Ísland á flegiferð inní ESB.

Þetta eru ánægulegar fréttir.
Það styttist óðum um að samningurinn lyggur fyrir.
Það er sem meirihluti þjóðarinnar vill.

Svo verður kosið. NEi eða já.

hvells


mbl.is Skref áfram í viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það passar, við göngum inn um leið og sambandið verður lagt niður og tökum upp Evruna um leið og hún verður rústir einar.

Glæsilegt  er það ekki??

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fólk hefur spáð evrunni dauðri í meira en tíu ár.

En hún stendur í 159kr.. hún var 150 árið 2010.

Hún hefur ekki veikst heldur styrkst miðað við íslenskur krónuna.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.12.2011 kl. 16:29

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er einmitt mergurinn málsins.  Evran fellur sig að efnahag Þýskalands, en ekki PIIGS landana, hún er allt of sterk fyrir þessar þjóðir og það er einmitt það sem hefur komið þeim í koll.  Það sama yrði hér tækjum við upp Evru, hún væri ósveigjanleg fyrir Íslenskar aðstæður og yrði okkur bara fjötur um fót.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2011 kl. 16:45

4 identicon

Þetta er einmitt versti vandi Evrunar hún situr pikkföst.

Það er Evruvandinn í hnotskurn og ofurskuldsetning aðildarríkjanna vegna rangs mats þeirra og ofurtrú þeirra á þennan rammgallaða skuldavafning EVRUNA.

Stærstur hluti þeirra ríkja sem í mestu vandræðunum eru, þyrftu að grípa til enn róttækari aðgerða en gríðarlegra skattahækkana og mikilla launalækkana og skerðingar á bótum og eftirlaunaréttinda eins og þau hafa þegar gert.

Þau þyrftu nefnilega í ofanálag að geta fellt gengið um ca 25 til 50% allt eftir aðstæðum hvers og eins, til þess að slá á magnþrungið atvinnuleysið og komið hjólum atvinnulífsins í gang á ný.

En það geta þessi vesalings ríki ekki gert af því að þau hafa lítið sem ekkert að segja um sín peninga og gjaldmiðilsmál.

Því það vald hafa þau með upptöku Evrunnar framselt til ECB bankans og Commísararáðana í Brussel og Berlínar reyndar líka.

Þeir eru ekki bara læstir inni í skuldafangelsi, heldur eru þeir auk þess með gjaldmiðil eða skuldavafning sem heitir EVRA sem hentar ekkert þeirra efnahagslegu aðstæðum og þeim eru allar bjargir bannaðar með að aðlaga hann að sínum aðstæðum og raunveruleika !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 16:46

5 identicon

Svo eru það draumórar einir saman að;

"þjóðin sé á fleygiferð inn í ESB"

Þjóðin mun aldrei kaupa þetta handónýta stjórnsýsluapparat ESB.

Búið ykkur undir þau vonbrigði, frekar en að haga ykkur eins og Össur hinn sterki, að loka bara augunum fyrir vandamálum ESB og EVRUNAR og vera í massívri afneitun á þjóðarviljann.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 16:55

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Reynið að sannfæra heimilin í landinu sem er að vera gjaldþrota og skuldum vafinn. Eiga ekki einusinni fyrir mat.

Reynið að sannfæra þau um að það var hið besta mál að krónan féll.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.12.2011 kl. 17:46

7 identicon

Látið ykkur ekki detta í hug að sannfæra fólkið í landinu um það að ganga í skuldabandalagið ESB með allt niður um sig sé betra en vera sjálfsstætt og fullvalda ríki með mun betri almenn lífskjör og þar að auki fulla stjórn á sínum auðlindum og að mati allra sérfróðra aðila með mun bjartari framtíð heldur en ESB/EVRU svæðið þar sem allar spár eru annaðhvort dökkar eða kolsvartar !

Það getur vel verið að þið séuð ekki slæmir sölumenn strákar en með ónýtt Evrópusamband og ónýtan skuldavafning sem heitir EVRA, sem ykkar helstu söluvöru þá munuð þið lítið sem ekkert geta selt !

Það þekki ég mjög vel af langri og farsællri reynslu við sölu og markaðsmál !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 18:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fall krónunnar hefði komið langtum skár og betur út, ef ríkisstjórnin hefði staðið við stóru kosningaloforðin um "skjaldborg fyrir heimilin". Þess í stað sveik hún allt saman og ætlast til þess að fólk meðtaki "110%-leiðina" sem náðargjöf af himnum ofan!!! Svo er KRÓNUNNI kennt um allt saman! Og þessi svik áttu sér stað, þótt björgun heimilanna hefði kostað margfalt minna en það sem ríkisstjórnin og bankarnir með hennar velþókknun hafa gert í afskriftum fyrir útrásarvíkingana!

Mig er ennfremur farið að gruna það sterklega, að þetta sé vísvitandi pólitík hjá Samfylkingar-apparatinu, þ.e. að viljandi skyldi látið ógert að bjarga fjárhag heimilanna, af því að þá væri hægt að beina gremju fólks að KRÓNUNNI og búa til fánýtar vonir um að "fá" EVRUNA okkur til "bjargar"–––og þar með að auka fylgi við innlimun Íslands í Evrópusambandið ... þar sem yfirráðasjúk fyrrv. nýlenduveldi ráða þó lögum og lofum og yrðu þar á ofan stórhættuleg sjávarútvegi okkar!

Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 21:04

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan heldur atvinnuleysinu niðri. Það er eini kosturinn sem ég se við krónuna

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.12.2011 kl. 21:05

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Krónan heldur atvinnuleysinu niðri.

Krónan eykur nýsköpun, t.d. í iðnaði.

Krónan eykur tekjur sjávarútvegs.

Krónan stuðlar að fjölgun ferðamanna vegna samkeppnishæfis okkar.

Krónan hefur aukið vöxt ferðaþjónustu í umhverfi erfiðra tíma.

Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 21:11

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan heldur atvinnuleysi niðri. Lækkun launa hefði gert sama gagn.

Krónan eykur ekki nýksöpun. Spurjum bara nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

Krónan er ekki að stuðla að fjölgun ferðamanna. Fjölgun ferðamanna hefur verið stöðgu í rúmlega tíu ár. Jafnvel þegar krónan var mjög sterk.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.12.2011 kl. 22:28

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Hvellur, krónan hefur stuðlað að því, að sumar iðngreinar hafa lifnað við aftur. Hér er byrjað að framleiða ýmsar vörur, sem aldrei voru framleiddar hér, en nú er samkeppnisaðstaða til. Það á ekki að horfa smáum augum á byrjandi handiðnað. Líkkistusmíð er aftur hafin hér (áður lengi enginn grundvöllur til hennar). Byrjað er að nýta það sem til fellur af trjáviði á Austurlandi á þann hátt, sem hér er nýlunda. Báta- og skipasmíðar hafa fengið fjörefnissprautu ... með lækkun gengis krónunnar úr hinum óraunhæfu hæstu hæðum, sem áður beindu skipasmíðum til útlanda.

Svo er þessi kolranga fullyrðing um áhrif krónulækkunar á fjölgun ferðamanna HLÆGILEGA VITLAUS – í fullu ósamræmi við fréttir brezkra blaða um það eftir hrunið, að nú væri Ísland orðið svo vænlegur áfangastaður ferðamanna -- og sömuleiðis í andstöðu við margheyrðan vitnisburð ferðamanna hér frá 2008.

En það vantar ekki, að Össurargengið og Esb-sinnaðir fjölmiðlar reyni að plata okkur í þessu efni sem öðru. Ætlið þið Sl. + Hv. að taka þátt í því?

Jón Valur Jensson, 13.12.2011 kl. 00:28

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón

Þessar greinar sem þú nefnir voru kæfðar vegna of hás gengis krónunnar. Hún er skaðvaldur.

Hún stútaði öllum þessum greinum árið 2003-2007.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.12.2011 kl. 09:05

14 identicon

Húsgagnasmíði hefur blómstrað.

Svo eru t.d. bækur prentaðar hér á landi. Jólabókaflóðið 2009,2010,2011 prentað í Íslandi.

Þið munið kannski þegar flestar bækur voru prentaðar í útlöndum á góðærisárunum með tileheyranid sóun á gjaldeyrir og atvinnu.

sleggjan (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 10:00

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þarna er stór misskilningur hjá ykkur í gangi.

Það er enginn að segja að við munum taka upp evru á genginu 75kr einsog í seinnihluta árs 2005. Það væri fásinna.

Við mundum taka upp evru á segjum 150kr.

Þá mun þessar atvinnugreinar blámstra áfram... jafnvel enn betur vegna STÖÐUGLEIKA.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.12.2011 kl. 10:46

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alveg rétt hjá sleggjunni kl. 10:00. En hvellurinn kennir krónunni um að hafa "stútað öllum þessum greinum árin 2003-2007." Þetta er þó mismæli. Það var ekki krónunni sem slíkri að kenna, heldur gengisstefnunni. Hefði fastgengisstefnan verið áfram við lýði, ekki fljótandi gengi, þá hefði þetta of háa gengi ekki komið hér til og heldur ekki öll jöklabréfin, sem eru okkur enn til trafala.

Svo er hvellurinn bara að lofa upp í sína víðu hvells-ermi, þegar hann lofar "STÖÐUGLEIKA" (með stórum stöfum) með evrunni !!!.

Jón Valur Jensson, 13.12.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband