Össur í örvæntingarfullri leit að "Jón Baldvin" arfleið

Fyrirmynd Össurar í hans utanríkisráðherratíð er hið farsæla Jón Baldvins tímabil. Þar viðurkenndi JBH sjálfstæði og fullveldi Eystrarsaltsríkjanna og var Ísland fyrst þjóða. Margir vilja meina að það hafði mikla þýðingu og gagn að vera fyrst þjóða. 

Nú er Jón Baldvin hetja í augum Eystrarsaltsríkjanna og er boðinn reglulega til að halda fyrirlestra og kannski reist stytta af honum eða nefnd gata eftir honum síðar meir.

Þetta horfir Össur öfundaraugum á og vill líka vera með.  Honum finnst Palestínu-Ísrael deilan vera kjörið til að upphefja egóið hjá sjálfum sér. 

Í fréttinni segir:

"......viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967."

Það er ekkert annað, fyrir sex daga stríð takk fyrir. Þetta er stór ákvörðun. Þá er gott að Össur svari nokkrum spurningum.

Changing face of Israel ... map shows how much territory is occupied by Israel

 Kortið til vinstri er það sem Össur vill, til hægri er raunveruleikinn.

 

Hvernig vill Össur tryggja öryggi landnemabyggða gyðinga á Vesturbakkanum í hinu nýja lýðræðisríki Palestínu (sjá kort)? Eða á að hrekja þá í burtu frá landamærunum, ef svo er, þá verður Össur að svara því játandi eða neitandi.

Hvernig vill Össur sjá herinn vopnavæðast?

Hvernig lýðræði vill Össur sjá? Hvaða stjórnmálaflokkar eru heppilegir, sem dæmi Hamas er með á stefnuskránni sinni að eyða Ísrael út af kortinu.

Hvernig vill Össur sjá dómstólakerfið byggjast upp? Shaíra lög?

Hvernig vill Össur hafa þann háttinn á þegar hið nýja Palestínuríki er í tveim pörtum (Vesturbakkinn og Gaza). Hvernig verður innviðum háttað? Verður ferðafrelsi á milli? Mega gyðingar og aðrir koma inn og út og heimamenn einnig?

Hvernig vill hann að samskipti Palestínu og Ísraela verði háttað. Að þau verði vinaþjóðir?

 

Þessi tilraun Össurar að vera einhver "Jón Baldvins" frelsishetja er afleit.  Ég hef skrifaði færslu fyrir nokkrum dögum að það hefur aldrei verið nein Palestínuþjóð.

Í 6 daga stríðinu 1967 tók Ísrael ekki Vesturbakkann af Palestínumönnum. Heldur Jordaníu!. Og Jordanía fékk þetta svæðia af Ottómönnum (ekki Palestínu).

Til viðbótar væri öryggi Ísraels í stórhættu ef Össur fengi sitt framgent. Vesturbakkinn er of mikilvægur fyrir Ísraela til að tryggja öryggi íbúana.

Ísrael er umrkingt hostile (fjandsamlegum) þjóðum. Stanslaus hætta á ferð.

Vona að Össur hætti þessum barnaskap og fari að snúa sér að öðru.

Ef hann vill einhverja Jón Baldvins fjöður í hattinn getur hann einbeitt sér af Færeyjum ef hann vill.

Palestínumenn (Hamas) hafa engan áhuga á uppbyggingu. Það sem fáir vita er að árið 2005 fóru Ísraelsmenn í burtu frá Gaza svæðinu. Gáfu það landvæði upp. Ég er þeirra skoðunnar að Palestínumenn mega stofna sjáflstætt ríki á Gaza svæðinu, en nóg um það:

Árið 2005 fóru Ísraelsmenn frá gasa og skildu eftir mjög afkastamikla blómaverksmiðju sem gæti verið ágætis understaða fyrir góða atvinnu. En nokkrum dögum eftir borttför Ísrael þá brenndu Palestínuforingjarnir blómaverksmiðjunna til grunna. Það lýsir þeirra vilja mjög vel. Þeir vilja ekki uppbyggingu, bara ófrið.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Mikilvægur áfangi fyrir Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleggjan og Hvellurinn - þið gleymið einu mikilvægu - Össur er fáviti,sem ekki skilur neitt, eins og reyndar bróðurparturinn af þessari ríkistjórn.

Þetta lið á allt eftir að hverfa eftir kosningar, nema Jónas K. hafi rétt fyrir sér, að þjóðin samanstandi af fíflum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 17:32

2 identicon

Allir vilja að Palestínumenn fái sjálfstætt ríki sér til handa. En ekki gengur að færa hörmungar yfir á íbúa Ísraels. Fyrst hefði átt að tryggja að öll ríki arabaheimsins viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis. Sem og samtök eins og Hamas viðurkenni Ísrael. Þessi einhliða ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar var heimskuleg. Ekkert annað en sjálfsupphafning á kostnað saklauss fólks í Ísrael. 

Sveinn (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 20:55

3 identicon

Já það er rétt ríkisstjórnin er samansett af hálfvitum og verð að viðurkenna að ég skammast mín fyrir þetta fólk sem er í ríkisstjórn.Þetta fólk skilur ekki Ísraels - Palestínu deiluna en hún er flóknari og erfiðari en þeir halda og skilja.Fyrir stuttu var opinn útifundur á Gaza þar sem háttsettir innan Hamas lýstu það yfir að það ætti að eyða og útrýma Ísrael.

Af hverju fordæmir Össur ekki eldflaugaárásirnar á Suður - Ísrael? Er líf gyðingsins minna virði í hans augum eða hvað?

Af hverju hafa ekki hin Norðurlöndin lýst yfir líka sjálfstæðri Palestínu?

skvísan (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 21:01

4 identicon

Tek heilshugar undir með skvísunni og Sleggjunni. Það liggur við að manni bregði við að sjá ekki blogg fullt af hatri á Ísraelum. Gott að sumir láta ekki ljúga sig fulla.

Mig langar raunar að bæta aðeins við ágætar hugleiðingar þínar Sleggja:

Á hverju ætlar sjálfstætt ríki Palestínumanna að lifa? Þetta er lykilatriði. Hefur einhver séð einhverjar vörur eða annað sem við vitum að kemur frá Palestínu? Hvernig borgar Abbas laun? Hann getur borgað laun vegna þess að aðrar þjóðir gefa Palestínumönnum pening og hafa gert lengi, verulegar fjárhæðir. Það er til lítils að fá sjálfstæði ef menn geta ekki séð um sig sjálfir. Ætlast Palestínumenn kannski til þess að aðrar þjóðir gefi þeim alltaf pening?

Hamas var ekkert að hafa fyrir því að reyna að undirbúa framtíðina þegar Ísraelar fóru frá Gaza með því t.d. að fjárfesta í verksmiðjum eða menntun. Nei, betra var að búa til sprengjur og eldflaugar og grobba sig af því að samtökin hafi nú drepið tæplega 7800 gyðinga. Það er miklu betra en að búa til störf og að búa í haginn fyrir sjálfstætt ríki. Svo má ekki gleyma að talið er að forysta Hamas hafi falið sig undir spítala á Gaza þegar ísraelar loksins fengu nóg af eldflaugaregninu í lok árs 2008. Slíkt er lögbrot, menn mega ekki skýla sér bak við trúarbyggingar og spítala. Spítalinn varð þá auðvitað að löglegu skotmarki en ísraelar létu ekki freistast.

Svo er heldur afskaplega lítið talað um þá staðreynd að Palestínumenn rækta upp hatur á ísraelum. Hvers vegna er allt í lagi að setja svona texta í námsbækur palestínskra nemenda:

Ef 14 gyðingar eru samankomnir og sprengja drepur 9 þeirra, hvað eru þá margir eftir á lífi?

Össuri finnst þetta ábyggilega í fínu lagi. Ríki sem liggja hvort að öðru verða að geta átt friðsamleg samskipti og svona lagað tryggir tæplega frið þegar ungum börnum er innrætt hatur.

Af hverju heldur fólk að Hamas hafi ekki staðið þétt við hlið Abbasar þegar hann var að brölta við að láta SÞ viðurkenna sjálfstæði Palestínu? Af hverju spyr enginn að því? Af hverju spyr enginn að því hvort Hamas muni virða samninga sem Abbas hugsanlega gerir? Af hverju spyr enginn hvort hag Palestínu sé nú betur borgið eftir að UNESCO samþykki sömu vitleysu og Íslendingar? Hverju breytir þetta? Halda Palestínumenn virkilega að aðrir en þeir og Ísraelar geti leyst þetta vandamál? Hefur vandinn verið leystur? Nei, hann hefur verið gerður verri því Abbas er að reyna að koma sér hjá því að semja frið - hann vill ekkert gefa eftir.

Hefði Össur ekki gott af því að sjá þetta 5 mínútna myndband:

http://www.youtube.com/user/DannyAyalon?feature=watch#p/a/u/0/g_3A6_qSBBQ

Skvísa, getur ekki verið að Össuri sé einfaldlega mjög illa við gyðinga eins og mörgum í Evrópu? Margir þar hafa látið blekkjast illa. Í Evrópu er allt morandi í múslimum og hafa þeir auðvitað veruleg stjórnmálaleg áhrif og staðreyndir skipta suma engu máli. Mæli með "Íslamistar og naívistar" en þar er vandanum lýst nokkuð vel.

Alþjóðasamfélagið viðurkennir t.d. ekki Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael þó íbúar borgarinnar séu 64% gyðingar og borgin uppfylli öll skilyrði höfuðborgar. Gyðingar hafa verið meirihluti íbúa þar frá 1867. Skiptir þetta engu máli? Þetta er auðvitað angi af hrikalegu Palestínudekri sem augljóslega hjálpar ekki til við að fá þessa aðila til að setjast niður og klára sín mál.

Muna ekki margir eftir Mavi Marmara málinu frá því í maí/júní á síðasta ári. Þar áttu Ísraelar að hafa ráðist á og drepið friðelskandi einstaklinga sem vildu bara fá að færa íbúum Gaza mat. Friðarsinnarnir gerðu auðvitað ekki neitt og voru auðvitað vopnlausir eins og þetta myndband sýnir:

 http://www.youtube.com/watch?v=Pbkg98R9ENs

Hér, eins og oft, skipta staðreyndir engu.

Helgi (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 00:03

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já Helgi það er rétt að Palestínumenn (Hamas) hafa engan áhuga á uppbyggingu. Það sem fáir vita er að árið 2005 fóru Ísraelsmenn í burtu frá Gaza svæðinu. Gáfu það landvæði upp. Ég er þeirra skoðunnar að Palestínumenn mega stofna sjáflstætt ríki á Gaza svæðinu, en nóg um það:

Árið 2005 fóru Ísraelsmenn frá gasa og skildu eftir mjög afkastamikla blómaverksmiðju sem gæti verið ágætis understaða fyrir góða atvinnu. En nokkrum dögum eftir borttför Ísrael þá brenndu Palestínuforingjarnir blómaverksmiðjunna til grunna. Það lýsir þeirra vilja mjög vel. Þeir vilja ekki uppbyggingu, bara ófrið.

Í seinni heimstyrjöldinni neitaði íslenska ríkið að taka við gyðingum. Það er staðreynt.

 Annars geri ég orð Helga að mínum, hann er alveg on point.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2011 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband