæla!

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 09:30

5 identicon

Ok gott og vel, en það breytir því ekki að Ísrael er ólöglegt land svo að segja þar sem þeir tóku það bara af fyrri íbúum svæðisins með trúarlegri réttlætingu.

Að sjálfsögðu er þess vegna mikið hatur í garð Ísraelsmanna enda brutu þeir á Palestínumönnum.

Einnig nýta athyglissjúkir ofsatrúaðir múslimar sér tækifærið til að koma sínum truflaða boðskap á framfæri.

Ástæðan sem býr hinsvegar að baki því hjá mér varðandi þetta sjálfstæðismál er sú að ég tel nokkuð ólíklegt að lausnin að þessu volaða ástandi þarna sé allaveganna ekki sú að neita þessu fólki um sitt réttmæta sjálfstæði og halda alltaf með Ísraelsmönnum sem þegar hafa unnið sér inn hatur múslima vegna fyrri atburða og ekki hjálpar þetta.

Sem dæmi þá var frétt í sjónvarpinu í gær um að til þess að refsa Palestínumönnum fyrir þennan frelsisvilja þeirra þá hafa Bandaríkjamenn ekki bara hindrað allar tilraunir þeirra til löglegs sjálfstæðis í gegnum Sameinuðu þjóðirnar heldur hafa þeir byrjað að skera á hjálparstyrki til þeirra sem að kemur svo niður á skóla og heilbrigðiskerfi þeirra sem varla hjálpar stöðugleika á svæðinu.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 09:46

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Móti að fá "verðskuldað sjálfstæði" og svo "réttmætt sjálfstæði".... hver segir að þetta sé verðskuldað eða réttmætt??

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 10:22

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Jón Ferdínand

Ég hef verið þeirrar skoðunar að Palestínumenn mega fá sjálfstæði og fullveldi á Gasa svæðinu. Ég fjalla um það á færslum hér. Svo ég svari spurningunni þá er ég ekki á móti því að Palestína fái sjálfstæði. En ég vill takmarka það við Gasa svæðið.

Ég vill að Egyptar opni í kjölfarið landamærin sín að Gasa svæðinu (Sjálfstæða ríkinu Palestína). Eins og staðan er núna loka fellow arabs þessu svæði. Lok lok og læs. En Vesturbakkinn skal vera á Ísraelsku landi.

Þessi lausn á "volaða ástandinu" tel ég vera þessi.

 "Ísrael er ólöglegt land svo að segja þar sem þeir tóku það bara af fyrri íbúum svæðisins með trúarlegri réttlætingu" Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis.

Rétt hjá þér að trúarleg réttlæting lá þar að baki. En einnig að gyðingar (isralites) bjuggu þarna fyrir nokkrum þúsund árum síðan en voru reknir í burtu. Ef Sameinuðu Þjóðirnar hefðu ekki samþykkt Ísraelsríki þá mundi það aldrei vera til. Að kalla Ísraelríki "ólöglegt" er bara rangt.  Einnig hefur verið mjög deilt á fyrirbærið Palestínu og skrifaði ég blogg um það

Þessir styrkir sem þú vísar til eru styrkir til UNESCO sem er undirstofnun Sameinuðu Þjóðanna. Rétt er það að USA hætti við stuðning eftir að Palestína fékk inngöngu. Þeir fjármunir voru óverulegir og ennþá minna fer í skóla og heilbrigðiskerfi.

 Í lokin vil ég benda á að þeir Palestínumenn sem tóku Ísraelskan ríkisborgararétt lifa betri lífi en íbuar arabaríkja í kring og njóta lýðræðislegra réttinda. Ísrael er á blússandi siglinu og hagvöxtur er 4,5% 2010 og engin skuldakreppa í gangi.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 10:51

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Bara svona að benda ykkur á að Ísland var í oddastöðu og hefði getað komið í veg fyrir stofnun Ísraelsríkis þegar atkvæðagreiðlsan þá var framkvæmd, að mig minnir 1949. Ísrael er ekki eldra ríki en það.

Þess má geta að Gyðingum var komið fyrir þarna vegna þess að enginn vildi taka við þessum fjölda. Þeir flúðu frá þriðja ríki Hitlers, Sovétríkjunum (Stalíntímans), og hafa svo verið að koma víða að líka.

Það getur enginn sagt með réttu að Gyðingar egi landið þar sem ekkert Ísraelsríki var til þarna í árhundruð, hvað svo sem aðrir kunna að segja.

Þarna var bresk nýlenda í mörg ár, þar til Gyðingum var komið fyrir þarna.

Ég vil hinsvegar samþykkja landamæri Palestínu eins og þau voru fyrir 6.daga stríðið. Ísraelinn hefur ekkert með allt þetta land að gera, þeir hafa alltaf barnapíuna (Ameríkuhrepp) til að verja sig.

Varðandi Palestínumenn sem hafa það betra vegna Ísraelsks ríkisborgararéttar er vert að geta þess að lýðræðisleg réttindi eru ótrygg í kringum þá vegna útþenslustefnu Ísraela og yfirgangssemi í garð sérstaklega Palestínumanna.

Svo er ekki mark takandi á hagfræðitölum, tómar falsanir eins og sást hér á landi í kjölfar hrunsins og er enn við lýði hér heima sem annarsstaðar.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.1.2012 kl. 11:44

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tekjur á mann, atvinnustig, lífsgæði er hærri í Ísrael. Minni fátækt, betra velferðarkerfi, menntunarstig hærri.

 Bresk nýlenda var þarna. Já það er rétt.Voru þá ekki Ísraelar að taka land frá Bretum ekki Palestínu?

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 12:12

10 identicon

Það er rétt hjá þér að Ísrael er afskaplega gott land til þess að búa í, en það þýðir ekki að þar af leiðandi eigi þeir rétt á að kúga Palestínumenn. Þetta er bara svona prinsippatriði.

Þá er Gaza svæðið aumkunarverðlega lítið svæði og þú vilt vera svo örlátur að gefa þeim það, en hugulsamt.

''En einnig að gyðingar (isralites) bjuggu þarna fyrir nokkrum þúsund árum síðan en voru reknir í burtu''

Semsagt allar þær þjóðir og þjóðarbrot sem nokkurn tímann hafa búið á þessu svæði eiga jafnmikið tilkall til þess þá, ekki satt?

Eiga ekki írar tilkall til Íslands, ég meina paparnir voru nú hérna einu sinni?

Þá seturðu það bara fram en útskýrir ekki að ísraelar skuli hafa Vesturbakkan, af hverju? Hvað gefur þeim rétt á því?

Þá er það auðvitað rétt hjá þér að Sameinuðu þjóðirnar leyfðu Ísraelsstofnun en hver gaf þeim vald til þess að gefa þetta land? Það tilheyrði ekki Sameinuðu þjóðunum til þess að gefa. Ég kalla land sem gert er tilkall til af trúarlegum ástæðum ekki réttmæta kröfu enda er það byggt á trú og eins og hver einasta hugsandi manneskja veit þá er það mjög heimskulegt concept, að trúa.

Að auki þá skiptir það ekki máli hvaða land gerir tilkall til svæðisins, þ.e. hvort bretar voru með nýlendu og ottómanar á undan, það er samt innfætt fólk sem býr á þessu landsvæði og það er fólk sem hefur byrjað að kalla sjálft sig Palestínu.

Þá er ég ekkert að vegsama íslamska lifnaðarhætti enda eru þeir tæpast sagt góðir og ekki mikið um lönd sem farna vel undir þesskonar ógnarstjórn, en Ísraelsmenn hafa samt sem áður engan rétt á því að stöðugt stela landi með, ólöglegum btw, landnemabyggðum sem ísraelski herinn neyðist til þess að verja þó að Ísrael telji þær ólöglegar og að gera Palestínst fólk að ''second class citizens'' sem hafa minni réttindi en Ísraelar

( ''The State of Israel's treatment of the Palestinians has been compared by United Nations investigators, human rights groups and critics of Israeli policy to South Africa's treatment of non-whites during its apartheid era. Israel has also been accused of committing the crime of apartheid.[1][2][3] Critics of Israeli policy say that "a system of control" in the Israeli-occupied West Bank, including Jewish-only settlements, separate roads, military checkpoints, discriminatory marriage law, the West Bank barrier, use of Palestinians as cheap labour, Palestinian West Bank enclaves, inequities in infrastructure, legal rights, and access to land and resources between Palestinians and Israeli residents in the Israeli-occupied territories resembles some aspects of the South African apartheid regime, and that elements of Israel's occupation constitute forms of colonialism and of apartheid, which are contrary to international law.[4] Some commentators extend the analogy, or accusation, to include Arab citizens of Israel, describing their citizenship status as second-class.[5][6][7][8][9][10][11]'' = http://en.wikipedia.org/wiki/Israel_and_the_apartheid_analogy

Punktur og pasta.

Ps: Þetta með styrki Bandaríkjamanna, það skiptir ekki máli hvort að þetta var mikið eða lítið þetta er bara plain ''bitchy''

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 12:50

11 identicon

Ps: Þá ertu að dásama Ísraela fyrir það að hafa samþykkt tveggja ríkja lausnina = http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1210477/ og dissa palestínu fyrir að hafa sagt nei.

Eru málunum ekki algerlega snúið við núna? Palestínu menn vilja sjálfstætt land, mun minna land heldur en boðið var í tveggja ríkja lausninni og ísraelar neita. Af hverju finnst þér Ísraelar ekki vera slæmu gaurarnir í þessari stöðu? Er það ekki oggulítil hræsni?

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 13:21

12 identicon

Það er eitthvað bogi við þetta.

Ég kynntist Palestinu í gegnum rithöfund sem fékk hæli hérna á Íslandi vegna ofsókna heima fyrir. Hann fór í Viðey með okkur á degi Friðar og Fjólmenningu og hann virðirst vera talsmaður friðarins. En ég vil varpa þeirri spurningu: "Hver er talsmaður friðarins þegar hér er um að ræða flóknast menningarsvæði heims sem Jerúsalem er? Hvernig datt Össur í hug að taka pólitiska ákvörðun að styðja sjálfstæði Palestínu sem er mjög viðkæmt mál? Sjálfsagt óska ég þess að allir, Palestina og Ísrael fái að vera í friði, en hver eru þeir sem eru fórnalamb og hver er að ofsækja? Össur veit kannski svarið. Eins og af hverju í herförinni tók Ísland ekki afstöðu til að hindra það að milljónir gyðingar voru drepnir? Kannski veit Össur af hverju það var! Hér með vil ég ekki setja neitt grá ofan á svörtu en vil bara vita sannleikann. Kærleikskveðja.

Fjóla (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 15:55

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Fjóla

Réttmætar spurningar seg ég einnig væri til að fá svar við

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 16:31

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Jón Ferdínand

Árið 1967 fóru Egyptalanand, Sýrland, og Jórdanía í stríð við Ísrael. Við það stríð tók Ísrael  Gasa, Sinai eyðimörkina, Golan Height og Vesturbakkan. Ísrael vann stríðið á aðeins sex dögum.

Þegar stríð verða þá riðlast landamærin oft. Þú þarft bara að líta á heimskort frá tíma fyrri heimsstyrjaldar til að sjá það.

En Ísrael hafa skilað Sinai, Golan Heights og 2005 fór herinn frá Gaza (en er þó ekki alveg frjálst.)

En hafa haldið Vesturbakkanum sem ég tel vera eðlilegt. Ég vill þó að Palestínumenn fái full réttindi á við Ísraelska borgara og njóti fullra mannréttinda.

Já ég vill gerast svo örlátur að láta Palestínu fá Gasa svæðið. Það er nefninlega ekkert svo sjálfsagt mál. Þetta er mín lausn á deilunni. 

Ef þín lausn á deilunni er  að laga landamærin aftur að pre-1967þá er það bara þín skoðun en ég tel hana ekki raunhæfa eins og staðan er í dag.

Ég benti á að Isralites bjuggu þarna fyrir þúsundum ára vegna þess að fólk vill alltaf sega að Palestínumenn eiga einhvern sögulegan rétt vegna pre 1967. Og ég í kaldhæðni segji bara að sögulegi rétturinn gæti alveg eins verið nokkur þusund ár til baka. Ergo: Þessi þrjú arabalönd fóru í stríð við Ísrael og misstu þetta landsvæði í þeim stríðsátökum. Það þýðir ekkert að segja, hey, sorry að ég réðst á ykkur, en megum við fá þessi svæði aftur. Við vorum nú þarna fyrir nokkrum arum síðan kommon.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 16:45

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sagt er að þriðja heimstríðöldin byrji þarna í miðausturlöndum og það kemur mér alls ekki á óvart miðað við yfirgang Ísraela.

Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 17:45

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.youtube.com/watch?v=QAuBc_cbXo0

Mæli með að allir horfi á þetta myndband.

Og þá sérstaklega þeir sem kvarta undan "yfirgangi Ísraela".

Ísraelar hafa leitað eftir samingum í áratugi. en fá alltaf no, no, no

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 18:10

17 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Fólk verður að spyrja sjálft sig hvað það mundi gera ef einhver út í heimi myndi ákveða að gefa einhverri þjóð eða ættflokk hluta af Íslandi, og Íslendingum yrði ýtt í burt og safnað saman til að búa til pláss fyrir hina nýju þjóð.

Prufið að setja ykkur í spor annarra.

Tómas Waagfjörð, 9.1.2012 kl. 18:39

18 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Tómas.

Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 18:52

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Tómas

Ekki sambærilegt. Þetta svæði var undir stjórn Ottómanna og síðar Breska heimsveldinu. Skrifaði um málið hér

Vara við svona einföldum hugsunarhætti (Naviisma).

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 19:11

20 identicon

@ Tómas, og með fullri virðingu, en þér til fróðleiks var þessi "einhver út í heimi" sem þú nefnir hér,  ekkert annað en Sameinuðu þjóðarnir, sem árið 1967 ákváðu með lögum að gefa Ísrael hluta að landið sem þeir eru að verja núna. Fatha samtökin sem kalla sig Frjálsa Samtök Palestina (Palestinian Liberal moviment)  er ekkert annað en hriðjuverkasamtök sem eru að berjast til að fá landið. Þetta mun aldrei ljúka fyrr en bæði Ísrael og Palestina leggi niður vopn og byrja að tala saman. Við getum ekkert gert. Nema hugsa fallega til þeirra og vonast til að hryðjuverkamenn fái uppljómun og hætti að vera svo miklir öfgar. Bestu kveðjur

Cinzia Fjóla Fiorini (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 20:37

21 identicon

Sleggjan og Hvellurinn: "Árið 1967 fóru Egyptaland, Sýrland, og Jórdanía í stríð við Ísrael."

Það voru reyndar Zíonistar (Ísraelsmenn) sem byrjuðu þetta stríð með þessum árásum á flugvelli og flugvélar í Egyptalandi. Hvernig er það eigum við ekki að sleppa öllum þessum Zíonista áróðri hérna Sleggjan og Hvellurinn?  

    
"En Ísrael hafa skilað Sinai, Golan Heights og 2005 fór herinn frá Gaza (en er þó ekki alveg frjálst.) "


Zíonistar (Ísraelsmenn) hafa svo vitað sé alls ekki skilað Gólanhæðunum (Golan Heights), því að þeir eru þarna ennþá í andstöðu við öll alþjóðalög og svo öll mannréttindi.


"En hafa haldið Vesturbakkanum sem ég tel vera eðlilegt."

Þetta her- og landnám Ísraelsmann er í algjörri andstöðu við alþjóðalög og mannréttindi, og alls ekki eðlilegt. Eða hvernig er það finnst þér þetta hér fyrir neðan eðlilegt:

1. Demolitions of Israeli and Palestinian Homes
1967 - Present
0 Israeli homes have been demolished by Palestinians and 24,813 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967.

2. Israeli and Palestinian Children Killed
September 29, 2000 - Present
125 Israeli children have been killed by Palestinians and 1,471 Palestinian children have been killed by Israelis since September 29, 2000.

3. Israelis and Palestinians Killed
September 29, 2000 - Present
1,092 Israelis and at least 6,537 Palestinians have been killed since September 29, 2000.

4. Israelis and Palestinians Injured
September 29, 2000 - Present
10,792 Israelis and 59,575 Palestinians have been injured since September 29, 2000.

5. UN Resolutions Targeting Israel and the Palestinians
Israel is the target of at least 65 UN Resolutions and the Palestinians are the target of none.
(http://www.ifamericaknew.org/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 00:32

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sæll Þorsteinn.

Ég var farinn sakna komments frá þér miðað við efni bloggfærslunnar

 " Það voru reyndar Zíonistar (Ísraelsmenn) sem byrjuðu þetta stríð með þessum árásum á flugvelli og flugvélar í Egyptalandi."

Það er rétt hjá þér. Egyptar voru búnir að hóta árás lengi vel og voru að vígbúast við landamærin að Ísrael. Ísraelar segja að þetta var "attack of self-defence". 

Ísraelar hafa boðist til að skila Gholan Hæðum í skiptum fyrir frið við Jórdana. Jórdanar hafa hafnað því boði.

 Ég harma dauða Ísraela og Palestínumanna. Ísraelar hafa sterkari her og betur víbúnir og ákveðnir yfirburðir í gangiog þessar tölur sanna það. En samt eru þeir að drepa hvor aðra sem er bara mjög sorglegt. 

Ég hef sett fram þá lausn að Palestína getur verið með sjálfstætt ríki á Gasa. En á Vesturbakkanum mega Palestínumenn taka upp Ísraelskan ríkisborgararétt með fullum réttindum.

Hvaða lausn hefur þú Þorsteinn?

Á Ísrael tilverurétt?

 Á að hverfa til pre 1967 landamæri?

Eða UN resolution landamæri?

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 02:30

23 identicon

Sleggjan og Hvellurinn

Það var greinilega í góðu lagi að stofna þetta Zíonista-rasista- terrorista- Ísraelsríki á sínum tíma 1948/1949 á kostnað Palestínumanna,  og síðan finnst mönnum  það í góðu lagi að Ísraelsmenn hafi þessi yfirráð yfir Palestínumönnum á öllum herteknu svæðunum, en það að veita Palestínumönnum sjálfstæði á þessu litla landsvæði (Vesturbakkanum, Austurhluta Jerúsalem og Gaza) finnst mönnum eins og þér of mikið, ekki satt? Þú segir hérna bara " að Palestína getur verið með sjálfstætt ríki á Gasa" en af hverju ekki Austurhluti Jerúsalem og Vesturbakkinn?

Hérna Sleggja ég get sagt þér alveg eins og er, að ég vil helst ekki kannast við eða tengjast þessu ógeðslega Kristna-Zíonista- og/eða Zíonista liði hérna er styður þessa Zíonistastefnu að hús kristinna Palestínumanna og Palestínu múslima séu lagðir í rúst á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalems.

 "24,813 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967." http://ifamericansknew.com/

Já ég hef tekið eftir því að þetta fólk sem kallar sig hérna kristna- Zíonista styður þetta áframhaldandi ástand, þar sem hús á landsvæði Palestínumann er lögð í rúst á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem til þess að Ísraelsmenn geti fengið svæðið allt. Þetta finnst mönnum eins og þér örugglega fallegt, eðlilegt og án athugsemda, ekki satt?

Þú hérna Sleggjan ert á því að bara viðurkenna Gaza svæðið, og að Austur Jerúsalem og Vesturbakkinn tilheyri Zíonista- rasista- terrorista ríkinu Ísrael.  

Ég verð að segja eins og er, að mér finnst það ógeðslegt, þegar þetta Kristna- Zíonista lið og Ísraelsmenn óska eftir því af alþjóðasamfélaginu að það hérna viðurkenni og samþykki þennan þjófnað á landsvæði sem Ísraelsmenn hafa tekið af Palestínumönnum.

Það að Palestínuflóttamenn fái að snúa aftur til síns heimalands eins og samþykktir Sameinuðu Þjóðanna (UN General Assembly Resolution 194, 242 og 338) segja til um, styður þetta Zíonista lið alls ekki heldur, eða þar sem þetta lið vill ekkert annað en áframhaldandi fjandsamlegt landnámi gegn bæði kristnum palestínumönnum og múslimum og/eða við frekari aukningu á Palestínskum flóttamönnum, ekki satt?  

Svo ég svari spurningu þinni þá vil ég, að farið sé eftir samþykktum Sameinuðu Þjóðanna (UN resolutions) , og að Palestína (þeas. þá GAZA, Vesturbakkinnn og Austur Jerúsalem) verði sjálfstætt og fullvalda ríki.

"Ísraelar hafa boðist til að skila Gholan Hæðum í skiptum fyrir frið við Jórdana. Jórdanar hafa hafnað því boði. "

Þessar Gholan hæðir hins vegar tilheyra Sýrlandi.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband