Enn ein skrautfjöðurin hjá Davíð Oddsyni.

Davíð Oddson valdi það að lána Kaupþingi 300milljarða gegn veðum í fjármálafyrirtæki í Danmörku. Ekki beint gáfulegt að gera það í mestu fjármálakrísu síðan 1929.

Þessi drengur er orðinn mesta efnahagsvandamál Íslendinga. ....   hann hættir ekki.

hvells


mbl.is Sendir reikninginn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru nú orðnir margir "Davíðarnir" á Íslandi ef á að fara út í þá sálma. Hægt er að tína þá til í öllum þrepum þjóðfélagsins og öllum stjórnmálaflokkum.

Svo margar "skrautfjaðrir" eiga íslendingar að þær duga í heilann hænsnakofa.

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:38

2 Smámynd: Guðmundur K Zophoníasson

Davíð tók ákvörðun sína á nokkurra ára fölsuðum reikningum Kaupþings.  Honum er því nokkur vorkunn.

Guðmundur K Zophoníasson, 18.11.2011 kl. 08:56

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta var nú partur af neyðarlögunum, svo ekki var þetta verk Davíðs eins.

Ekki kannast ég heldur við að reikningar Kaupþings hafi verið falsaðir. Man ekki eftir neinni frétt um það.

Skeggi Skaftason, 18.11.2011 kl. 09:48

4 Smámynd: Guðmundur K Zophoníasson

Reikningar allra þriggja stærstu banka landsins voru stórlega falsaðir.  Þeir sýndu allir góða arðsemi og eiginfjárstöðu en samt töpuðu hluthafar þeirra öllu hlutfé sínu og útlendingar, aðallega þýskir bankar, töpuðu u.þ.b.  7.000 milljörðum, að auki, þ.e.a.s. lánardrottnar þeirra.   Þetta sýnir að eignastaða bankanna var svo fjarri stöðunni í reikningum þeirra að rétt er að tala um fölsun.   

Guðmundur K Zophoníasson, 18.11.2011 kl. 10:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skeggi, það að Seðlabanki Íslands skyldi sitja uppi með næstum 100% eignarhlut í dönskum banka, hefur lítið með neyðarlögin að gera. Það var ákvörðun Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar að taka þessa eign Kaupþings að veði fyrir síðasta gjaldeyrinn sem var til í Seðlabankanum. Þetta var gert daginn áður en neyðarlögin voru sett, og þá voru engar sérstakar lagaheimildir fyrir slíkri ráðstöfun ríkiseigna, aðrar en almenn lög sem gilda um starfsemi Seðlabanka Íslands. Bróðurparturinn af þessum gjaldeyri var sendur lóðbeint til Luxembourg, þar sem hann var notaður til að greiða skuldir Kaupþings við sérvalda "lánadrottna" sem voru í raun aflandsfélög, líklega í eigu aðila sem voru tengdir bankanum. Miðað við hvernig þetta var gert síðasta daginn fyrir setningu neyðarlaga, þegar bankinn var í raun og veru gjaldþrota, má telja líklegt að um undanskot hafi verið að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2011 kl. 12:04

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Takk fyrir þetta Guðmundur.. ég ætlaði að leiðrétta þessa þvælu en það er fínt að þú gerðir það á undan mér.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2011 kl. 15:00

7 identicon

Ég hef að athuga við þessa frétt að það eru notaðir alltof margir gjaldmiðlar

danska krónana, Evrur, íslenskar krónur. Ég nenni ekki að converta til að sjá alvöru samhengið. Furðulega leiðinlegt,

sleggjan (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 15:07

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Borga, borga, borga, borga, borga.

Hvaða upphæðir ætli sé í spilunum? Hundruð milljarða ísl. króna?

Svo á líka að fara að borga um 100 milljarða aukalega í icesaveskuldinni. Var í fréttum í gær og eins og öllum alveg sama. Landsbankin er að gefa út aukaskuldarbréf. plús þessa rúmlega 300 milljarða sem búið var að kveða á um. Öllum alveg sama. Heyrist ekki múkk. Eigi múkk. (Og jú, auðvitað þýðir þetta bara de faktó að ríkið sé á bakvið þó Nýji Landsbankinn sé þarna á milli.)

En heilt yfir er hægt að greina á þessu - hve hrikalega Ísland hefur hefur oftekið eignir. Svo eru menn hissa á að Bretar frystu eignir bankanns. Ísland var bara að tæma allt sem það gat og koma hingað upp augljóslega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2011 kl. 17:04

9 identicon

Hvellurinn, þruman, hvað sem þú villt láta kalla þig, hef séð áður það sem þú skrifar hér og þar. Þú ert sorglegur gaur

Sannleikurinn (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 17:38

10 identicon

Furðuleg fullyrðing að DO hafi ákveðið að bjarga Kaupþingi. Þetta var ákvörðun sem tekin var af ríkisstjórn Íslands enda sýndu reikningar bankans að hann átti að geta lifað af hrunið. Það hefði hann líka gert ef Bretar hefðu ekki fryst eigur og fé bankans í Bretlandi með hryðjuverkalögunum. Við þá ákvörðun Breta fór bankinn lóðrétt á hausinn en það gat enginn séð fyrir, meira að segja ekki DO þó glöggur sé.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 22:11

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sveinn er greinilega að rugla landsbankann og kaupþing saman.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband